Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 118
116
HÚNAVAKA
nýju kraftar starlseminni nieiri lerskleikablæ og jrá opnast leiðir til
að aðlaga félagsskapinn breyttum og nýjum aðstæðum.
Það liefur gengið tímabil breytinga og byltinga yfir jtjóð vora
hina síðustu áratugi. í því flóði hefur margt sópast á burt, sem eft-
irsjá er að. Jafnframt gefur hinn nýi tírni aukin tækifæri á öllum
sviðum og möguleikarnir blasa alls staðar við. Þrátt fyrir allt er
ástæða til bjartsýni.
Ungmennafélagsskapurinn hefur gengið gegnum eldraun á þessn
tímabili. Ýmsir hafa spáð honum leigð og oft ekki að ástæðulausu.
En á hinum síðustu árum hafa sézt óræk merki þess að örðugasti
hjallinn sé að baki. í öllum héruðum og flestum sveitarfélögunr á
landi hér eru ungmennafélög starfandi og mjög víða, svo að til fyr-
irmyndar er. Hin upprunalegu baráttumál hafa sum horfið af svið-
inu, oft fyrir breyttar Jrjóðfélagsaðstæður, en í staðinn hefur tekizt
að hasla sér völl á öðrum sviðum félags- og menningarlífs lands-
byggðarinnar.
Félagið okkar gegnir ekki veigamiklu hlutverki í ungmennafé-
lagsskapnum. Þó byggist þessi félagsmálahreyfing á slíkum félögum
og þess vegna skulum við forðast allt vanmat í þeim efnum. Það liet'-
ur reynzt félögum sínum góður skóli og giftudrjúg undirstaða fé-
lagsstarfa síðar á lífsleiðinni.
Þrátt fyrir allt er það ekki sagan um hina ytri atburði, félagsstörf-
in, íþróttaafrekin og framkvæmdirnar — að öllu Jressu ólöstuðu —
sem höfuðmáli skiptir, þegar upp er staðið. Heldur er það sagan bak
við söguna, sú saga, er aldrei verður skráð. Þau félagslegu samskipti,
sem gera manninn betri og fullkomnari, glæða hann aukinni bjart-
sýni og trú á sitt lífshlutverk, svo að honum megi auðnast eins og
skáldið segir: „að safna til vetrarins, sólskini í blóðið og sumarsins
angan í vetrarljóðið“.
Enn sem fyrr gengur æska sveitarinnar í ungmennafélagið og stíg-
ur þar sín fyrstu spor á félagsferli sínum. Enn sem fyrr á félagið hlut-
verki að gegna og hlýtur að eiga meðan sveitin á sér framtíð. Og þá
treystum við því og trúum að enn senr fyiT reynist æskan og vorið
óaðskiljanleg. Þótt vetur geisi í alveldi sínu horfum við frarn á veg-
inn mót hækkandi sól og nýjum degi í fullvissu þess að hlýrri árstíð
sé í nánd. Og þá leikur rnildur sunnan þeyr að laufi og angan vors
og blóma berst um hæðir og dali.
O O