Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 125
HÚNAVAKA
123
ósi og einnig ungmennafélagi þar á staðnum og var í þeim lélög-
um báðum ósérplæginn og áhugasamur. Hann andaðist á Héraðs-
hælinu 9. apríl.
Hjalti Þorvarðarson fæddist að Strjúgsstöðum í Langadal 22. des.
1916. Foreldrar lians voru þau Magnea Björnsdóttir, sem áratugum
saman vann við sjúkrahúsið á Blönduósi og Þorvarður Árnason.
Olst Hjalti að mestu upp með móður sinni. Var hann síðan um
fullan áratug á Holi í Vatnsdal, en veiktist upp úr því og var um
tíma á Vífilsstaðahæli og síðan á Reykjalundi. Fékk hann aldrei
fulla heilsu, en bar vanheilsu sína æðrulaust og sinnti störfum af
fremstu getu. Hann var um mörg ár aðstoðarnraður við afgreiðslu
lyfja í lyfjabúðinni á Blönduósi og var þar sérlega vel látinn og
vinsæll, eins og annars staðar þar sem lrann kynntist, lipur og ljúf-
ur í allri umgengni. Hann var ókvæntur og barnlaus og lézt að
heimili sínu á Héraðshælinu 12. apríl.
Bjarni Bjarnason á Blönduósi var fæddur 7. des. 1883 að Illuga-
stöðum á Laxárdal. Foreldrar hans voru þau hjónin Bjarni Sveins-
son og Ingibjörg Guðmundsdóttir, og stóðu að þeim manndóms-
miklir og sterkir ættstofnar. Um 10 ára aldur fór Bjarni úr foreldra-
húsum og varð eftir það að brjóta sér braut á eigin spýtur. Voru
systkinin alls 16 og komust 8 af þeim til fullorðinsára. Var hann
um mörg næstu árin vinnandi hjá öðrum, einkum í Engihlíðar-
hreppi. Fékk hann brátt orð á sig fyrir dugnað, ráðdeild og út-
sjónarsemi. Hinn 23. júní 1917 kvæntist hann Ingibjörgu Þorfinns-
dóttur frá Glaumbæ í Langadal, glæsilegri og ágætri konu. Árið
eftir fluttust þau til Bliinduóss og átti Bjarni þar heima til æviloka.
Stundaði hann þar almenna vinnu, en hafði þó lengst af nokkuð
af skepnum sem hann annaðist sjálfur. Allmikið fékkst hann við
dýralæknisstörf og þótti honum jafnan vel takast í þeim efnum.
Ymsum trúnaðarstöðum gegndi liann fyrir kauptúnið, bæði er snerti
hreppsmálefni og safnaðarstörf. Þau störf rækti hann öll með mik-
illi alúð og skyldurækni. Þau hjónin eignuðust 5 börn, en misstu
2 syni sína, annan á þriðja ári, en hinn rúmlega tvítugan. Hin þrjú
sem lifa eru: Þorfinnur, sveitarstjóri í Höfðakaupstað, Oktavía
Hulda og Kristín, báðar húsfreyjur á Blönduósi. Bjarni var prýði-
lega greindur, traustur í öllum orðum og athöfnum og traustur í
vináttu og samskiptum við aðra. Síðustu ár ævinnar var hann blind-
ur. Hann lézt á Héraðshælinu 10. maí.