Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 147
HÚNAVAKA
145
vinsæla fólk í fjölmennu samsæti,
er lialdið var í Félagsheimilinu á
Blönduósi laugardaginn 11. nóv.
sl. Samsæti þetta var haldið að
tilhlutan sóknarnefnda presta-
kallsins, sýslunefndar A.-Húna-
vatnssýslu, skólaráðs Kvennaskól-
ans á Blönduósi og Kaupfélags
Hún\etninga.
Veizlustjóri var Ólafur Sverr-
isson kaupfélagsstjóri, en aðal-
ræðumenn voru Grímur Gísla-
son, bóndi, Saurbæ, og Torfi
Jónsson, bóndi, Torfalæk, er töl-
uðu til prófastshjónanna, og Sig-
urður Þorbjarnarson, bóndi,
Geitaskarði, og Guðbrandur ís-
berg, fyrrv. sýslumaður, Blöndu-
ósi, er töluðu til frú Huldu og
Jóns S. Pálmasonar. Fjöldamarg-
ar ræður fleiri voru fluttar, og
mikill almennur söngur. Einnig
sungu kirkjukórar Blönduóss,
Þingeyra- og Undirfellssókna
nokkur lög sameiginlega, undir
stjórn Guðmanns Hjálmarsson-
ar og við undirleik frú Solveigar
Sövik.
\7ið þetta tækifæri var prófasts-
hjónunum afhent gestabók með
nöfnum allra veizlugesta, sem
gjöf frá Kaupfélagi Húnvetn-
inga. Bók þessi er með spjöldum
úr íslenzku birki, útskornum af
Ríkarði Jónssyni, á framhlið
bókarinnar er mynd af nýja verzl-
unarhúsi kaupfélagsins, en mynd
af eldra húsinu er á bakhliðinni.
Bókin er hinn nresti kjörgripur.
Einnig var tilkynnt að sóknar-
börn sr. Þorsteins færðu þeim
hjónum gjöf, sem vera skyldi
þakklætisvottur fyrir mikil og vel
unnin störf í þágu safnaðanna.
Gjöf þessi er lampi, útskorinn úr
íslenzku birki og lmotvið af Rík-
arði Jónssyni, fóturinn er sex-
strendur, og er eftirlíking af pre-
dikunarstólnum í Þingeyra-
kirkju. Á framfleti eru nöfn
prófastshjónanna í Steinnesi. Á
þrjá fleti fótsins eru útskornar
myndir af kirkjununr í presta-
kallinu, á fimmta flötinn er
biblíumynd með eftirfarandi
áletrun:
Biblía lreitir bókin sú,
ber hún bækur sjötíu og tvær,
kapítula þúsund þrjú,
þrjú hundruð og ellefu nær.
Og á sjötta fletinum er mynd af
íbúðarhúsinu í Steinnesi. Margs
konar skreytingar eru og fleira á
þessum fagra grip, sem er mikið
listaverk.
I samsæti þessu var og tilkynnt,
að sýsla og skólaráð Kvennaskól-
ans á Blönduósi hefði ákveðið að
færa þeim fyrrverandi Þingeyra-
hjónum, Jóni og frú Huldu, pen-
ingagjöf, sem þakklætisvott frá
þessum aðilum, og skyldu þau
sjálf ákveða hvernig henni yrði
varið.
K. K.
10