Húnavaka


Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 18

Húnavaka - 01.05.1968, Blaðsíða 18
1G HÚNAVAKA Dýralœkningar. Ég veit að þú hefur verið nærfærinn við skepnur og stundum sótt- ur bæ af bæ í því skyni. Hvernig byrjaði það? Þegar ég var ungur var hugmyndin hjá mér að fara í skóla, en mér var sagt: Þú eyðir bara þinum peningum og hefur ekkert út úr því. Ég hafði þá hugsað mér að verða dýralæknir. Ég náði mér í bækur um dýralækningar, las þær og fékk mér nokkur einföld tæki. Sérstaklega lagði ég mig fram við að hjálpa kúm og kindum ef eitthvað bar út af við burð. Eitt sinn var mér sagt í draumi. Ég veit ekki hvort það var huldu- kona. „En taktu, vinur minn, sjaldan fyrir þetta.“ Þú hefur þá ekki heimt daglaun að kvöldum. Ég var heppinn og ánægjan var mér meira virði en annað. Þú skoðaðir fé, þegar mæðiveikin geisaði? Ég fékk mér hlustunartæki, þegar mæðiveikin kom, hlustaði kindurnar, lógaði grunsömum og skrifaði niður einkennin á þeim. Þetta varð til þess að ég var fenginn til að fara um mína sveit og víðar og komu yfirleitt sýkingareinkenni í ljós á því fé, sem ég tók frá, er því var lógað. Síðar ferðaðist ég um í Dalasýslu, Mýrasýslu og austan Héraðsvatna í Skagafirði, bæði varðandi mæðiveikina og riðuveikina. Hvað getur þú sagt mér um riðuveiki? Ég kynntist henni mikið fram í Vatnsdal. Við reyndum allt, sem okkur datt í hug, ólum kindurnar á töðu, mjólk og mat og höfðum samband við Sigurð E. Hlíðar, yfirdýralækni á Akureyri, en ekkert dugði gegn riðuveikinni. Ég kynntist Sigurði dálítið og hafði mikið gagn af. Hann fann að ég hafði áhuga á ýmsu varðandi hans starf og miðlaði mér ýmsu, sem mér kom að notum síðar. Áður en ég fluttist að Kringlu hafði ég haft riðuveiki í mínu fé, i stórum stíl. Ég keypti fé, sem aldrei hafði komið riðuveiki í, ofan úr Svínavatnshrepp. Þegar það kom að Hofi, fór strax að bera á henni. Áður en ég flyt fé mitt að Kringlu, lóga ég öllu, sem ég taldi bera nokkur merki riðuveiki. Síðan hef ég ekki misst eina einustu kind úr lienni. Þá fannst mér ég hafa sýnt fram á það, sem ég hafði áður haldið fram, að riðuveiki berst ekki frá kind til kindar, heldur úr haganum og heyinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Húnavaka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Húnavaka
https://timarit.is/publication/1122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.