Húnavaka - 01.05.1968, Side 18
1G
HÚNAVAKA
Dýralœkningar.
Ég veit að þú hefur verið nærfærinn við skepnur og stundum sótt-
ur bæ af bæ í því skyni. Hvernig byrjaði það?
Þegar ég var ungur var hugmyndin hjá mér að fara í skóla, en
mér var sagt: Þú eyðir bara þinum peningum og hefur ekkert út
úr því. Ég hafði þá hugsað mér að verða dýralæknir.
Ég náði mér í bækur um dýralækningar, las þær og fékk mér
nokkur einföld tæki. Sérstaklega lagði ég mig fram við að hjálpa
kúm og kindum ef eitthvað bar út af við burð.
Eitt sinn var mér sagt í draumi. Ég veit ekki hvort það var huldu-
kona. „En taktu, vinur minn, sjaldan fyrir þetta.“
Þú hefur þá ekki heimt daglaun að kvöldum.
Ég var heppinn og ánægjan var mér meira virði en annað.
Þú skoðaðir fé, þegar mæðiveikin geisaði?
Ég fékk mér hlustunartæki, þegar mæðiveikin kom, hlustaði
kindurnar, lógaði grunsömum og skrifaði niður einkennin á þeim.
Þetta varð til þess að ég var fenginn til að fara um mína sveit og
víðar og komu yfirleitt sýkingareinkenni í ljós á því fé, sem ég tók
frá, er því var lógað. Síðar ferðaðist ég um í Dalasýslu, Mýrasýslu og
austan Héraðsvatna í Skagafirði, bæði varðandi mæðiveikina og
riðuveikina.
Hvað getur þú sagt mér um riðuveiki?
Ég kynntist henni mikið fram í Vatnsdal. Við reyndum allt, sem
okkur datt í hug, ólum kindurnar á töðu, mjólk og mat og höfðum
samband við Sigurð E. Hlíðar, yfirdýralækni á Akureyri, en ekkert
dugði gegn riðuveikinni. Ég kynntist Sigurði dálítið og hafði mikið
gagn af. Hann fann að ég hafði áhuga á ýmsu varðandi hans starf og
miðlaði mér ýmsu, sem mér kom að notum síðar.
Áður en ég fluttist að Kringlu hafði ég haft riðuveiki í mínu fé,
i stórum stíl. Ég keypti fé, sem aldrei hafði komið riðuveiki í, ofan
úr Svínavatnshrepp. Þegar það kom að Hofi, fór strax að bera á
henni. Áður en ég flyt fé mitt að Kringlu, lóga ég öllu, sem ég taldi
bera nokkur merki riðuveiki. Síðan hef ég ekki misst eina einustu
kind úr lienni. Þá fannst mér ég hafa sýnt fram á það, sem ég hafði
áður haldið fram, að riðuveiki berst ekki frá kind til kindar, heldur
úr haganum og heyinu.