Húnavaka - 01.05.1968, Page 47
HÚNAVAKA
45
raiðjan Hvalfjörð. Mannfellir varð og að sjálfsögðu skepnufellir, og
fjöldi fólks komst á vergang.
Um þetta leyti urðu konungaskipti í Danmiirku, og tók við Frið-
rik fjórði. íslendingar unnu honum hollustueiða á Alþingi árið
1700. Varð þá að ráði að skrifa konungi, tjá honum vandræði þjóð-
arinnar, og leita hans föðurlegu ásjár. I tilefni af þessum aðgerð-
um fór annar lögmaðurinn, Lauritz Gottrup á Þingeyrum, á kon-
ungsfund 1701 til halds og trausts bænarskrá landsmanna. Varð
þetta til þess, að tveim mönnum, Árna Magnússyni og Páli Vídalín,
var falið að ferðast um landið, annast ákveðnar skýrslugerðir, rann-
saka hagi landsmanna og gera tillögur til úrbóta.
Tvö merk rit urðu til við störf þeirra Arna og Páls: Manntalið
1703 og jarðabókin. Verður nú gerð nánari grein fyrir þessum rit-
um og dreginn saman nokkur fróðleikur úr þeirn um sýslufélag
okkar, Austur-Húnavatnssýslu. Rúmsins vegna verður að takmarka
mjög frásögnina, og einnig verður ekki hægt að taka nema nokkur
atriði til meðferðar að sinni, en framhald gæti orðið á síðar. Hér
verður auðvitað ekki um neina fræðimennsku að ræða, heldur laus-
legt fróðleikshrafl.
Ritin tvö.
Manntalið 1703 er fyrsta almenna manntalið, sem tekið var hér á
landi og því stórmikils virði fyrir ættfræði og persónusögu. Þar eiga
að vera skrásettir allir landsbúar eftir heimilisfangi og getið aldurs
þeirra og stöðu. Manntal þetta var gefið út á árunum 1924—1947,
og stóð Hagstofa íslands að útgáfunni. Það er fyrir löngu uppselt.
Hitt ritið er Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns. Þar
eru skrásett öll býli á landinu og rniklar upplýsingar um hvert.
Skrásetningin fór ekki fram á sama árinu um allt land. Hér í sýslu
voru jarðirnar skrásettar á þrem árurn með nokkru millibili: 1706,
1708 og 1713. Býlunum er lýst, gögnum þeirra og gæðum, kostum
og ókostum, upplýsingar eru gefnar um eigendur og ábúendur,
leigukúgildi og landsskuldir, og loks er gefin upp búfjártalan.
Jarðabókin lá lengi í handriti eins og Manntalið 1703, en var
ioks gefin út af Fræðafélaginu í Kaupmannahöfn í 11 bindum.
Jarðabókin er einnig uppseld.
Eins og fyrr er getið fór skrásetning jarðanna hér í sýslu fram á