Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 23
HÚNAVAKA
21
stöðvaðist þannig vatnsrennsli til stöðvarinnar. Fóru þá flestir
Blönduósingar, sem vettlingi gátu valdið til þess að moka skurðinn,
því að allir fundu hvað þeir misstu þegar rafmagnið brást. Oft var
þessi snjómokstur unnin í sjálfboðavinnu (þ. e. a. s. án þess að taka
kaup fyrir). Fjárhagur stöðvarinnar var þröngur fyrstu árin. Notk-
unin var lítil og rafmagnsverðið lágt. Rafmagn var þó strax tekið
í næstum öll hús á Blönduósi, fyrst og fremst til ljósa og víðast til
suðu. Rafmagnið var selt gegnum hemil. Sá, sem keypti 1 kw. það
er 1000 wött borgaði fyrir það 130 kr. yfir árið og skipti ekki máli
hvort notkunin var allan sólarhringinn eða aðeins stutta stund. Þetta
fyrirkomulag tryggði rafstöðinni tekjur og var líka hentugt fyrir
notendur að geta haft rafmagnið til upphitunar, þegar ekki þurfti
að nota það til ljósa eða suðu.
Algengasta notkun á heimilum mun hafa verið frá 1—3 kw.
Blönduósingar höfðu litla atvinnu og urðu því að spara rafmagn
sem annað. Rafmagnið gjörbreytti allri lífsafkomu á Blönduósi og
sennilega hefur aldrei runnið upp annar eins gleðidagur hjá Blöndu-
ósingum og 2. janúar 1934, þegar fyrstu rafljósin skinu í híbýlum
þeirra. Þau 18 ár, sem stöðin starfaði á vegum Húnvetninga voru
tekjur hennar 1.479.640 kr. og rekstrargjöld 607.142 kr. Rekstrar-
afgangur var því 872.798 kr.
Oskar Sövik var í upphafi ráðinn rafveitustjóri og annaðist hann
það starf af frábærum dugnaði og samviskusemi allan tímann frá 1.
jan. 1934 til 31. des. 1959, síðustu árin í þjónustu Rafveitna ríkisins.
Rafveitustjóri sá um bókhald, aflestur af hemlum, innheimtu, ný-
lagnir, breytingar, viðhald og eftirlit með rafveitunni.
A þessum árum var mikið rætt um stækkun stöðvarinnar og gerð
áætlun þar að lútandi. Eigendur stöðvarinnar treystu sér þó ekki til
þess að ráðast í fjárfrekar framkvæmdir og var því horfið að því ráði
að kaupa 35 kw. díselvélar, sem settar voru niður í nýbyggt steinhús
norðan við sláturhús S.A.H. Árið 1951 sáu eigendur rafveitunnar
að nauðsynlegt var að gera stórt átak í rafmagnsmálum héraðsins.
Stækkun stöðvarinnar var mjög aðkallandi. Innanbæjarkerfið þurfti
að endurbæta og dreifilínur út um héraðið urðu að fylgja stækkun
stöðvarinnar.
Rafmagnsveitur ríkisins vildu kaupa stöðina og hefja þar nauðsyn-
legar framkvæmdir. Og 1. nóvember keyptu Rafmagnsveitur ríkisins
allar eignir Rafveitu A-Hún. að sjóðeign undanskilinni fyrir sam-