Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 168
166
HÚNAVAKA
að þessar 10 millj. verði a£ okkur
teknar og því hætta á að af fram-
kvæmdum geti ekki orðið.
Nýja sjúkrabifreiðin var tekin
í notkun á árinu, en hennar var
nánar getið í síðasta þætti um
heilbirgðismál. Ég vil enn einu
sinni færa öllum aðilum, sem
gerðu okkur kleift að kaupa bif-
reiðina í héraðið, bestu þakkir,
fyrir hönd okkar Húnvetninga.
Tannlæknirinn, Sturla Þórð-
arson, flutti úr Héraðshælinu á
árinu og hefur nú fengið ágætt
húsnæði á efri hæð Búnaðar-
bankans á Blönduósi.
Um síðustu áramót tók lyfja-
fræðingur, Vilhelm Heiðar Lúð-
víksson, við allri lyfjasölu í sýsl-
unni. Fram að þeim tíma, hafði
lyfjasalan verið í höndum hér-
aðslæknisins. Er apótekið nú í
gamla húsnæði Búnaðarbankans
á Blönduósi og auk þess er lyfja-
sala í læknisbústaðnum á Skaga-
strönd.
Helgi B. Helgason, sem staðið
hefur við hlið héraðslæknanna
við lyfjaafgreiðslu í sýslunni um
áratuga skeið, lætur nú af þeim
starfa. Héraðsbúar munu flestir
þakka honum góða og lipra
þjónustu, allan þennan tíma.
Þótt Helgi láti nú af störfum
sem afgreiðslumaður lyfja, rekur
hann áfram verslunina Gimli í
Helgafelli á Blönduósi.
Að vanda hafa Héraðshælinu
borist margar góðar gjafir á ár-
inu, auk þess sem vistmenn hafa
verið heimsóttir af einstakling-
um og félagasamtökum, sem
stytt hafa þeim stundir við söng,
spil og annað, sem hefur orðið
til ánægju. Vil ég færa öllum
þessum aðilum mínar bestu
þakkir, fyrir hönd stjórnar
Héraðshælisins.
Blönduósi, 07. 03. ’75.
Sigursteinn Guðmundsson.
GARNAVEIKI I SAUÐFÉ í
SVÍNAVATNSHREPPI.
Þegar fullorðnum kindum er
slátrað á sláturhúsum á haustin,
er tekinn garnabútur úr hverri
kind, og sendur í rannsókn að
Keldum, til að kanna hvort um
garnaveiki geti verið að ræða í
fénu. Við rannsókn nú í vetur
kom í ljós, að einni sýktri kind
hafði verið slátrað frá Ásum í
Svínavatnshreppi. Allt fé á bæn-
um var blóðprófað, og reyndust
nokkrar kindur svara jákvætt
við blóðprófun. Við nánari
rannsókn á kindunum kom í
ljós, að þessar jákvæðu kindur
höfðu verið bólusettar við veik-
inni, og blóð því fyrir mistök
verið tekið úr þeim. Hefur því
hvorki verið sannað eða afsann-
að að um garnaveiki sé að ræða