Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 27
HÚNAVAKA
móleðju og möl. Uppmoksturinn var þungur og fastur og mjög
mikið þurfti að haka. Erfitt var að vinna klakann, þegar kom fram
á veturinn. Ég lét smíða meitla úr sverum bílfjöðrum o. fl. Með því
að lemja meitlana niður með sleggjum var hægt að sprengja fleka úr
klakanum, sem síðan var keyrt út á brautarspori og vögnum, sem
Blönduósbryggja átti. Miklar bollaleggingar voru um hvernig ætti
að koma ruðningnum upp úr þessum djúpa og breiða skurði. Það
varð að gera nokkurs konar færiband úr mannskapnum, þar sem
einn tók við af öðrum. Venjulega þurfti 10—12 menn til að koma
ruðningi frá skurðbotni upp á bakkann og það langt út að ekki
hryndi niður í skurðinn aftur. Þrír menn unnu á skurðbotni, einn
maður með haka og tveir mokuðu upp á fleka, sem lagður var á
skurðfláann. Tveir menn stóðu á þeim fleka og mokuðu upp á ann-
an fleka og síðan koll af kolli, þar til ruðningur var kominn nægi-
lega langt frá skurðbakkanum. Aríðandi var að hreinsa í botn, það
sem tekið var fyrir að morgni, því að oft fylltist allt af snjó yfir
nóttina. Þá varð að hefja dagsverkið með því að moka snjó til þess
að geta haldið áfram, þar sem frá var horfið kvöldið áður.
Tíðarfar var frekar óstöðugt þennan vetur, lítið um stillur og oft
mjög kalt. Ekkert skýli höfðum við til að fara inn í, þegar við drukk-
um kaffi eða mötuðumst. Engum tíma var eytt í hvíld, því að þá
hefðu allir farið að skjálfa af kulda. í skammdeginu var vinnutím-
inn eftir því, sem birtan leyfði, en þegar leið á veturinn unnum við
venjulega 10 tíma á dag. Um vorið þegar skurðurinn var tekinn
út og mældur varð útkoman sú að við fengum nákvæmlega tíma-
kaupið 50 aura út úr ákvæðisvinnunni. Ég fékk auk þess 5 aura auka-
greiðslu á klst. fyrir verkstjórn og ýmsa snúninga. Verkstjórn þama
var ekki aðeins sú að standa á bakkanum og benda, heldur vann ég
að sjálfsögðu eins og aðrir eftir því sem kraftar og úthald leyfði.
Ég á margar góðar endurminningar frá þessum vetri. Vinnufé-
lagarnir voru glaðir og hressir og margt spaugsyrðið var látið fjúka.
Aldrei varð mönnum sundurorða út af vinnunni eða öðru. Menn
sóttu vinnuna mjög vel og allir unnu eftir bestu getu, enda hef ég
aldrei séð jafnari og betri vinnuafköst.
Ég get ekki stillt mig um að minnast eins af þessum ágætu vinnu-
félögum, en það er Guðmundur Hjálmarsson, sem átti heima í
bænum Brúarlandi. Guðmundur var aldursforsetinn 72 ára. Hann
vantaði engan dag í vinnuna. Venjulega stóð hann ferðbúinn við