Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 43
HÚNAVAKA
41
Rætt var um sýningar, kóra, íþrótta- og fimleikaflokk, útgáfu og
margt fleira.
Allsherjarnefndir hófu athuganir á útgáfu minjagripa og áróður
fyrir bættri umgengni. Hátíðarnefndir skiptu verklegum fram-
kvæmdum milli sýslna og sömdu m. a. við ungmennasamböndin,
um ákveðna verkþætti gegn mjög vægu gjaldi, sem renna skyldi í
þeirra félagssjóð.
7. juní 1973.
í samræmi við samþykkt sýslunefndar A-Hún. 6. des. 1972, var
nákvæmari kostnaðaráætlun, yfirlit yfir verkaskiptingu og kostnað-
arskiptingu milli sýslna, ásamt leigusamningi vegna Torfdals, lögð
fyrir sýslufund A-Hún. í maí 1973.
Þar var ekki samstaða um að staðfesta áætlanir þjóðhátíðarnefnd-
ar. Fóru fram viðræður milli framkvæmdanefndar og fulltrúa úr
sýslunefnd án sýnilegs árangurs. Var afgreiðslu frestað til framhalds-
fundar er halda skyldi í júní.
Þann 7. júní 1973, eru málefni þjóðhátíðarnefndar rædd á ný í
sýslunefnd A-Hún., og afgreidd þannig:
„ . . . Svohljóðandi tillaga kom frá fjárhagsnefnd:
Þar sem komið hefur í ljós við nánari athugun að kostnaður við
gerð útivistarsvæðis til þjóðhátíðarhalds yrði það mikill, miðað við
þær tillögur og kostnaðaráætlanir, sem lagðar hafa verið fyrir sýslu-
nefnd, telur hún ekki réttlætanlegt að leggja í þann kostnað einkum
vegna þess að engin félagasamtök innan sýslnanna, sem leitað hefur
verið til hafa treyst sér til að taka þátt í fjármögnun eða rekstri slíks
svæðis. Hins vegar felur sýslunefnd þjóðhátíðarnefnd að undirbúa
þjóðhátíðarhaldið eftir öðrum kostnaðarminni leiðum.
Samþ. með 9 atkvæðum. Jón ísberg greiddi ekki atkvæði.. ..“
Þessi málalok komu á óvart eftir hina jákvæðu afgreiðslu á des-
ember fundinum. Var eins árs undirbúningi á glæ kastað. Til að
ræða hin breyttu viðhorf kom þjóðhátíðarnefnd V-Hún. saman 21.
júní, og var þar ályktað að samvinnugrundvöllurinn væri brostinn,
en þó mætti athuga með samstarf, ef ósk um slíkt kæmi frá A-Hún.
Einnig var ákveðið að halda eigin þjóðhátíð og huga jafnframt að
samstarfi með Strandamönnum.
Á fundi 18. júlí var ljóst að Strandamenn hyggðu á samstarf með
L