Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 200
198
HÚNAVAKA
rækjuveiðum. Er eigandi skip-
stjóri á bátnum.
Skipaeign Skagstrendinga er
nú jressi: 1 skuttogari 460 lestir
að stærð, 8 mótorbátar af stærð-
unum 15—47 tonn, auk þess um
10 trillubátar.
Afram var haldið að endur-
bæta og fullkomna frystihús
Hólaness h.f., einkum vélakost
og keyptar voru á árinu þýskar
vélar af Baadergerð. Var Jrað
vélasamstæða, hausingavél og
flatningsvél, er hausar og fletur
lisk til söltunar. Einnig ný jrýsk
flökunarvél, er flakar allan bol-
fisk, allt að 8 cm að stærð. En
Jretta þýðir betri nýtingu hrá-
efna og meiri afköst en áður var
með hinni gömlu vél. Er nú
unninn fiskur í hinar svonefndu
neytendapakkningar, sem eru 5
pund að þyngd. Þá hefur verið
fengin ný roðflettingarvél, en
önnur var fyrir, sem fengin var
á sl. ári. Má nú segja að áfanga
j:>eim, sem unnið hefur verið að
síðan 1972 um vélvæðingu og
breytt húsakynni, sé að mestu
lokið.
Þá er í byggingu geymsluhús
við frystihúsið til að hafa í tóma
fiskkassa, úr plasti, er togarinn
geymir aflann í á veiðiferðum.
Getur nú frystihúsið, með fullri
áhöfn og nægu hráefni afkastað
25 tonnum á 10 klst. til frysting-
ar og í salt.
Þá urðu forstjóraskipti við
Hólanes h.f. á sl. sumri. Guðjón
Valgeirsson lögfræðingur lét af
störfum, en við tók Sigurður
Njálsson fiskimatsmaður.
Hafnargerðin.
Gengið var frá grjótuppfyllingu
utan við hafnargarðinn, sem
myndar brimbrjót til varnar
hafskipabryggjunni og hefta
ágang sjávar í vetrarbrimum.
Grjótið var sótt út á Skaga, í
Tjarnarland og síðan í Götunúp
í Víkurlandi. Leiðin þangað út
eftir er 40 km og við þetta voru
notaðir 12 bílar, 2 jarðýtur og
1 kranabíll.
Binda menn miklar vonir við
að þetta hefti ágang sjávarbrims-
ins á hafskipabryggjuna og önn-
ur hafnarmannvirki. Botnrann-
sóknir fóru fram á vegum Vita-
málaskrifstofunnar í sambandi
við fyrirhugaða dýpkun hafnar-
innar.
Sunnudagskvöldið 29. ágúst
strandaði Miloj, norskt hval-
veiðiskip, á Asbúðarskeri á
Skaga. Skipið var eikarskip, 90
tonn frá Kristiansand. Víkur-
bræður fóru á strandstaðinn.
Komu þá tvö norsk hvalveiði-
skip til hjálpar, en náðu ekki
skipinu á flot. Var þá fengin
Dagný frá Siglufirði, er náði
skipinu á flot á háflæði kl. 11 á
mánudagsmorgni. Fóru síðan