Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 123
HUNAVAKA
121
en þann 20. apríl 1919 giftist hún Guðmundi Frímanni Agnarssyni,
frá Fremstagili í Langadal, er látinn er fyrir nokkrum árum. Hófu
þau búskap að Fremstagili þá um vorið. Nokkru síðar fluttu þau að
Hróarsstöðum á Skaga og bjuggu þar um tveggja ára skeið.
Árið 1922 fluttu þau hjón til Blönduóss, þar sem þau bjuggu allt
til dauðadags.
Eignuðust þau 3 börn, er öll eru á lífi, en þau eru: Kristín, sem
gift er Sigurgeiri Magnússyni, húsgagnasmið í Reykjavík, Agnar
húsasmiður á Blönduósi, kvæntur Lilju Þorgeirsdóttur frá Hólma-
vík og Sigþór, sem kvæntur er Maríu Marteinsdóttur, en þau eru
búsett á Höfn í Hornafirði.
Sigurunn starfaði mikið að félagsmálum og var ein af stofnend-
um Kvenfélagsins Vöku á Blönduósi, er stofnað var árið 1928. Var
hún jafnan virkur félagi og var m. a. ritari félagsins um 10 ára
skeið. Á 40 ára afmæli kvenfélagsins árið 1968 var hún kjörinn
heiðursfélagi fyrir vel unnin störf í þágu félagsins.
Hún var mikil hannyrðakona og mótaðist heimili hennar af
smekkvísi og myndarskap.
Ásgeir L. Jónsson, ráðunautur, andaðist 13. apríl í Reykjavík.
Hann var fæddur 2. nóvember árið 1894 að Þingeyrum. Foreldrar
hans voru Jón Ásgeirsson bóndi þar og ráðskona hans Guðbjörg
Árnadóttir, bónda á Sigríðarstöðum í Þverárhreppi, Arasonar. Ás-
geir ólst upp á Sveinsstöðum í Þingi frá fjögurra ára aldri hjá Jóni
Olafssyni bónda þar og konu hans Þorbjörgu, er gengu honum í
foreldrastað. Árið 1914 lauk hann búfræðiprófi frá Hólaskóla. Næstu
5 árin vann hann að bústörfum hjá fósturforeldrum sínum. Vorið
1920 fór hann til Þýzkalands og stundaði þar háskólanám í vatns-
virkjunarfræðum um þriggja ára skeið og lauk þaðan embættisprófi
í tæknilegum vatnsvirkjunum vorið 1922. Að námi loknu gerðist
hann verkfræðingur við Flóaáveituna og vann við hana allt til árs-
ins 1928. Hinn 1. ág. 1928 gekk Ásgeir í þjónustu Búnaðarfélags
Islands og sem ráðunautur og vatnsvirkjafræðingur og starfaði þar
um 36 ára skeið eða til sjötugsaldurs. Ferðaðist hann víða um land
vegna starfs síns, en átti heimili sitt jafnan í Reykjavík. Sat í nefnd-
um er varðaði landbúnað og skrifaði fjölmargar greinar um sama
efni. Kenndi um árabil landmælingar við framhaldsdeild Hvann-
eyrarskólans. Árið 1927 kvæntist hann Önnu Geirsdóttur, bónda í