Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 182
180
HÚNAVAKA
aðar síns og hafa liann í helduni
girðingum. Losnar fólk þá von-
andi við ágang búfjár. Ætti það
að hvetja til aukinnar garð-
ræktar. Nú hafa nokkrar konur
sannfært okkur uni, að blóm og
tré vaxa á Blönduósi eins og
annars staðar, þar sem vel er að
þeim búið.
Við það að hliðin voru sett á
vegina austan Blöndu liefir
ásókn búfjár minnkað að mun.
Væntanlega verður lilið sett á
veginn við Draugagilið í vor og
dregur Jrá úr aðstreymi Hjalta-
bakkafjárins.
Nú hefir verið úthlutað næst-
urn öllum lóðum, sem gerðar
hafa verið byggingarhæfar. Sl. ár
v'oru lagðar skólp- (jg vatnslagnir
í Melabraut um 100 m, Urðar-
braut um 75 m og Hlíðarbraut
um 65 m, jafnframt var skipt um
jarðveg í þessum götum, svo þær
eru tilbúnar að mestu undir slit-
lag. Aðeins eftir að leggja frá-
rennsli fyrir regnvatn.
Hjá því verður ekki kornist að
hefja nú á næsta sumri undir-
búning að því að gera svæðið
vestan íþróttavallarins bygging-
arhæft enda þegar byrjað á verk-
fræðilegum undirbúningi.
Nöfn nýrra gatna valda alltaf
nokkrum heilabrotum, Jress
vesrna eru tillögur kærkomnar.
Jósafat Sigvaldason stakk upp á
nafninu Brimslóð á götunni
sunnan Pétursborgar og upp
með húsinu Blöndu. Var þetta
nafn samþykkt. Merktar hafa
verið flestar götur, sem nafn
hafa fengið og flest húsin við
þær götur hafa fengið númer.
Þó verður betur að gera, svo að
telja megi gott.
Að lokum skal minnst á leik-
skólann eða barnagæsluna, sem
starfaði sl. sumar undir stjórn
frú Sigurlaugar Hermannsdótt-
ur. Sú starfsemi gaf góða raun,
enda liefir frú Siourlaua: o°
starfsstúlkur hennar las:t sis
fram við starfið og árangurinn
er eftir því. Tími er nú kominn
til þess að dagvistunarheimili
starfi allt árið. Það stendur fyrst
og fremst á heppilegu hús-
næði.
Nú eru viðsjárverðir tímar,
svo erfitt er að segja fyrir um
framtíðina. Þó verður hitaveitu-
málið okkar aðalmál. Þá verður
reynt að halda áfram að setja
varanlegt slitlag á göturnar og
vonandi batnar lýsingin. Þá er
bygging íþróttahúss eða hallar
eitt af framtíðarmálum staðar-
ins. Þá verðum við að efla skól-
ana og stefna að fræðslu fullorð-
inna. En ekkert af jDessu verður
gert, ef undirstaðan, atvinnu-
lífið, verður ekki styrkt svo, að
|)að gangi áfallalaust. Það er
brýnasta verkið nú.
Jón ísberg.