Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 78
76
HÚNAVAKA
í dag, en draflinn var líka seyddur og búinn til seyddur ostur. Hann
var brúnleitur og borðaður heitur, oft sem morgunmatur.
Mikið var drukkið af sýru á sumrin og er það áreiðanlega hollur
drykkur. Sýran var flutt heim í kvartilum, en heirna var hún geymd
í tunnum.
Fyrst eftir fráfærurnar var strokkað tvisvar á dag, en sjaldnar þeg-
ar minnka tók í ánum. Úr strokknum var smjörið saltað og hnoðað
í kökur, sem geymdar voru í eldhúsinu fram á mitt sumar. Þá var
smjörinu drepið í belgi, hnoðað og pressað þar til enginn dropi kom
úr því. Voru belgirnir pressaðir á milli tveggja fjala og mátti hvergi
sjá holu. Þannig geymdist smjörið langa lengi og varð svo hart að
ekki sá á því jafnvel þótt það væri flutt langar leiðir.
Af kindum var fleginn belgur. Síðan var hann rakaður og þveg-
inn vandlega úr heitu sódavatni og skolaður á eftir. Varð hann þá
drifhvítur. Smjörinu var drepið inn um hálsopið og saumað fyrir.
Fyrst eftir fráfærurnar var flutt tvisvar í viku heim úr selinu, en
sjaldnar þegar leið á sumarið. Flutt var á þremur hestum. Á tveim-
ur voru skrínur undir skyr, en á þeim þriðja voru sýrukvartil.
Smjör til heimilisnota var flutt jafnóðum heim, en meginhluti
þess var geymt í selinu þar til það var flutt beint til Blönduóss.
Þaðan var það sent með skipi suður á Suðurnes.
Ein af mínum mestu ánægjustundum, var að vera send í selið til
að sækja smjör og osta, sem vanhagaði um í svipinn. Þar var oft
glatt á hjalla. Móðir mín fór æfinlega með töðugjöldin þangað,
þegar búið var að halda þau heima. Við unglingarnir fengum þá að
fara með og leika okkur og tína ber í ábæti. Ef rennt var úr trogun-
um, þegar við vorum þar, var rjóminn á efri gafli troganna ævin-
lega skilinn eftir og okkur leyft að borða hann. Þótti mjög gott að
fá rjómagafl, enda var rjóminn hnausþykkur og töggur í honum
eins og öllum þessum góða selmat.
Maturinn, sem búinn var til í seljunum, var mikið búsílag fyrir
heimilin og holl fæða. Frá Miðhópi voru venjulega um 200 ær í
kvíum. Fært var frá seint í júní. Allt sumarið var selráðskona í sel-
inu með litla dóttur sína með sér. Þar var einnig eldri kona og
smali. Lengi höfðum við pilt sunnan af Miðnesi sem reyndist mjög
vel.
Á þessum árum kom allt kaupafólk að sunnan. Kom það frá ýms-
um stöðum svo sem úr Garðinum, Miðnesinu og víðar að. Allt kom