Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 199
HÚNAVAKA
197
HÓTELREKSTUR ALLT ÁRIÐ.
Hótel Blönduós hefur verið rek-
ið síðan í júní 1943. Núverandi
eigandi og hótelstjóri er Hauk-
ur Sigurjónsson. Yfir háanna-
tímann vinna um 20 manns á
hótelinu, en í vetur vinna þar
sjö, og er algert lágmark að hafa
þann fjölda í vinnu sé hótelið
haft opið.
Það er alveg á mörkunum að
hægt sé að halda rekstrinum
gangandi sagði hótelstjórinn,
enda var gistinýting aðeins 28%
árið 1974. 1 raun voru það hin-
ir og þessir vinnuflokkar, sem
gerðu rekstur hótelsins möguleg-
an, en allmikið var um að þeir
hefðu þar aðstöðu. T. d. var
29% nýting á gistiherbergjum
hótelsins í nóvember og tæp40%
í maí. Um háannatímann var
hún hins vegar lítil og ekki nema
rúm 50% í júli og 45% í ágúst.
í júní og september var nýting-
in aftur á móti mun betri, enda
eru þá engin önnur hótel opin í
héraðinu.
1 raun er það furðuleg ráðstöf-
un ráðamanna í héraðinu að
sækja eftir að utanaðkomandi
aðilar reki þar hótel að sumrinu
án þess að stuðla jafnframt að
því að auka ferðamannastraum
inn í héraðið. Örugglega væri
sitthvað hægt að gera ef hug-
myndaflugið er nægjanlegt. Það
hlýtur að vera kappsmál allra
húnvetninga að hótel sé rekið á
Blönduósi allt árið í framtíð-
inni eins og hingað til, sagði
Haukur Sigurjónsson hótelstjóri
að lokum.
M. Ó.
ANNÁLLSKAGASTRANDAR.
Skráður a£ Pétri Þ. Ingjaldssyni.
Fiskveiðar.
Hinn nýi togari, Arnar, gekk vel
á fiskveiðum. Var hann í fjórða
sæti af hinum 10 togurum, er
komu frá Japan, um aflaverð-
mæti, er hann lagði á land. En
í 12. sæti af hinum 34 smærri
skuttogurum íslendinga, er
stunduðu fiskveiðar á liðnu ári.
Skipstjóri á Arnari er Guðjón
Ebbi Sigtryggsson.
Togskipið Örvar, var seldur
í janúar til Patreksfjarðar.
Hrognkelsaveiðar gengu treg-
lega, veður var frekar óhagstætt.
Fimm bátar stunduðu veiðarn-
ar.
Rækjuveiðar gengu vel.
Stunduðu þær Guðjón Árnason,
Guðmundur Þór, Helga Björg
og Auðbjörg, þar til hún fór á
bolfiskveiðar, og Hringur eftir
að hann var keyptur hingað.
Hring, eikarbát 28 tonna,
keypti Örn Berg Guðmundsson,
frá Grundarfirði. Hefur honum
verið haldið úti á færum og