Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 107
HÚNAVAKA
105
Hjalti bóndi Skeggjastöðum Skagahreppi, kvæntur Önnu Magnús-
dóttur.
Lárus verkstjóri síldarverksm. Höfðakaupstað, kvæntur Sigurlaugu
Jónsdóttur.
Eitt barn þeirra hjóna dó í frumbernsku.
Eru taldir 145 afkomendur þeirra hjóna, þar af 6 látnir. Enn
fremur ólst upp í Víkum Helga Þórarinsdóttir í Hafnarfirði, gift
Pálma Ágústssyni kennara, og Hallgrímur Sigurðsson, Reykjavík,
kvæntur Oddnýju Jóhannsdóttur.
Þeim hjónum Árna og Önnu famaðist vel, enda jafnræði með
þeim. Bæði tápmikil, hneigð til umsvifa og skildu nauðsyn vinn-
unnar.
Um Árna segir: Að hann væri búhöldur góður, með myndarbrag
á öllu, enda hugvitssamur og ráðhollur og hjálpfús. Hann reisti
gott hús á jörðinni, er bar vott um hagleik hans og hagsýni. Árni
stundaði mjög smíðar utan heimilis síns og kom þá í hlut Önnu að
stjórna heimili þeirra og varð það henni góður skóli til þess er síðar
varð. Kom þá Önnu í góðar þarfir sú vöggugjöf, er henni var léð,
glaðlyndi, jafnframt óþrotlegum áhuga og lífsorku og láta fólk
vinna og hafa gott atlæti.
Margt var umleikis í Víkum í tíð þeirra hjóna. Fjárbú mikið með
sauðagnægð, æðarvarp, reki, róið til fiskjar, ogstóð heimilið í Víkum
með miklum blóma, enda óx brátt upp mannvænlegur barnahópur.
Árni Antoníus bóndi varð eigi háaldraður, andaðist 1931, þá 61
árs gamall. Sú hugsun mun eigi hafa hvarflað að Önnu að yfirgefa
óðalið og flytjast á mölina með hópinn sinn. Hefur hún álitið sig
vel færa um að halda áfram búskap, enda kom Karl sonur hennar
þá heim, en hann hafði verið við nám í smíðum. Einnig bjó Hilmar
sonur hennar með Aðalheiði konu sinni um skeið í Víkum.
Hélt svo fram sama hagsæld í Víkum og áður. Karl tók við jörð-
inni allri 1936, þá kvæntur maður. Var þá af Önnu létt miklu starfi,
er alla tíð var henni kært, enda var hún vakin og sofin yfir velferð
heimilisins.
Anna var um marga hluti stórbrotin kona, sem eftir var tekið og
setti sinn svip á samtíð sína. Fylgdi henni sá hressandi andblær, er
svipti burtu öllum drunga. Þá fylgdi Önnu mikill höfðingsskapur
og ætla má að þessir eiginleikar hafi verið frá Höllu móður hennar
runnir. Mátti um Önnu segja að hún væri sem vel metinn hrepp-