Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 66
(54
HÚNAVAKA
hann skóf sjóinn næstum ekkert, svo að ég ákvað að fella seglin og
freista þess að ná eitthvað nær landi á árum. Þetta reyndist ekki
mögulegt og gat ég ekki vitað með vissu hvort við héldum við eða að
okkur hrakti. Og enn herti veðrið og var nú ekki um annað að gera
en reyna að bjargast við seglin þótt léleg væru.
Eg vil geta þess að það mátti heita þrekvirki, sem þeir unnu Valdi
og Jón að þeim tókst að reisa mastrið í þvílíku veðri og má með
sanni segja að báturinn lét illa enda var sjór krappur mjög og fór
hratt yfir, þegar seglin voru komin upp gekk þó nokkuð í áttina inn
eftir 02; eftir nokkra stund vorurn við komnir inn í sufumökkinn.
Mér varð þá litið á afturseglið og þá allt í einu var eins og því væri
sópað burtu og eftir stóð mastrið, en ekki nokkur tuska af segl-
inu. Eftir þetta var siglingin heldur lakari, forseglinu mátti lítið
beita svo að ég gæti haldið í horfinu. Það var undravert hvað lít-
ið gaf á bátinn í þessu ofsaveðri og virtist mér rnest af því sem dreif
yfir bátinn fara alveg yfir hann með svo miklum krafti að það hefði
naumast tíma til að falla ofan í hann. Ég ætla að segja það hér og
segi það satt, hvort sem nokkur trúir því eða ekki, að það kom
nokkrum sinnum fyrir að Valdi, sem alltaf var fram í barka hvarf
mér sjónum vegna þess hvað sjórokið var þétt.
Þegar við vorum komnir inn á móts við Brekknabæi var tunglið
kornið upp svo ekki var mjög dinnnt en ekki sáurn við rnóta neitt
fyrir landinu nema fjallabrúnunum, og þannig hélt þetta áfram og
alltaf þokaðist þó í áttina inn eftir. Mig minnir að það væri á móts
við Finnstaðanes, sem sjóinn hætti að mestu að skafa og sáum við
þá Höfðann og rneðan við mjökuðumst inn yfir Bótina fannst mér
vindurinn ekki alveg eins þveraustan og við nálguðumst landið dá-
lítið. Er við vorum komnir á móts við Höfðann var vindbáran minni
og lét ég strauja seglið lítið eitt meira og nú fór það svo að við náð-
um alveg upp undir Hólsnef (sem er suðurendi Höfðans) og vorunt
við þá komnir á smásævi, en ég var þó á báðuin áttum hvort reyn-
andi væri að berja upp með honum því að það virtist standa hörku-
strengur fram með honum að sunnan. Þó réð ég það af að fella segl-
in og reyna að berja þennan stutta spöl, sem eftir var til að ná lend-
ingu, en ég lagði ríkt á við hásetana að passa að brjóta ekki árarnar,
því að ef ein hefði bilað þá hefðum við orðið að reyna að sigla
eitthvað inn flóann og var þá ekki gott að vita hvernig hefði farið.
Þetta gekk nú allt að óskum, en mér fannst þó heldur lítið ganga,