Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 132
130
HÚNAVAKA
og gat gripið í verzlunarstörfin. Reyndist kvonfangið honurn mikil
stoð í lífinu.
En að hinu leytinu var þetta eigi síður Margréti lán, nú öðlaðist
hún fast heimili, er hún hlúði að sem allra bezt og kaupmennskan
átti vel við hana. Maður hennar var henni eftirlátur og hún hafði
gnægð í búi sínu, enda eyddi hún eigi í óþarfa, né gerði óhóflegar
kröfur.
Sigurður stækkaði verzlunarhúsið, svo að þau hjón fengu þar
snotra íbúð, er Margrét bjó út af smekkvísi. A heimili þeirra áttu
margir góðu að mæta, svo að söknuður greip oss er hús þeirra varð
autt og tómt.
Margrét tók mikinn þátt í félagsmálum. Var urn 2 áratugi ritari
Kvenfélagsins Einingar í Höfðakaupstað. Margrét var prýðilega rit-
fær, ritaði góða hönd og las vel upp. Hún sat í sóknarnefnd Hóla-
neskirkju um fjölda ára og var einn af kennurum við sunnudaga-
skólann. Trúmálin voru Margréti hjartans mál og las hún mjög
guðsorðabækur, auk ritninganna og hafði áhuga á kristniboðsmál-
um. Hjónaband þeirra Sigurðar og Margrétar var hið bezta, kom
þar fram að þau virtu eðliskosti hvors annars og studdu hvort annað
á lífsleiðinni.
Er Sigurður Sölvason, kaupmaður, andaðist 24. sept. 1968, sakn-
aði Margrét hans mjög. Flutti hún þá suður og dvaldist um 4 ára
skeið hjá Sessilíu systur sinni í Reykjavík. Dvaldi hún síðan um 4
ára skeið á Ellideild Héraðshælisins á Blönduósi. En í raun festi
hún hvergi yndi eftir lát manns síns, nema þá helst á Skagaströnd.
Pdll Helgi Halldórsson frá Stafni, Brúarhlíð, Bólstaðarhlíðar-
hreppi, andaðist á H.A.H. Blönduósi 18. desember. Jarðsettur 3.
jan. 1975 á Bergsstöðum. Hann var fæddur 9. marz 1903 á Eldjárns-
stöðum í Svínavatnshreppi. Voru foreldrar hans Halldór Halldórs-
son og kona hans Guðrún Gísladóttir. Meðal systkina hans, sem eru
á lífi, er Sigvaldi bóndi í Stafni og Bjarni, búsettur á Blönduósi.
Foreldrar þeirra bjuggu víða í Svínavatns og Bólstaðarhlíðar-
hreppum, enda voru þá sveitir þessa lands víða fullsetnar og þröngt
um jarðnæði. Mátti Páll Halldórsson fara að heiman 1910, 7 ára og
var á ýmsum stöðum í vistum. Varð síðan vinnumaður, er hann
hafði aldur og þroska til. Hann var trúverðugur maður, húsbónda-
hollur og dyggðugt hjú. Þau verk, er hann tók að sér, fóru honum