Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 74
72
HÚNAVAKA
á margan hátt væri hagkvæmara að sameina félögin. Var því boðað
til sameiginlegs fundar fyrir bæði félögin, og var sá fundur haldinn
að Syðri-Löngumýri 13. apríl 1852. Voru þar komnir 24 félagsmenn
úr báðum félögunum, og voru félögin sameinuð þannig, að þau
skyldu halda sameiginlega fundi og hafa sameiginlega yfirstjórn, en
starfa í tveim deildum.
Á þessum fundi voru samin og samþykkt lög fyrir félagið og það
nefnt Lestrarfélag Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppa. Þessi lög
eru prentuð í ritinu ,,Húnvetningur“. Forseti þess varð Guðmund-
ur Arnljótsson á Guðlaugsstöðum.
Með þessari sameiningu vannst það helst, að deildirnar lánuðu
hvor annarri bækur, og auk þess urðu fundirnir fjölmennari, og var
þá auðveldara að koma á framfæri ýmsum öðrum málum. Enda
kom það brátt í ljós því að á fundi, sem haldinn var að Syðri-Löngu-
mýri 9. apríl 1853, var borin upp tillaga þess efnis, að bændur bind-
ust samtökum um jarðabætur. Var það mál mikið rætt og fékk all-
góðar undirtektir, en ekki urðu menn sammála um fyrirkomulag
þess félagsskapar að sinni. Lauk fundinum þannig, að 11 bændur
úr Svínavatnshreppi ákváðu að ganga í jarðabótafélagið, en bænd-
ur úr Bólstaðarhlíðarhreppi felldu sig ekki við það fyrirkomulag,
sem þá var á því hugsað.
Þetta sama vor héldu þessir 11 menn aukafund á Svínavatni, og
bættist þá einn í hópinn. Þá var stjórn félagsins kosin, og varð Guð-
mundur Arnljótsson forseti, en meðstjórnendur þeir Erlendur
Pálmason í Tungunesi og Jón bróðir hans í Sólheimum.
Á þessum fundi voru samin og samþykkt lög fyrir félagið. Eru
þau í 25 greinum og voru birt í „Húnvetningi". í inngangi að lög-
unum segir svo:
„Það er tilgangur félags þessa, að bindast samtökum til að efla
framfarir búnaðarins, einkum að slétta tún, hlaða tún-, traða- og
vatnsveitingagarða, veita vatni á engjar, skera fram ofvotar mýrar,
plægja og herfa til grasa- og matjurtaræktar, byggja sáðgarða, taka
upp móskurð, auka allan áburð og hagtæra honum vel, grafa brunna
og bæta vatnsból yfir höfuð, færa að grjót til bygginga og byggja
heyhlöður. — Hér undir heyrir li'ka sú bæjarhúsabygging, sem tek-
ur almennri byggingu fram að formi og varanleik, en ekki önnur
húsbygging".
í fyrstu 12 greinum laganna er gerð grein fyrir forstöðunefnd fé-