Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 206
204
HÚ N AVAKA
við kirkjunnar mál í héraði: Dr.
Róberts Abrahams Ottósonar
söngmálastjóra, er hélt hér org-
anistanámskeið, frú Sofíu Jó-
hannsdóttur í Holti í Svínadal,
Guðbjargar Kolka læknisekkju,
sr. Jósefs prófasts Jónssonar á
Setbergi og Valdimars H. Daní-
elssonar, er fæddur var 14. des.
1901 og dáinn 1974, bónda að
Kollafossi, lengi safnaðarfulltrúi
og formaður sóknanefndar í 18
ár, og veitti byggingu Efri-Núps-
kirkju forstöðu.
Messur voru 275 í prófasts-
dæminu, altarisgöngur 262,
hjónavígslur 21 og skírnir 110.
Þá var tekið fyrir aðalmál
fundarins. Framsögumenn safn-
aðarfulltrúa Blönduóss; Jón ís-
berg sýslumaður flutti erindi sitt,
„Kirkjan og samtíðin," og sr.
Árni Sigurðsson flutti erindi um
sama efni.
Þóttu þau bæði fróðleg og
áheyrileg og voru fjörugar um-
ræður um þetta mál.
Þessar tillögur voru samþykkt-
ar á fundinum:
„Héraðsfundur Húnavatns-
prófastsdæmis haldinn á Blöndu-
ósi, sunnudaginn 25. ágúst 1974,
skorar á útvarpsráð að ljúka
hverri dagsskrá með bænastund,
svo og að stuðla að því að stutt
kristileg hugvekja verði flutt í
dagskrá útvarpsins á hverjum
sunnudegi, eins og tíðkast sums
staðar á Norðurlöndum.
Æskilegt væri, að barnatími í
útvarpi og sjónvarpi hefjist með
bænastund."
Þá kom fram eftirfarandi til-
laga frá þeim prestunum sr. Pétri
Þ. Ingjaldssyni og sr. Árna Sig-
urðssyni, samþykkt með sam-
hljóða 8 atkvæðum:
„Héraðsfundur Húnavatns-
prófastsdæmis haldinn á Blöndu-
ósi, sunnudaginn 25. ágúst 1974,
skorar á hið háa Alþingi að sam-
þykkja frumvarp um veitingu
prestakalla, sem lá fyrir síðasta
Alþingi, og samþykkt var af
kirkjuþingi.“
Eftir að prófastur hafði slitið
fundinum með ritningalestri og
bænagjörð, þágu fundarmenn
kvöldverðarboð hjá sr. Árna Sig-
urðssyni og konu hans Eyrúnu
Gísladóttur á Blönduósi.
Kirkjulegar fréttir.
Hafin var gagnger viðgerð á Ból-
staðahlíðarkirkju. Steyptur var
grunnur undir kirkjuhúsið og
hann pússaður mjög fallega.
Gert við fótstykki og klæðningu
hússins að utanverðu. Smiður
var Guðmundur Tryggvason í
Finnstungu.
Þá var máluð að utanverðu
Bergstaðakirkja; kirkjugarður-
inn stækkaður og vígði prófast-
ur hann 3. jan. 1975. Fengin