Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 161
HÚNAVAKA
159
unglingaprófi hlaut Helga Guð-
mundsdóttir og fékk hún verð-
laun, sem Lionsklúbbur Blöndu-
óss gaf. Einnig voru veitt verð-
laun úr verðlaunasjóði Barna-
skólans og hlutu þau Hjálm-
fríður Kristinsdóttir, Helga
Halldórsdóttir og Lilja Árna-
dóttir. Hæstu einkunn í Barna-
skólanum hlaut Hjálmfríður
Kristinsdóttir 6. bekk, en í
Gagnfræðaskólanum hlaut
Hulda Agnarsdóttir 1. bekk
hæstu einkunn.
Skóli var settur 1. október í
haust. I skólanum eru 150 nem-
endur. Sjö fastráðnir kennarar
og sex stundakennarar starfa við
skólann auk skólastjóra og fast-
ráðins umsjónarmanns.
Lausn frá starfi fékk elsti
kennari skólans, Björn Berg-
mann, en hann starfaði yfir þrjá
áratugi við skólann. Einnig
hætti Kristinn Pálsson störfum
við skólann en hann hefur verið
fastráðinn kennari um 10 ára
skeið.
Við störfum þeirra tóku Her-
mann Norðfjörð og Örn Ragn-
arsson. Iþróttakennari réðst og
nýr á árinu, Sigríður Skúladótt-
ir, en af störfum lét Þorbjörg
Ámadóttir.
Foreldraráð var kosið í fyrsta
sinn á foreldradegi í haust.
Heldur það með sér reglulega
fundi mánaðarlega. Foreldraráð
sendir fulltrúa á kennarafundi
og hefur tekist ágætasta sam-
vinna milli foreldraráðs og skól-
ans og hefur ráðið unnið að
ýmsum félagsmálum nemenda.
Félagslíf nemenda er í nokk-
uð föstum skorðum. Opið hús er
einu sinni í viku og fastar
skemmtanir eru jólatrésskemmt-
un, árshátíð Miðskólans og
skemmtun Barnaskólans á sum-
ardaginn fyrsta, sem nú kemur
inn í Húnavöku og er auglýst
þar með. Grímuball var haldið
á sprengidag í vetur og þótti
heppnast vel.
íþróttakeppnir hafa farið
frarn við nágrannaskólana, og í
bígerð er skákkeppni þar sem
keppt er um bikar þann, sem
Kvenfélagasambandið gaf og
Húnavallaskóli vann á sl. vetri.
Bókmenntakynning er ráð-
gerð í samráði við aðra skóla
héraðsins í vetur, en eftirtaldir
rithöfundar og skáld hafa sótt
okkur heim sl. þrjú ár: Erlend-
ur Jónsson, Indriði G. Þorsteins-
son, Jóhann Hjálmarsson, Sig-
urður A. Magnússon, Þorsteinn
frá Hamri, Thor Vilhjálmsson,
Ármann Kr. Einarsson, Jenný
Jensdóttir og Stefán Júlíusson.
Nemendur Gagnfræðaskólans
fóru í Hlíðarfjall í mars í fyrra
og er slík ferð ráðgerð í vetur
og verður það í sjötta sinn, sem
við förum þangað. Tveir elstu