Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 129
HÚNAVAKA
127
Hann kvæntist 4. október 1924, Guðrúnu Guðjónsdóttur úr Ön-
undarfirði, hófu þau búskap á Efstabóli í Korpudal. Það hjóna-
band varð eigi langvinnt, því að kona hans andaðist eftir fárra ára
sambúð og var hjónaband þeirra barnlaust.
Síðar gekk Guðmundur að eiga Guðrúnu Kristjánsdóttur úr
Dýrafirði. Bjuggu þau á Efstabóli í 16 ár og eignuðust 4 börn og
vísast til um þau og hana í Húnavöku 1973.
Þeim hjónum farnaðist vel í Korpudal, er jörðin í þjóðbraut og
er þar hlýlegt, með kjarrivöxnum hlíðum. Guðmundur var ötull
maður að bjarga sér, duglegur verkmaður til sjós og lands. Honum
fór sem fleirum, er fiskur þvarr á grunnmiðum og bátar stækkuðu,
að hann flutti sig um set í fiskimannaþorpin.
Guðmundu hafði kynnst óblíðum lífskjörum, þegar í æsku, en
komist vel til manns fyrir dugnað og árvekni og var heilsugóður
alla ævi. Hjónabandið varð honum til farsældar, kona hans var
verkhyggin og stjórnsöm, er grundvallaðist af þeim gömlu orðum
að hollur er heimafenginn baggi. Samheldni og ábyrgðartilfinning
var sterk hjá þeim hjónum. Kona hans bjó honum gott heimili, sem
myndarhúsmóðir og móðir barna þeirra, er lánuðust vel, og gátu
veitt þeirn hjónum vernd og hlíf, með húsakosti og heimili, er þau
gerðust aldurhnigin og gátu dvalist þar áhyggjulaust og fór vel um
þau er þau voru orðin lúin eftir strit áranna. Fluttu þau til Stykkis-
hólms 1963 og voru búsett þar, uns þau fluttu 1970 með Ólafi syni
sínum til Höfðakaupstaðar og stundaði Guðmundur þar fiskvinnu,
meðan heilsan leyfði.
Oddbjörg Elín Jónsdóttir, er átti lögheimili á Tjörn í Skaga-
hreppi, andaðist 20. apríl á hinu kaþólska sjúkrahúsi í Stykkishólmi.
Hún var fædd 18. maí 1902, á Njálsstöðum í Vindhælishreppi.
Voru foreldrar hennar Jón Sigurðsson bóndi og kona hans Guðný
Pálsdóttir, er síðar bjuggu á Balaskarði í sama hreppi. Oddbjörg ólst
upp með foreldrum sínum og systkinum. Hún giftist eigi, né eign-
aðist börn en vann á heimili foreldra sinna meðan þau voru við
búskap og flutti síðan með þeim að Hofi í Skagahreppi, er systkini
hennar stofnuðu þar heimili, Pétur Páll og Vilborg.
Á miðjum aldri misssti Oddbjörg heilsuna og dvaldi eftir það á
sjúkrahúsum syðra. Hún var greftruð í Reykjavík 2. maí.