Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 58
56
HÚNAVAKA
Dagskráin hófst um kl. 20,30, með ávarpi og héraðskynningu, sem
Olafur H. Kristjánsson flutti.
Kvenfélagasamböndin sýndu kvenbúninga og hefur það atriði
vafalaust vakið hvað mesta athygli þetta kvöld.
Guðlaugur Einarsson og Ólafía Bjarnleifsdóttir sýndu listdans.
Blandaði kórinn söng, undir stjórn Helga S. Olafssonar og undir-
leik Sigríðar B. Kolbeins. Þá var flutt ljóðadagskráin frá því á Húna-
vöku.
Dagskránni lauk svo með ávarpi Jóhannesar Torfasonar og al-
mennum söng.
Eftirmáli.
Þegar þetta er ritað, er endanlegu reikningsuppgjöri ekki lokið.
Ljóst er þó, að tilkostnaður vegna hátíðarhaldanna er meiri en tekj-
ur af þeim.
Til þess liggja tvær meginástæður; sú ákvörðun að heimta ekki
aðgangseyri á hátíðunum og mun dræmari sala minjagripa en ætl-
að var, voru þó áætlanir um söluna mjög í hófi.
Lauslega áætlað, er um 5—600.000 kr. halli, sem skiptist milli sýslu-
sjóða A-Hún. og V-Hún. í hlutfalli við íbúafjölda. A móti þessum
halla vega afskrifaðar, en óseldar birgðir minjagripa.
Töluvert er til af ljósmyndum og kvikmyndum í vörslu þjóðhá-
tíðarnefndar og munu þær afhentar sýsluskjalasöfnunum til varð-
veislu. Myndir þessar tóku, Unnar Agnarsson og Björn Bergmann.
Þá tóku starfsmenn sjónvarps mikið af kvikmyndum í Kirkju-
hvammi. Utvarpið hljóðritaði nrælt mál og söng. Var hluta þeirra
hljóðritana útvarpað sl. sumar í þjóðhátíðardagskrám útvarpsins.
Góð samvinna hefur verið við ritnefnd Húnavöku um birtingu
efnis, helguðu þjóðhátíð.
Allt starf í þjóðhátíðarnefndum hefur verið unnið án þess að
greiðsla kæmi fyrir, svo og vinna við dagskrárundirbúning o. þ. h.
Bókaðir fundir eru 48, þar af 18 sameiginlegir, en auk þess eru
nokkrir óformlegir fundir.,
Að lokum vil ég, fyrir hönd þjóðhátíðarnefnda Húnaþings, þakka
öllum sem lögðu hönd að verki, við dagskrá og annað viðvíkjandi
þjóðhátíð í Húnaþingi 1974.
Torfalœk II. á góu 1975.