Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 86
LÁRUS G. GUÐMUNDSSON, Höfðakanpstað:
Var íslenskt sveitalíf
{Dannig?
HUGLEIÐING
Það er í janúarmánuði, já, hvaða ár? Það skiptir raunar engu, því
að þetta er skáldsaga, en það er vetur og vetrarharðindi. Fjallháar
öldur æða að ströndum íslands, knúnar af fárviðri, brotna við björg
og grýtta strönd landsins, hjaðna, hverfa í djúp sjávarins, og verks-
ummerki sjást engin eftir endurteknar hamfarir vinda og sjávar, öld
eftir öld, utan brimsorfið bergið og fjörusteinarnir. í slíkum fárviðr-
um er landið hulið hríðarmekki, gil og lægðir fyllt af snævi, jökul-
húfan stækkar á hæstu tindum fjallanna og yfir landið leggst þykk
ábreiða af samfrosnum snjó. Vötn og lækir huldir undir íshellu,
drynjandi raddir fossins þagnaðar eða að minnsta kosti hljóðnaðar
og þýður hjalandi niður lækjarins. Himinninn hrannast kolsvört-
um skýjum, skammdegisnóttin myrk og löng. Mitt í slíkum æðis-
þrungnum vetrarham, myrkri skammdegisins og nístandi hörku-
frosti, dvelja úti á víðavangi, uppi á reginfjöllum og öræfum grá-
tittlingar og rjúpur og sakar eigi, þar sem manni jafnvel í skjól-
klæðnaði, er með öllu ofvaxið að haldast við til lengdar. Eitt af
mörgu í tilverunni, senr vert er að hugleiða, og ber vott um almætti
og vernd höfundar alls, sem flestir menn virðast ekki veita athygli,
fremur en sé eðlilega hversdagslegt.
Bændabýlin og búpeningshúsin, víðsvegar um landið og hús fiski-
mannanna við strendurnar líta út sem litlar þústur upp úr vetrar-
hjarni. Nú á íslenska þjóðin í erfiðleikum, bóndinn kvíðir heyleysi,
því ei gefur að beita búfénaði, en sjómaðurinn kvíðir matarskorti,