Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 126
124
HUNAVAKA
Firði í Seyðisfirði og Marteinn, byggingarverkfræðingur á Selfossi,
kvæntur Arndísi Þorbjarnardóttur frá Bíldudal.
Árið 1939 flutti Kristbjörg til Blönduóss, þar sem hún dvaldi til
æviloka. Bjó hún þar ein síns liðs um nokkurra ára skeið eða þar
til hún fór á Elliheimili Héraðshælisins á Blöndnósi, þar sem hún
lézt í hárri elli 92 ára að aldri.
Kristbjörg var merk búkona, rnikill persónuleiki og trú lífsköll-
un sinni.
Margrét Gnðrún GuðmundscLóttir andaðist 8. desember að
H.A.H. Blönduósi. Hún var fædd 12. ágúst árið 1897 að Kagaðar-
hóli á Ásum. Foreldrar hennar voru Guðmundur Hjálmarsson
bóndi þar og verkamaður á Blönduósi og kona hans Margrét Ei-
ríksdóttir. Hún ólst upp í foreldrahúsum, en fór ung að vinna fyrir
sér eins og títt var á þeirri tíð. Um skeið dvaldi hún í visturn að
Hólabaki og Orrastöðum eða þar til hún reisti eigið heimili ásamt
lífsförunaut sínum, Kristjáni Júlíussyni frá Harastöðum. Bjuggu
þau allan búskap sinn á Blönduósi, þar sem Kristján stundaði alla
algenga vinnu ásamt nokkrum búskap. Síðustu árin voru þau vist-
fólk á Elliheimilinu á Blönduósi.
Eignuðust þau níu börn og eru sjö þeirra á lífi, en þau eru: Guð-
munda, gift Birni Guðmundssyni, verkam. á Akureyri, Helga, gift
Þórarni Þorleifssyni verzlunarm. á Blönduósi, Torfhildur, gift Páli
Eyþórssyni verkam. Grindavík, Jónína, gift Bjarna Kristinssyni
verkam. á Selfossi, Guðný, en hennar maður er Hannes Pétursson
vélvirki á Blönduósi, ívar, lagermaður kvæntur Rósu Sighvatsdótt-
ur á Akureyri, Hallbjörn, húsasmiður, kvæntur Guðrúnu Kristjáns-
dóttur á Blönduósi.
Margrét var félagslynd og starfaði um langt árabil í Kvenfélag-
inu Vöku á Blönduósi. Fyrir nokkrum árum var hún gerð heiðurs-
félagi fyrir vel unnin störf.
Framan af árum bjó hún við fátækt, Jrví að barnahópurinn var
stór, og litla atvinnu að fá og því oft lítil efni. Kom þá vel í Ijós
æðruleysi hennar og bænarstyrkur. Hún var hógvær kona og hæglát
og mikil forsjá barna sinna og barnabarna.
Sr. Arni Sigurðsson.