Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 134
132
HÚN AVAKA
liann eitt af reisulegustu húsum í kaupstaðnum, er hann nehndi
Reykholt. Rak hann þar samnefnda verzlun um skeið, og stofnsetti
greiðasölu. Einnig höfðu þau hjón oft gamalmenni á heimili sínu,
er undu vistinni vel.
Hafsteinn Sigurbjörnsson hafði jafnan búskap, kýr og kindur og
rak um skeið minkabú. Þá var hann vegavinnuverkstjóri, bæði í
Vestur- og Austursýslunni og þóttu þau störf fara honum vel úr
hendi. Þá sat hann í hreppsnefnd um skeið og var formaður skóla-
nefndar í Höfðakaupstað um árabil. Hann var sá fyrsti, sem ók
vörubíl í Höfðakaupstað. Þá hóf hann á efri árum að rita bækur, en
rithneigð hafði mjög sótt á hann á unga aldri. Skrifaði hann þá
dagbækur. Hafa kornið út eftir hann skáldsögur, Draumurinn, Kjör-
dóttirin á Bjarnarlæk og Örlagastundin, I. og II. bindi. Og nú síðast,
að honum látnum, æfisaga hans, 27 arka bók í Skírnisbroti. Er þar
víða góð þjóðlífslýsing á lífskjörunt fólks, er fengur mun þykja að
er frá líður, eins og er um æfisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Bala-
skarði.
Hafsteinn Sigurbjörnsson var maður myndarlegur og hraust-
menni.
Þann 2. júní andaðist Sigurður Benediktsson bóndi Leifsstöðum
á H.A.H. á Blönduósi. Hann var fæddur 11. nóvember 1885 á Þor-
brandsstöðum í Langadal. Foreldrar hans voru Benedikt Pétursson
og Stefanía Sveinsdóttir.
Sigurður ólst upp með móður sinni til sex ára aldurs og þá um
skeið í Valadal, en þá fer hann í fóstur til Guðmundar Sigurðsson-
ar bónda og konu hans í Hvammi í Svartárdal. Þar ólst hann upp
þar til lrann varð fulltíða.
Árið 1909 flytur hann að Leifsstöðum sem leiguliði, en kaupir
síðan jörðina og bjó þar allan sinn búskap.
Hann kvæntist Ingibjörgu Sigurðardóttur frá Torfustöðum, er
andaðist 2. febr. 1957, þau eignuðust þessi börn:
Guðmund, kvæntan Sonju Wium.
Sigurð, er stofnað hefur heimili með Maríu Steingrímsdóttur.
Aðalstein, Björn og Sigurbjörgu, sem öll eru búsett á Leifsstöðum.
Guðrúnu, gifta Guðmundi Tryggvasyni bónda í Finnstungu.
Þóru, gifta Þorleifi Jóhannessyni bónda í Hvammi.
Önduð er Soffia, er gift var Ingva Guðnasyni, en þau voru bú-