Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 56
54
HÚNAVAKA
blaða, eitt tilkomumesta atriði þeirra hátíðarhalda. í þessari sýn-
ingu, var minnt á atburði og ártöl Islandssögunnar á táknrænan hátt.
Omar Ragnarsson skemmti um stund, og miðaði nú efnisvalið við
yngstu kynslóðina.
Söguljóð, ljóð sem minna á persónur í Húnaþingi frá landnámi,
svo og atburði tengda héraðinu og raunar íslandi öllu. Þorsteinn
Matthíasson og Jón Torfason tóku saman þessa dagskrá, en hún var
flutt af einstaklingum úr báðum sýslum.
Var nú liðið að lokum þessarar hátíðardagskrár. Samkór Húna-
þings söng „Faðir andanna“.
Jóhannes Torfason, formaður þjóðhátíðarnefndar A-Hún. flutti
ávarp og kórinn og allir viðstaddir sungu „Island ögrunr skorið“.
Aðalfáni hátíðarsvæðisins var dreginn niður á meðan Jón Sigurðs-
son lék trompetsóló — „ísland, farsælda frón“.
Þjóðhátíð Húnaþings 1974 var lokið.
Hátíðarhöldin í Kirkjuhvammi fóru vel fram, og þeim sem þau
sóttu til sóma. Áætlað er að 3—3500 manns hafi sótt þau. Til marks
um almenna þátttöku í dagskránni má nefna að urn 400 rnanns tóku
þátt í henni og komu fram, sem er mjög hátt hlutfall.
Engin óhöpp eða slys urðu á fólki. Aðgangseyrir var ekki heimt-
ur, en fram fór sala á minjagripum, sem þjóðhátíðarnefndirnar gáfu
út.
Þeir voru:
Barmmerki; úr málmi, mynd af ísbirni.
Veifur; úr lérefti, tvílitar, sama mynd.
Bílmerki; límmiði til að festa á bílrúður, sama mynd.
Veggplatti; úr brenndum hraunmassa, mynd af ísbirni á jaka.
Þátttaka í þjóðargöngu.
Síðla vetrar bárust tilmæli frá Þjóðhátíðarnefnd 1974, um þátt-
töku í svonefndri þjóðargöngu. Það var skrúðganga, sem þrettán
fulltrúar frá hverri sýslu, skyldu ganga undir héraðsfánum frá Al-
mannagjá og inn á hátíðarsvæðið á Leirunum.
Fyrirliði A-Hún„ Lárus Guðmundsson, Skagaströnd.
Fyrirliði V-Hún„ Rafn Benediktsson, Staðarbakka.
Fánaberi A-Hún„ Gunnar Sveinsson, Skagaströnd.
Fánaberi V-Hún„ Þorsteinn Sigurjónsson, Reykjum.