Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 135
HÚNAVAKA
133
sett í Höfðakaupstað. Fjögur börn þeirra hjóna önduðust í frum-
bernsku. Þá ólst upp með þeim hjónum, dóttursonur þeirra Hilmar
Eydal Valgarðsson.
Sigurður Benediktsson var ötull maður að bjarga sér. Góður
bóndi með sterka viðskiftahneigð. Hann ræktaði og byggði tvisvar
upp bæ sinn, í seinna skiptið tvíbýlishús úr steini. Þá fékk Sigurður
verzlunarleyfi og verzlaði með búsafurðir og flutti suður til sölu á
haustin, en kom hlaðinn til baka af kaupstaðarvarningi.
Sigurður Benediktsson var mesti eljumaður, enda var hann jafn-
an vel stæður og hagur hans góður. Hann var prýðilega greindur og
velviljaður.
Guðrún Ingibjörg Björnsdóttir andaðist á H.A.H. Blönduósi 11.
ágúst. Hún var fædd 15. september 1901 í Ytra-Tungukoti í Ból-
staðarhlíðarhreppi. Foreldrar hennar voru Björn Stefánsson bóndi
þar og kona hans Sigurbjörg Pétursdóttir, systir Péturs á Gunn-
steinsstöðum.
Guðrún ólst upp með foreldrum sínum og systkinum Hún fór
ung á Kvennaskólann á Blönduósi. Hún giftist frænda sínum, Haf-
steini Péturssyni stúdent og bónda á Gunnsteinsstöðum. Börn þeirra
voru:
Margrét, sjúkraliði á Blönduósi, gift Kjartani Ásmundssyni kjöt-
iðnaðarmanni.
Anna, hjúkrunarkona í Reykjavík.
Erla, gift Friðriki Björnssyni, bónda á Gili í Svartárdal.
Magnús, skrifstofumaður í Reykjavík.
Stefán, bóndi á Gunnsteinsstöðum og
Pétur, bóndi á Hólabæ, kvæntur Gerði Aðalbjörnsdóttur.
Guðrún Björnsdóttir var mikil dugnaðarkona, vel gefin, búkona
góð og mikil stoð bónda sínum við búskapinn, en Hafsteinn hafði
kosið búskapinn fram yfir langskólanám. Hann mátti mörgu sinna,
því á hann hlóðust störf fyrir sveit og sýslu.
Eftir lát manns hennar 1961, bjó Guðrún áfram á Gunnsteins-
stöðum með Stefáni syni sínum. Hún var félagslynd, og starfaði
mikið í Kvenfélagi Bólstaðarhlíðarhrepps.
Hún var jarðsett í hinum forna grafreit á Gunnsteinsstöðum, sem
nú er heimilisgrafreitur.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.