Húnavaka - 01.05.1975, Blaðsíða 149
HÚNAVAKA
147
Efri hæð nýbyggingarinnar var
leigð út Rafmagnsveitum ríkis-
ins og Sturlu Þórðarsyni, tann-
lækni. Ennfremur var hluti hins
eldra húsnæðis leigður til bráða-
birgða fyrir lyfjasölu.
Guðm. H. Thoroddsen.
STÓRBRUNI Á KÁLFSHAMRI.
Laust fyrir kl. 9 að morgni j^ess
16. desember sl. varð Sigurður
Pálsson, Sviðningi í Skagahreppi
þess var, að eldur logaði upp úr
fjárhúshlöðu hans á Kálfshamri,
en þar hefur hann bú sitt. Er
hann kom á staðinn logaði hlað-
an stafna á milli, og mikill reyk-
ur og hiti í fjárhúsunum. Mjög
fljótlega komu fleiri menn á
staðinn. Greiðlega gekk að ná
fénu úr þrem króm, en úr öðr-
um króm vildi það ekki hreyfa
sig. Varð því að draga það út.
Illa gekk þó að koma því frá
húsunum, og sótti féð ákaft inn
aftur. Allar kindurnar, um 190
talsins, náðust lifandi út, en
sumar nokkuð sviðnar.
Hlaðan var um 450 m3 og í
henni um helmingur af heyforða
Sigurðar. Byggingarnar, sem
voru úr timbri og járni gjöreyði-
lögðust, svo og heyið sem í hlöð-
unni var. I haust lengdi Sigurð-
ur hlöðuna, og lét þar í hey.
Telur hann að þar hafi kviknað
í, annars staðar hafi ekki getað
leynst hiti í heyinu.
Slökkviliðið á Skagaströnd
kom á staðinn, en fékk ekki við
neitt ráðið.
Meiri hluti fjárins var settur
í ónotuð hús á Björgum, næsta
bæ við Sviðning, en annað var
tekið í fóður á Örlygsstöðum og
í Króksseli.
Kona Sigurðar er Alda Frið-
geirsdóttir, og er tjón þeirra
hjóna mjög tilfinnanlegt.
Jóh. Guðm.
STÓRTJÓN AÐ HÓLABAKI.
Að kvöldi miðvikudagsins 23.
okt. varð eldur laus í fjósi og
hlöðu að Hólabaki í Þingi.
Brunnu byggingarnar til kaldra
kola, 12 kýr og tveir kálfar
brunnu inni og 800 hestburðir
af heyi eyðilögðust. Tjónið í
brunanum var metið á tæpar
fimm milljónir króna.
Eldsins varð vart klukkan að
ganga níu um kvöldið. Þá var
aðeins um hálf klukkustund frá
því að kvöldverkum lauk í fjós-
inu. Þegar að var komið var
fjósið og hlaðan alelda og þök
húsanna komin að falli. Þótti
með ólíkindum hve skamman
tíma það tók eldinn að læsa sig
um allt, en hurð var á milli fjóss
og hlöðu. Fjöldi fólks af næstu