Morgunblaðið - 04.05.2015, Side 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015
Valgerður Þ. Jónsdóttir
vjon@mbl.is
Svo óhýru auga líta Íranir sam-kynhneigð að dauðarefsingliggur við meintum glæpeins og stjórnvöld skilgreina
samræði karlmanna. Afstaðan til
transfólks eða þeirra sem hyggjast
eða þegar hafa farið í kynleiðrétting-
araðgerð er á allt öðrum nótum. Dr.
Jón Ingvar Kjaran hafði lesið sér til
um aðstæður beggja hópanna í Íran
sem og samfélag, menningu, sögu og
trúarbrögð landsins þegar hann fór
þangað á dögunum ásamt eiginmanni
sínum, Pétri Hrafni Árnasyni, með
hóp íslenskra ferðalanga.
„Mig langaði í leiðinni að skoða
frekar stöðu samkynhneigðra, sam-
skipti kynjanna og málefni transfólks.
Áður en ég fór utan hafði ég kynntist
samkynhneigðum, írönskum strák á
netinu. Hann kom mér í kynni við
fjóra samkynhneigða stráka sem ég
tók viðtöl við í þessari ferð. Ég vildi
svolítið þreifa fyrir mér hvort einhver
flötur væri á frekari rannsóknum á
hvernig strákar í þeirra sporum, sem
fæddust rétt eftir íslömsku bylting-
una í Íran 1979, upplifa og laga sig að
þeim veruleika sem þeir búa við og
hvernig þeir ná að skapa sér rými þar
sem kynlíf milli tveggja karla er
bannað og varðar dauðarefsingu sam-
kvæmt gildandi sjaríalögum. Raunar
sögðust viðmælendur mínir ekki vita
til að þeirri refsingu hefði verið beitt.
Sönnunarbyrðin er enda erfið þar
sem leiða þarf fram fjögur karlkyns
vitni að þessum meinta glæp,“ segir
Jón Ingvar.
Fjölskyldan beitir þrýstingi
Viðmælendur hans töldu þó lík-
legt að menn væru enn teknir af lífi
fyrir þessar sakir í afskekktum sveit-
um, en þá undir öðru yfirskini; ein-
hverra glæpa sem ríkið fyndi til að
saka þá um svo sem nauðgun eða
barnaníð. „Þótt viðtölin í fyrri ferð-
inni væru nokkurs konar prufuviðtöl
varð ég þess fljótt áskynja hversu
fjölskyldan skiptir gríðarlega miklu
máli í Íran. Viðmælendur mínir
máttu ekki til þess hugsa að verða
fordæmdir af fjölskyldum sínum.
Þeir sögðust vera undir miklum
þrýstingi hennar um að gifta sig og
þyrftu að bera ýmsu við, til dæmis að
þeir hefðu ekki áhuga á tiltekinni
konu sem fjölskyldan taldi vænlega
eiginkonu, hefðu ekki efni á eða væru
ekki af ýmsum ástæðum tilbúnir til
að flytja að heiman og frestuðu því í
lengstu lög. Allir þekktu þeir sam-
kynhneigða stráka sem lifðu tvöföldu
lífi vegna þess að þeir höfðu á end-
anum látið undan þrýstingi fjölskyld-
unnar og kvænst konu.“
Frásagnir strákanna vöktu
áhuga Jóns Ingvars og því ákvað
hann að fara aftur til Írans í byrjun
þessa árs gagngert til að gera vís-
indalega rannsókn byggða á viðtölum
við fjölbreyttan hóp samkynhneigðra
karla og transfólk. Hann dvaldi rúma
viku í Tehran undir því yfirskini að
skrifa ferðahandbók um Íran. Þá tók
hann dýpri viðtöl við sömu stráka auk
þriggja til viðbótar sem töluðu góða
ensku og átti jafnframt samtöl við
fimm aðra sem ekki voru eins á dýpt-
ina þar sem þeir töluðu litla ensku og
hann þurfti á aðstoð túlks að halda.
Meðal viðmælendanna var hommap-
ar sem bjó saman en sagði fjöl-
skyldum sínum að þeir væru bara
vinir.
Sötruðu te og borðuðu kökur
„Þessir strákar voru jafnt úr rík-
um sem fátækum fjölskyldum en áttu
það sammerkt, auk þess að þurfa að
fara huldu höfði með kynhneigð sína,
að vera vel upplýstir. Þeir fylgdust
allir vel með á netinu, hlustuðu á er-
lenda tónlist og horfðu á erlendar
kvikmyndir.“
Jón Ingvar segir samfélag sam-
kynhneigðra í Tehran á margan hátt
mjög öflugt. „Eins og oft gerist þegar
eitthvað er bannað – er tabú – þá
kraumar undir niðri. Vettvangurinn
er fyrst og fremst á netinu og alls
konar stefnumótaöppum. Fyrir tíma
samskiptaleiða af því taginu skrifuðu
þeir skilaboð á veggi almenningssal-
erna og gera reyndar enn. Samkyn-
hneigðir hittast aðallega í heima-
húsum og almenningsgörðum eða
þeir leigja sali fyrir samkomur sínar.
Sjálfur fór ég tvisvar í hommapartí í
heimahúsi, sem voru ósköp settleg og
krúttleg, menn að sötra te og borða
sætar kökur.“
Stundum gerir lögreglan rassí-
ur, til dæmis ef nágrannar kvarta og
þvíumlíkt. Og fyrir kemur að sam-
kynhneigðir strákar, einkum þeir
sem eru kvenlegir í útliti, lendi í klóm
lögreglunnar sem tekur af þeim
skýrslu. Oftast sleppa þeir þó með
skrekkinn, a.m.k. í Tehran, sem ekki
er íhaldssöm borg á íranskan mæli-
kvarða. Engu að síður upplifa þeir
mikla skömm eftir því sem Jón Ingv-
ar komst næst.
Óttast basiji-sveitirnar
„Þeim virtist standa fremur lítill
stuggur af almennu lögreglunni, þótt
þeir væru sér meðvitandi um að hún
gæti gripið inn í hvenær sem væri.
Aftur á móti voru þeir dauðhræddir
við hina óformlegu lögreglu, basiji,
sveitir sanntrúaðra sem hafa verið
mjög sýnilegar eftir grænu bylting-
una 2009. Eftir að Mahmoud Ahmad-
inejad var endurkjörinn forseti og
ljóst var að brögð voru í tafli stóð
fjöldi ungmenna að hinni svonefndu
grænu byltingu og þar á meðal voru
margir hommar. Þessar basiji-sveitir
höfðu sig mest í frammi við að berja
niður mótmælendur. Viðmælendur
mínir höfðu vitneskju um að liðsmenn
þeirra hefðu farið með samkyn-
hneigða karla út fyrir borgina, nauðg-
að þeim og drepið.“
Þrátt fyrir hrylling og forneskju-
legan hugsunarhátt á mörgum svið-
um er Jón Ingvar heillaður af landi og
þjóð. „Íranskt samfélag er fullt af
þversögnum og fólkið er yndislegt,“
segir hann.
„Að vissu marki hafa stjórnvöld
viðurkennt tilvist samkynhneigðra.
Þeir geta fengið vottorð hjá geðlækni
eða sálfræðingi til að komast hjá her-
þjónustu á grundvelli samkyn-
hneigðar, eða „sjúkdóms“ eins og sér-
fræðingarnir skrá á vottorðið. Samt
er skilgreiningin „samkynhneigð“
færð til bókar í opinberum gögnum,
en kemur því aðeins að sök að við-
komandi hyggi á frama í opinberu
embætti.“
„Lækning“ við samkynhneigð
Þótt samkynhneigð sé talin synd
og refsiverð að auki, þarf transfólk í
Íran ekki að vera í felum. Á árunum
2006-2010 sóttu 1.366 Íranir um leyfi
til að fara í kynleiðréttingu, ívið
hærra hlutfall karla en kvenna. Á eft-
ir Taílandi eru flestar kynleiðrétt-
ingar gerðar í Íran og samkvæmt op-
inberum tölum er transfólk í Íran á
Í leyndri leit að
hinsegin Írönum
Dr. Jóni Ingvari Kjaran, kennara í Verzlunarskóla Íslands, nýdoktor og
stundakennara hjá Háskóla Íslands, hafa lengi verið málefni hinsegin fólks
hugleikin, bæði hér á landi og á heimsvísu. Í fyrra varði hann doktorsritgerð
um líðan hinsegin nemenda í framhaldsskólum landsins og fyrr á þessu ári
kynnti hann sér aðstæður samkynhneigðra og transfólks í Íran.
Einn af hverjum fimm stjórn-
endum viðurkennir að hann
taki góðar hugmyndir starfs-
manna sinna og kynni sem
sínar eigin. Þeir skreyta sig
með stolnum fjöðrum eins og
stundum er sagt á íslensku.
Margir óbreyttir starfsmenn
segjast heldur ekki einu sinni
geta treyst kollegum sínum
fyrir góðum hugmyndum.
Næstum helmingur þeirra
sem þátt tóku í nýlegri könn-
un, sem gerð var að frum-
kvæði Andy Harrington frá
Kent í Bretlandi, sérfræðings í
ræðumennsku, fullyrti að
samstarfsmenn þeirra hefðu
eignað sér hugmyndir þeirra
til að líta vel út í augum yfir-
manna sinna.
Könnunin náði til eitt
þúsund stjórnenda og
starfsmanna og var mark-
mið hennar að leiða í ljós
hvað ylli slæmum vinnuanda
og hvað hefði áhrif á hann.
„Samkvæmt niðurstöðunum telur marktækur hluti vinnuafls í Bretlandi sig
ekki metinn að verðleikum,“ sagði Harrington.
Ennfremur leiddi könnunin í ljós að 74% breskra starfsmanna voru tilbúin
að ganga býsna langt til að halda starfi sínu. Aðeins 9% sögðust einungs
vinna eins lítið og þau kæmust upp með og báru oftast við skorti á hrósi
eða vísuðu í ráðningarsamning. „Óbeinu áhrifin eru þau að starfsmenn hika
við að segja frá góðum hugmyndum og eru ekki eins skylduræknir og æski-
legt væri. Þetta er vítahringur sem hefur vond áhrif á viðskiptin,“ sagði
Harrington.
Yfirmenn eigna sér oft hugmyndir starfsmanna sinna
Sumir skreyta sig með
stolnum fjöðrum
Hugmynd færð í tal Gríski heimspekingurinn
Platón (ca. 428 - 348 f. Kr.) er talinn hafa verið
fyrstur heimspekinga til að ræða hugmyndir.
Brot úr málverkinu The School of Athens eftir Raphael.
Yfirskrift doktors-
ritgerðar sem Jón
Ingvar varði við Kenn-
aradeild Mennta-
vísindasviðs Háskóla
Íslands í fyrra er: Í átt
til hinsegin framhalds-
skóla. Reynsla hinseg-
in nemenda af íslensk-
um framhaldsskólum í
skugga gagnkyn-
hneigðrar orðræðu og valds.
Ritgerðin er framlag til að fræða um hinsegin ungmenni. Niðurstöður
benda til þess að ungt fólk sem er að velta fyrir sér kynhneigð eða
birtingarmyndum kyngervis eigi erfitt með að fóta sig innan framhalds-
skólans, þótt dæmi séu um undantekningar eins og Jón Ingvar sýndi
fram á í ritrýndum greinum sem fylgdu ritgerðinni.
Hinsegin doktorsritgerð
DR. JÓN INGVAR KJARAN
Morgunblaðið/Golli
duxiana.com
Hryggjarstykkið í góðum nætursvefni
D
U
X®
,D
U
XI
A
N
A®
an
d
Pa
sc
al
®
ar
e
re
gi
st
er
ed
tr
ad
em
ar
ks
ow
ne
d
by
D
U
X
D
es
ig
n
A
B
20
12
.
Stuðningur við hrygginn er grundvallaratriði
fyrir góðum nætursvefni. DUX rúmið með sýnu
einstaka fjaðrakerfi styður hann svo sannarlega.
DUXIANA Reykjavik, Ármuli 10, 568 9950