Morgunblaðið - 04.05.2015, Síða 11

Morgunblaðið - 04.05.2015, Síða 11
bilinu 15-20 þúsund. Ríkið greiðir að hluta fyrir kynleiðréttingar og horm- ónameðferðir sem á eftir fylgja. Auk- inheldur aðstoðar ríkið transfólk fjár- hagslega við að stofna eigið fyrirtæki eftir að það hefur fengið kyn sitt leið- rétt. Þetta virðist þversagnakennt í ljósi þess hve samkynhneigðir eiga undir högg að sækja í samfélaginu. Jón Ingvar kann á sögunni skil: „Kynleiðrétting hefur verið lög- leg og raunar álitin „lækning“ við samkynhneigð frá því snemma á 9. áratugnum þegar Ayatollah Ruhollah Khomeini gaf út fatwa-trúartilskip- unina sem varð ígildi laga. Að mati Khomeinis var fáránlegt að einhver sem teldi sig konu eða karl en hefði fæðst í röngum líkama gæti ekki fengið kyn sitt leiðrétt og lifað sam- kvæmt sínu innra eðli. Talið er að Khomeini hafi myndað sér þessa skoðun eftir að transkonan Maryam Molkara, mikil baráttukona fyrir réttindum transfólks, kom á hans fund og sagði honum sögu sína. Molk- ara lést árið 2012 en nafn hennar er enn þekkt í heimi homma og trans- fólks í Íran.“ Rök Khomeinis fyrir lögleiðingu kynleiðréttingar segir Jón Ingvar einfaldlega vera þau að ýta undir eða halda í „normið“ og útrýma „frávik- um“ eins og samkynhneigð, þ.e. ef þú ert kona lifirðu eins og kona og hneig- ist til karla, og öfugt ef þú ert karl. „Íranir eru í auknum mæli að hasla sér völl í lækningatengdri ferðamennsku. Eftirspurn eftir kyn- leiðréttingum eykst, enda eru íransk- ir skurðlæknar, geðlæknar og sér- fræðingar mjög færir og komnir með mikla reynslu,“ segir Jón Ingvar og bætir við að því viðhorfi að hægt sé að fyrirbyggja samkynhneigð með kyn- leiðréttingu fylgi alls lags vandkvæði. „Viðmælendur mínir höfðu allir upp- lifað þrýsting um að fara í kynleið- réttingu, þótt allir væru alveg sáttir í sínum karlmannslíkama. Þeir vissu dæmi um homma, sem hafði látið undan slíkum þrýstingi og liðið afar illa á eftir.“ Írönsk transhjón Þótt Jón Ingvar þekki mætavel til málefna transfólks kom honum svolítið á óvart að hitta fyrir írönsk transhjón. „Þau urðu hluti af rann- sóknarverkefninu. Bæði höfðu farið í kynleiðréttingu, hann varð hún og hún varð hann, ef svo má segja. Nokkrum árum síðar fundu þau hvort annað og giftust. Þau voru mjög elskuleg, sögðust sátt og ánægð og vera að hugleiða að ættleiða barn. Þá voru þau að undirbúa stofnun samtaka til að hjálpa transfólki að ná fótfestu eftir aðgerð og hvetja það til að para sig saman,“ segir Jón Ingvar, sem grunar að viðtal hans við hjónin hafi hálfpartinn verið sett á svið. Að minnsta kosti hafi verið á því svolítill stofnanabragur, en hann hitti þau fyrir tilstilli þekkts geðlæknis og tal- aði við þau með aðstoð túlks. Að sögn Jóns Ingvars komu allir viðmælendur hans fram undir dul- nefni og fóru afar varlega þegar þeir mæltu sér mót við hann. „Ég hefði vissulega viljað víkka út rannsóknina og fá jafnframt sjónarhorn lesbía. Heimur þeirra er hins vegar mjög lok- aður auk þess sem ég hefði aldrei sem karlmaður – sérstaklega erlendur karlmaður – getað tekið við þær viðtöl með sama hætti og við strákana. Þótt konur njóti ekki sömu réttinda og karlar í Íran eru viðurlög við samkyn- hneigð kvenna ekki eins hörð og við samkynhneigð karla. Að vera kona sem auk þess er lesbía er mjög erfitt í íslömsku samfélagi á borð við Íran.“ Greinar í tímarit og bók Jón Ingvar hyggst skrifa nokkrar greinar á ensku um afmarkaða þætti viðfangsefnisins í samvinnu við kan- adískan prófessor, sem var andmæl- andi hans í doktorsvörninni, og fá þær birtar í ritrýndu alþjóðlegu tímariti. „Við erum langt komnir með fyrstu greinina, en annars langar mig að viða að mér meira efni áður en við höldum lengra. Ég hef til dæmis áhuga á að fara og taka viðtöl við ír- anska homma í flóttamannabúðum í Tyrklandi. Margir þeirra hafa gefist upp á að búa í heimalandi sínu og bíða eftir að komast sem flóttamenn til lands þar sem þeir njóta sjálfsagðra mannréttinda,“ segir Jón Ingvar og ljóstrar jafnframt upp að meiningin sé að gefa efnið út á bók á íslensku í nán- ustu framtíð. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Landsvirkjun var stofnuð 1. júlí 1965. Nýr iðnaður varð til í landinu með aukinni verkþekkingu og fjölbreyttara atvinnulífi. Við byggjum á traustum grunni og höfum einstök tækifæri til að skapa þjóðinni verðmæti til framtíðar. Dagskrá: - Hörður Arnarson forstjóri og Ragna Árna- dóttir aðstoðarforstjóri bjóða gesti velkomna - Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, flytur ávarp - Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, flytur ávarp - Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Árangur og áskoranir í 50 ár - Hörður Arnarson forstjóri Verðmæti til framtíðar - í orku og náttúru Íslands - Frumsýning á nýrri mynd um upphaf Landsvirkjunar og byggingu Búrfellsvirkjunar Skráning og bein útsending á landsvirkjun.is. Verðmæti til framtíðar Ársfundur á 50. afmælisári Verið velkomin á ársfund Landsvirkjunar í Eldborg í Hörpu, þriðjudaginn 5. maí kl. 14–16. #lv50ára Land þversagnanna „Íranskt samfélag er fullt af þver- sögnum og fólkið er yndislegt, þrátt fyrir forneskjulegan hugsunarhátt á ýmsum sviðum,“ segir Jón Ingvar. Hann heillaðist af fegurð landsins, menningu, sögu og fjölskrúðugu mannlífi eins og sést á þessum myndum sem hann tók í Tehran. Á efstu myndinni er Jón Ingvar ásamt múlla - svarti túrbaninn merkir að múllinn telst vera afkomandi spá- mannsins.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.