Morgunblaðið - 04.05.2015, Síða 18

Morgunblaðið - 04.05.2015, Síða 18
FRÉTTASKÝRING Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Starfshópur, sem umhverfis-og auðlindaráðherra skip-aði síðasta haust, og hafðiþað hlutverk að móta til- lögur um hvernig draga megi úr só- un matvæla, skilaði nýverið skýrslu til ráðherra. Þar kemur fram að matarsóun hafi ekki enn verið skilgreind hér á landi í lögum eða reglugerðum og engar áreiðanlegar tölur séu til um umfang matarsóunar hér á landi. Reyndar hafi Sorpa kannað innihald tunnu fyrir blandaðan heimilisúr- gang við heimili á höfuðborgarsvæð- inu í nóvember síðastliðnum. Sú könnun leiddi í ljós að um helmingur var „lífrænn niðurbrjótanlegur eld- húsúrgangur“ eða „annar lífrænt niðurbrjótanlegur úrgangur“. Á árinu 2014 söfnuðust um 30 þúsund tonn af þessum tveimur úr- gangsflokkum frá 84 þúsund heim- ilum á höfuðborgarsvæðinu, eða sem nemur um 65 kílóum á íbúa. Í Dan- mörku er talið að hver íbúi hendi 100 kílóum á hverju ári og kosti um 230 milljarða króna. Snertir mörg svið Sigrún Magnúsdóttir, um- hverfis- og auðlindaráðherra, segir næstu skref að setja saman hóp til að vinna úr skýrslunni. Hún hafi fengið hana fyrir viku og sé ánægð með vinnu hópsins. „Það þýðir lítið að skrifa skýrslu og gera svo ekkert með hana. Matarsóun er víðfeðm og snertir svo mörg svið umhverfisins. Jarðarbúar eru að eyða vatni og mold til að búa til matvæli sem svo þriðjungi af er hent, samkvæmt töl- um,“ segir Sigrún. Henni er einnig annt um að skoða flutningsleiðina til Íslands. „Skip og önnur farartæki sem flytja öll þessi matvæli til landsins menga mikið, það má ekki gleyma því.“ Fyrir um áratug varð mikil vit- undarvakning um allan heim vegna matarsóunar. Smátt og smátt hefur sú vakning borist hingað til lands og æ fleiri skólar minna börn á að henda ekki mat að óþörfu. Þannig var sérstakur umhverfisdagur í Kelduskóla í Reykjavík í síðustu viku helgaður matarsóun. Hefur skólinn náð talsverðum árangri í að minnka matarsóun. Í skýrslunni kemur fram að Matvælastofnun Sameinuðu þjóð- anna áætlar að þriðjungur matvæla- framleiðslu eða 1,3 milljarðar tonna fari til spillis með einum eða öðrum hætti. Þar kemur einnig fram að í ljósi reynslu annarra ríkja heims og rannsókna verði að gera ráð fyrir að matarsóun sé ekki minna vandamál hér á landi en annars staðar. Gallaðir viðskiptahættir Þá var sérstaklega rætt um þá viðskiptahætti sem tíðkast hér á landi en verslanir hafa skilarétt á vörum sem þær kaupa af birgjum. Þeim vörum sem ekki seljast á síð- asta söludegi er skilað til birgjans og endurgreiðir hann vöruna og þarf að farga vörunni í stað þess að vörur séu seldar á afslætti skömmu fyrir síðasta neysludag. Hópurinn fundaði sérstaklega með fulltrúum frá Samkeppniseft- irlitinu til að kanna möguleikann á lausn en samkvæmt lögum mega birgjar ekki hafa áhrif á endanlegt söluverð. Í skýrslu samkeppniseftirlitsins frá því mars er sérstaklega fjallað um matarsóun sem leiði til hærra matvöruverðs. Þar segir að brýnt sé að taka til skoðunar hvort endur- skoða þurfi núgildandi samnings- ákvæði og segir eftirlitið að ákvæðið sé til þess fallið að draga úr hvata verslana að koma vörum í sölu. Vandamál alls staðar í heiminum – líka hér Morgunblaðið/Árni Sæberg Enginn hvati Verslanir geta skilað vörum til birgjans sem þarf að farga þeim. Þetta stuðli að hærra vöruverði segir meðal annars í skýrslunni. 18 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Baltimorehefur núbæst í hóp þeirra borga í Bandaríkjunum, þar sem kyn- þáttaóeirðir hafa blossað upp vegna sam- skipta lögreglunnar við blökkumenn. Óeirðirnar nú, ásamt þeim sem gusu upp í Ferguson og víðar í fyrra, eru enn ein birtingarmynd þess innanmeins, sem hrjáð hefur Bandaríkin nánast frá stofnun, þar sem ójöfn staða kynþáttanna skekkir mjög ímynd Bandaríkjanna sem lands jafnra tækifæra fyrir alla menn. Óeirðirnar nú og í fyrra hafa einmitt fært sviðsljósið yfir á einn anga þess ójafn- réttis sem bandarískir blökkumenn finna á eigin skinni, nefnilega að á þá halli verulega þegar kemur að löggæslu. Oft er því sleg- ið fram sem staðreynd að fleiri blökkumenn séu í fangelsi í Bandaríkjunum en í háskóla þó að það sé ekki sannleikanum samkvæmt. Hitt mun þó vera rétt að hlutfall blökkumanna í fang- elsum er hærra en annarra kynþátta og er erfitt að horfa til annarra þátta en þeirra samfélagslegu til þess að útskýra þann mun. Það hjálpar ekki stöðu blökkumanna í Baltimore að borgin hefur um árabil glímt við mikla fátækt og mikið atvinnuleysi sem fer vitaskuld oft saman. Slík staða getur vel ýtt undir óánægju um annað og leitt til árekstra og reiði þegar tilefni gefst til og þá þarf ekki endilega mikið svo að upp úr sjóði. En hver er rót þessarar fátæktar? Í banda- ríska dagblaðinu The Wall Street Journal var þeirri skoðun velt upp um daginn að hugsanlega mætti rekja hina löku stöðu Baltimore til þess að þar hefðu demó- kratar verið við völd í nærri því hálfa öld. Í rökstuðningi blaðsins fyrir því var þess getið að það væri ekki endilega al- gild regla að borgir sem hefðu lotið stjórn demó- krata stæðu lakar en aðrar, heldur var bent á það að í Baltimore hefði ákveðnum kreddum verið fylgt. Þessar kreddur hefðu á endanum leitt til þess að borgin, sem fyrir hálfri öld var sjötta stærsta borg Bandaríkjanna, næði nú ekki inn á lista yfir þær 25 fjölmennustu. Vandinn væri til að mynda sá að í Baltimore væri lögum og reglu ekki haldið uppi en Rudi Giuli- ani, fyrrverandi borg- arstjóri í New York, hefði sýnt fram á mikilvægi þess að halda vel á löggæslu- málum. Í Baltimore væri líka treyst um of á hið opinbera með óhóflegri miðstýringu í skipulagi og bygginga- framkvæmdum sem hefði ekki laðað að sér nýja íbúa og atvinnustarfsemi. Þetta hefði orðið til þess að at- vinnuleysi væri tiltölulega mikið, eða 8,4% í Baltimore en 5,4% í Maryland-ríki í heild. Í hverfinu sem Freddie Gray, maðurinn sem lést í haldi lögregl- unnar og varð kveikjan að óeirðunum, hefði búið, hefði atvinnuleysi verið 21%. Þá hefði menntun barna fengið að sitja á hakanum í innborginni og þeir sem gætu flutt í úthverfin gerðu það, ekki síst í leit að betri skólum. Í The Wall Street Journal er bent á að í Baltimore séu mörg tækifæri til að byggja á, svo sem höfnin og eitt besta sjúkrahús landsins, Johns Hopkins, þó að ým- islegt annað vanti sem sé að finna í sumum af stærstu borgum landsins. En það að eitthvað vanti upp á ætti einmitt að mati blaðsins að verða borgaryfirvöldum hvati til að endurskoða stefnu hárra skatta, mikilla opinberra útgjalda og áherslu á velferðarkerfi í stað atvinnusköpunar. Eflaust þarf að líta til fleiri þátta en þeirra, sem The Wall Street Journal til- greinir, til þess að skilja til fullnustu orsakir hinna tíðu óeirða í Bandaríkjunum, og án efa eru einhverjir sem draga skýringar blaðsins í efa. Engu að síður er það áhugavert íhugunarefni að hversu miklu leyti lakari samfélagsaðstæður ýta und- ir óánægjuna og að hvaða leyti sú stefna sem fylgt er fram í nærumhverfinu getur haft áhrif þar á. Tíðar óeirðir vekja spurningar og sum svörin kunna að koma á óvart} Hvað gerðist í Baltimore? S annleikurinn er sá að ógnvekjandi stóran hluta af venjulegum degi er ég hálfviti,“ skrifar breski rithöf- undurinn Nick Hornby í skáldsögu sinni Fever Pitch, um þann tíma sem söguhetjan í bókinni, forfallinn Arsenal- aðdáandi, eyðir í að hugsa um fótbolta. Ég ætla að játa hér og nú, að ég er einn af þessum forföllnu sportidjótum, sem eyða full- miklum tíma af hverjum degi í að hugsa um ís- lenskan fótbolta. Íslandsmót karla í knatt- spyrnu hófst í gær og ég get ekki beðið eftir því að sjá hvernig vellirnir koma undan vetri, hverjir verði markahæstir, og síðast en alls ekki síst hvort KR geti blásið á spárnar og veitt einhverja samkeppni um titilinn í ár. Það er kannski erfitt að útskýra það fyrir fólki sem ekki er með fótboltafíknina hversu mikil áhrif fótboltinn getur haft, spenninginn þegar mað- ur finnur lyktina af grasinu á vorin, vonbrigðin þegar illa gengur og hina fölskvalausu gleði þegar liðið manns nær að skora á síðustu mínútu til þess að tryggja bikarinn. Eitt mark getur dimmu í dagsljós breytt, og rautt spjald veig heillar skálar. Verstu rigningarsumur breyt- ast í minningunni í bongóblíðu, bara ef Stórveldinu geng- ur nógu vel. Manstu eftir hjólhestaspyrnunni hjá Gumma? Fernunni hjá Andra? Ekkert af þessum augna- blikum átti sér stað í rigningu. Að sama skapi verða dag- arnir eftir tapleiki nánast að dökkri móðu, sem þarf að þrauka þar til næsti sigur vinnst. Og það koma alltaf erf- iðir tapleikir, líkt og nótt fylgir degi. Það er því kannski ekki nema von að fólk sem „skilur þetta ekki“ skilji ekki hvers vegna menn eru að láta ellefu karlmenn á stuttbuxum úti í bæ hafa svona mikil áhrif á eigin vellíðan. Það verður enn firrtara þegar haft er í huga að meira að segja KR, sigursælasta lið íslenskrar knattspyrnu, hefur bara unnið deildina í um það bil 25% þeirra skipta sem mótið hefur verið spilað. Tæknilega séð má segja að í þremur af hverjum fjórum skiptum verði sumarið vonbrigði. Og það er liðið sem hefur unnið oftast. Hvernig er það þá hjá öll- um hinum? Öll velgengni er tímabundin, á endanum verður meistaraliðið of gamalt, og fornfræg lið falla furðufljótt af stallinum. En það er kannski málið að það er alltaf hægt að lifa í voninni, sérstaklega núna á vorin, áður en búið er að spila leikina og kaldur raunveruleikinn hefur skotið sigurvissuna í kaf. Titillinn er alltaf okkar í ár, þangað til það er ekki stærðfræðilegur möguleiki á því lengur. Og þegar það tekst, er það alltaf jafngaman. Það er kannski viðeigandi að vísa aftur í Hornby. „Þannig að vinsamlega sýnið þeim sem lýsa augnabliki úr íþróttum sem sínu besta á ævinni umburðarlyndi. Okkur skortir ekki ímyndunarafl, né höfum við lifað sorglegu og leiðinlegu lífi; það er bara þannig að hið raunverulega líf er fölara og daufara, og hefur færri tækifæri fyrir stundir af óvæntri ofsagleði.“ Stefán Gunnar Sveinsson Pistill Lyktin af grasinu STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen Í skýrslunni er tillaga um átaksverkefni þar sem farið er yfir hug- myndir til að fræða almenn- ing um hvernig megi draga úr matarsóun. Sjö hug- myndir komu upp meðal nefnd- armanna. Sú fyrsta er að gera sérstakt lag um matarsóun, sjónvarpsþátt þar sem frægir elda úr matarafgöngum heima hjá fjölskyldum, margnota inn- kaupapokar með áprentaðri matarsóunarfræðslu sem myndi stuðla að minnkun á notkun plastpoka, plöstuð spjöld með fræðslu og sú síðasta snýr að því að pokar verði hannaðir und- ir afganga á veitingastöðum. Kostnaður er sagður ein millj- ón en að öðru leyti fer kostn- aðurinn eftir útfærslu á hverri hugmynd. Lag og sjón- varpsþáttur ÞÖRF Á HUGARFARSBREYTINGU Sigrún Magnúsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.