Morgunblaðið - 04.05.2015, Page 20

Morgunblaðið - 04.05.2015, Page 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 Alltaf þegar kemur að endurnýjun kjara- samninga á almenna vinnumarkaðinum er rykið þurrkað af gömlu plötunni og hún spiluð, hækkun launa muni fara með hagkerfið í rúst með óðaverðbólgu. Ég held að þetta sé ekki rétt og hef reynt að finna samhengið í þessum málflutningi. Nú koma fram hagnaðartölur fyr- irtækja, þar sem milljarðar renna í vasa eigenda. Bónusar í bankakerf- inu kr. 900 milljónir, sem ég hef reyndar aldrei skilið í bankakerfi sem er bæði með axlabönd, belti og allt skothelt, engin áhætta. Fyrir hvað er verið að greiða bónusa þar? Ef búið er til dæmi um fyrirtæki með fimm hundruð starfsmönnum sem hafa kr. 450.000 í mánaðarlaun hver. Fyrirtækið er í eigu 10 einstaklinga og þar starfa samtals 15 aðal- og millistjórnendur. Fyrir- tækið skilar góðri afkomu með hagn- að upp á fjóra milljarða og eigendur sem ekki starfa við fyrirtækið fá greiddan arð upp á tvo milljarða. Stjórnendur fá sína bónusa þó svo þeir séu á fínum launum. Laun starfsfólks eru samtals 2,7 milljarðar á ári. Ef þau hækka um 5%, eða 135 milljónir, sem er tveimur pró- sentum yfir 3% viðmiði Seðlabanka Íslands, fer hér allt til fjandans. Aðalstjórnendurnir fimm hafa 5 milljónir á mánuði í laun eða sam- tals 300 milljónir á ári og tíu millistjórnend- urnir eru með 2,5 millj- ónir á mánuði hver, eða samtals 300 milljónir á ári. Stjórnendurnir 15 fá samtals 80 milljónir í bónusa á ári. Laun stjórnenda á ári eru auk bónusa samtals 680 milljónir. Ef laun og bónusar stjórnenda hækka um sömu prósentutölu og laun starfsmanna þá virðist það engin áhrif hafa. Í töflunni má sjá hvernig þessi hækkun dreifist á starfsmenn, stjórnendur og hvað eigendur fá í arð á mánuði. 22.500 kr. launahækkun starfs- fólks setur allt á annan endann en um 350 þúsund kr. hækkun til stjórnenda og arðgreiðslur til eig- enda hafa engin áhrif. Ef við förum að ráðum Seðlabankans og hækkum laun einungis um 3% eða 13.500 á mánuði og höldum greiðslum til eig- enda og stjórnenda óbreyttum, þá er allt í lagi og enginn verðbólguþrýst- ingur. Þó ég sé að tala hér um eitt fyr- irtæki þá gæti þetta alveg eins átt við atvinnugrein eða bara allt ís- lenska hagkerfið. Þetta er ekkert flókið. Við erum alltaf með eitthvert heildarverðmæti sem við getum kall- að hundrað og er til skiptanna í hag- kerfinu. Það vefst hins vegar fyrir mér hvers vegna það virðist ekki skipta neinu máli hversu stór hluti af þessu hundraði fer á fáa. Það skapar ekki verðbólguþrýsting. Hins vegar ef taka á eitthvað af þessu hundraði og auka jöfnuð í samfélaginu með hækkun launa, fer allt í óðaverð- bólgu. Eftir því sem mér er sagt þá eiga áhrif launahækkana og aukins hagnaðar, sem greiddur er út sem arður, að mælast í gegnum ráðstöf- unartekjur heimilanna og í raun er enginn munur á því hvort ráðstöf- unartekjurnar hækka vegna launa eða arðs, hagfræðilega er aukning bara aukning. Þetta eru sömu krón- urnar sem ég er að fjalla um, eini munurinn er sá að áhrif þeirra á hag- kerfið virðast fara eftir því í hvaða vasa þær lenda. Við hljótum að þurfa að spyrja okkur að því hvers vegna þetta er svona. Nýjustu aðvaranir frá virtum alþjóðlegum stofnunum eru að sú mikla misskipting sem hefur fengið að viðgangast í alltof mörgum sam- félögum er að ganga frá þeim efna- hagslega. Skilaboðin frá þessum stofnunum eru: takið á þessu og auk- ið jöfnuð því við það mun hagvöxtur aukast. Hvers vegna hefur þessi mikla misskipting og auður heilu samfélaganna sem færst hefur á hendur fárra ekki haft verðbólgu- áhrif eða einhverjar aðrar hag- fræðilegar afleiðingar? Ef hins veg- ar á að taka þennan sama auð og auka jöfnuð þá fer allt í óðaverð- bólgu! Þessi hagfræði gengur ekki upp að mínu viti og það þarf að kalla fram skýringar á því sem ég er að velta fyrir mér í þessari grein. Það er kannski til einföld lausn á þessu með því að breyta hugtökum. Í stað- inn fyrir að greiða út laun um hver mánaðamót þá greiðum við starfs- mönnum út arð og þá verður engin verðbólga. Sú mikla misskipting sem aukist hefur í íslensku samfélagi hlýtur að kalla á það að hagfræðingar komi með einhver haldbær rök fyrir því að verðmætasköpun heils samfélag megi einungis fara á fáa útvalda en ef launamenn eigi að fá aukinn hluta verðmætasköpunarinnar þá fari allt á annan endann. Kannski gengur hagfræðin út á þá einföldu kenningu sem ég ætla að leyfa mér að setja fram á ensku eftir Upton Sinclair frá 1935: „ It is diffi- cult to get a man to understand something when his salary depends on his not understanding it.“ Í lauslegri þýðingu gæti þetta ver- ið svona: ,,Það er erfitt að fá mann til þess að skilja eitthvað þegar launin hans eru háð því að hann skilji það ekki.“ Er þetta kannski grunnurinn í þeirri hagfræði sem alltaf er verið að heilaþvo okkur með? Hver bjó til þessa hagfræði? Eftir Guðmund Ragnarsson »Aðalstjórnendurnir fimm hafa 5 milljónir á mánuði í laun eða sam- tals 300 milljónir á ári og tíu millistjórnendurnir eru með 2,5 milljónir á mánuði hver, eða sam- tals 300 milljónir á ári. Guðmundur Ragnarsson Höfundur er formaður Félags vélstjóra og málmtæknimanna. Starfsmenn Stjórnendur Arður til eigenda 500 15 10 Fjöldi 135.000.000 34.000.000 5% hækkun 270.000 2.266.667 2.000.000.000 Á ári 22.500 347.727 16.666.667 Á mánuði Byggð sem þar er fyrirhuguð og þeg- ar teiknuð gæti orðið lyftistöng lítt burðugum íþróttafélögum þessa lands. Semja mætti við eitt félag eða tvö um einokun á notkun ganganna sem hugsaðir eru milli ólíkra húsa með þeirri einu kröfu að þau sjái al- farið um flutning á sjúklingum og vörum eftir þörfum 24 tíma á sólar- hring í staðinn fyrir aðgang/notkun á göngunum milli húsa, en þeir eru ca. 20 til 25 kílómetra langir, eða sem svarar vegalengd til Keflavíkur ef tal- að er um vegalengdina fram og til baka, og höfum í huga að öll leiðin er upplýst, upphituð, tandurhrein og yf- irbyggð. Nú er ég aðeins að tala um þær byggingar sem eru á teikniborð- inu, óbyggðar, enda tel ég útilokað að núverandi starfsfólki muni ekki fall- ast hendur þegar því verður ljóst til hvers er ætlast af því í framtíðinni, og má reikna með að starfsfólkinu muni þykja viðeigandi að ætla þingmönn- um að reyna á eigin skinni umrætt verkefni áður en lengra verði haldið. Flatarmál ganga milli húsa, ekki innanhúss, er nálægt því að vera sama og 90 hótelbyggingar, samskon- ar og verið er að byggja á Hellu á þessari stundu að ég tel, eða 1.000 m2 sinnum 90. Væri kannski betra að byggja upp í loft t.d. í Fossvogi og bæta svo við kannski fjórum hæðum þar á ofan til framtíðarbrúks áður en þakið yrði sett á sinn stað, því þessi bygging- armáti er sáraeinfaldur og ódýr. Í stað gangagerðarinnar mætti svo að sjálfsögðu smíða hótelin og láta þau svo kannski standa undir rekstr- arkostnaði sjúkrahúsanna að hluta eða að öllu leyti, án þess að ég viti nokkuð um það. Mér svona datt þetta í hug, en að sjálfsögðu ákveða stjórnmálamenn- irnir okkar þessa hluti, enda hafa engir talað við starfsfólk spítalans enn sem komið er, sem er í ráðandi stöðu hér á landi, svo vitað sé. Jóhann Bogi Guðmundsson húsasmíðameistari. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Spítalabyggð við Hringbraut Landspítalinn Ef nýbygging verður að veruleika verða gangar í henni mjög langir. Morgunblaðið/Ómar BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Félag eldri borgara Hafnarfirði Þriðjudaginn 28. apríl var spil- aður tvímenningur með þátttöku 30 para. Efstu pör í N/S (prósentskor): Auðunn R. Guðmss. - Guðm. Sigursteinss. 61,1 Friðrik Jónsson - Björn Svavarsson 58,7 Örn Einarsson - Guðlaugur Ellertss. 58,2 Vigdís Sigurjónsd.- Sigurður Dagbjarts. 55,3 Viðar Valdimarss. - Óskar Ólafsson 54,0 A/V Ágúst Vilhelmss. - Kári Jónsson 61,2% Tómas Sigurjs. - Jóhannes Guðmannss. 59,8 Ragnh. Gunnarsd. - Jónína Óskarsd. 59,0 Birgir Sigurðsson - Jón Svan Sigurðss. 59,0 Sveinn Snorras. - Þorleifur Þórarinss. 56,1 BFEH spilar á þriðjudögum og föstudögum í félagsheimili eldri borgara í Hafnarfirði að Flata- hrauni 3. Spilamennska byrjar kl. 13. Keppnisstjóri er Sveinn R. Ei- ríksson og hjálpar hann til við myndun para ef spilarar mæta stak- ir. Gullsmárinn Spilað var á 13 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 30. apríl. Úrslit í N/S: Gunnar Sigurbjss.- Sigurður Gunnlss. 317 Sigurður Björnsson - Ari Þórðarson 310 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hannesson 287 Jón Bjarnar - Katarínus Jónsson 285 A/V Ragnar Haraldsson - Davíð Sigurðss. 329 Unnar A. Guðmss.- Guðm.Sigursteinss. 324 Birgir Ísleifsson - Jóhann Ólafsson 297 Ágúst Vilhelmsson - Kári Jónsson 285 Skutu körlunum ref fyrir rass svo um munaði Fimmtudaginn 30. apríl var spil- aður tvímenningur hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Bar það helst til tíðinda að Frið- gerður Benediktsdóttir og Elín Guðmannsdóttir tóku risaskor sem mældist 70.98%. Efstu pör í N/S: Magnús Oddsson – Oliver Kristóferss. 348 Björn Arnarson – Guðlaugur Ellertss. 342 Jón H. Jónss. – Ásgrímur Aðalsteinss. 341 Helgi Hallgrss. – Ægir Ferdinandss. 333 A/V: Friðgerður Benediktsdóttir – Elín Guðmannsdóttir 443 Björn Péturss. – Valdimar Ásmundss. 397 Ásta Jónsdóttir – Þórir Sigurbjörnss. 366 Tómas Sigurjss. – Björn Svavarsson 361 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og trygg- ir öryggi í samskiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Að senda grein Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráning- arferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólarhringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Hann talaði ekki oft, en sagði þeim mun meira. Hann var ekki endilega alltaf mjög margmáll og þurfti ekki alltaf að eiga síðasta orðið. En hann ræktaði með sér þá gefandi list að hlusta og sjá með hjartanu. Djúp og varanleg vinátta er sannarlega dýrmætari en veraldlegar við- urkenningar og allt heimsins gull og silfur. Henni þurfa ekki endi- lega alltaf að fylgja svo mörg orð. Heldur gagnkvæmt traust og raunveruleg umhyggja. Kærleikur sem ekki yfirgefur. Vináttu þarf að rækta Segja má að góðir vinir séu kannski svona eins og stjörnur á himni. Þú hefur þá ekki alltaf fyr- ir augum. En þú veist af þeim, að þeir eru þarna. Og þú veist innst inni að þú getur illa án þeirra ver- ið. Láttu því eftir þér að gefa þeim gaum og líta reglulega til þeirra. Því það gefur svo ótrúlega mikið. Jafnvel þótt þú skiljir þá ekki alltaf og kannski sjaldnast. Traustir vinir vaxa einfaldlega ekki á trjánum og eru ekki sjálfgefnir. Þeir eru Guðs gjöf. Gjöf sem þarf að hlúa að og rækta svo vináttan nái að vaxa og dafna á sem eðlilegastan og áreynslulausastan hátt svo hún verði varanleg. Góðir vinir geta birst og verið sem englar sem létta undir og geta skipt sköpum um líðan fólks. Einkum í hremmingum. Þegar heilsan svíkur eða á efri árum þegar fjaðrirnar taka að reytast af hver af annarri. Þá fyrst kemur nefnilega í ljós hverjir eru vinir í raun. Kærleiksrík og varanleg vinátta er nefnilega eins og ástin; bæði viðkvæm og vandmeðfarin. Hún getur verið brothætt og sár. En jafnframt svo vermandi og falleg, ljúf og sönn, djúp og varanleg. Sannri vináttu fylgir skjól. Hún er vígi og skjöldur. Hún umber, er þolinmóð, virðir og styður, upp- örvar og hvetur. Kærleiksrík vin- átta breiðir yfir lesti, er gegnheil og svíkur ekki. Hún gefst ekki upp og yfirgefur ekki. Því að kær- leikurinn fellur aldrei úr gildi. Farvegur í verki Tölum því ekki bara um kær- leikann heldur lifum honum og verum honum farvegur í verki. Stundum er bara gott að þegja saman. Tala minna en segja þeim mun meira. Ræktum endilega með okkur þá vandasömu en ómetanlega mikil- vægu, dýrmætu og gefandi iðju að reynast vinir í raun. Við þurfum öll á því að halda. Með þakklæti og kærleiks- kveðju! Vináttan; dýrmætari en veraldlegar viðurkenningar Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Ræktum með okkur þá vandasömu en ómetanlega mikilvægu, dýrmætu og gefandi iðju að reynast vinir í raun. Við þurfum öll á því að halda. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og er áhugamaður um lífið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.