Morgunblaðið - 04.05.2015, Side 26

Morgunblaðið - 04.05.2015, Side 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 ✝ Ásgeir Björns-son fæddist 22. janúar 1925 á Siglufirði. Hann lést 24. apríl 2015 á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri. Foreldrar hans voru Guðrún Jón- asdóttir, f. 20. des- ember 1885 að Glaumbæjarseli í S- Þing, d. 14. október 1954, og Björn Jónasson, f. 23. júní 1886 að Ytra-Hóli, Öng- ulsstaðahreppi í Eyjafirði, d. 19. febrúar 1966. Systkin Ásgeirs voru: Þórhallur, f. 19. nóvember 1912, d. 2. júlí 1992, Svavar Bergsteinn, f. 17. febrúar 1914, d. 13. apríl 1962, Jónas Berg- steinn, f. 25. október 1916, d. 9. september 1993, Anna Laufey, f. 3. nóvember 1923, d. 13. júní 1924. Ásgeir kvæntist 18. júní 1946 Sigrúnu Ásbjarnardóttir frá Stóradal í Eyjafirði, f. 18. októ- ber 1927. Foreldrar hennar voru: Ásbjörn Árnason, f. 1. maí 1880, d. 12. apríl 1962, og Gunn- laug Gestsdóttir, f. 26. nóvember 1894, d. 19. nóvember 1981. Ásgeir var ráðsmaður á kúabúinu að Hóli við Siglufjörð dísi Sigurjónsdóttur og eiga þau þrjú börn og eitt barnabarn. Ás- geir Rúnar, barnsmóðir Hulda Ósk Ómarsdóttir, þau eiga tvö börn og eitt barnabarn. Anna Júlía gift Sigurði Alfreðssyni og eiga þau þrjú börn. Kristinn, barnsmóðir María Fjóla Björns- dóttir og eiga þau þrjú börn. 2. Gunnar Björn Ásgeirsson, f. 12. ágúst 1960, kvæntur Ellen Hrönn Haraldsdóttur, f. 19. maí 1961. Þau eiga tvær dætur: Sig- rúnu Andreu, sambýlismaður Baldur Ingi Haraldsson og eiga þau eitt barn. Elínu Lilju og á hún eitt barn. 3. Ásbjörn Svavar Ásgeirsson, f. 13. apríl 1963, í sambúð með Sigríði Sunnevu Pálsdóttur, f. 15. maí 1970, og eiga þau þrjú börn: Hauk Hlíðar, Heru Sig- rúnu og Fannar Pál. 4. Rósa Ösp Ásgeirsdóttir, f. 25. maí 1967, gift Unnsteini Ingasyni, f. 16. febrúar 1966, og eiga þau tvö börn: Önnu Karen og Ásgeir Inga. Ásgeir var Lionsmaður af lífi og sál og starfaði með Lions- klúbbi Siglufjarðar allt þar til hann flutti til Akureyrar. Ásgeir verður jarðsunginn frá Akureyrarkirkju í dag, 4. maí 2015, kl. 13.30. er þau Sigrún felldu hugi saman. Síðar lá leið þeirra í Eyjafjörðinn en þar stunduðu þau bú- skap með systur og mági Sigrúnar að Knarrarbergi í Kaupangssveit. Jörðin bar ekki tvær fjölskyldur og fluttu Ásgeir og Sigrún aftur til Siglufjarðar þar sem þau byggðu sér hús á Hafnargötu 22 og bjuggu þar í tæp fjörutíu ár. Ásgeir starfaði við Versl- unarfélag Siglufjarðar, fyrst sem starfsmaður en síðar sem forstöðumaður þess. Þegar Verslunarfélagið var lagt niður um miðjan níunda áratuginn stofnaði hann, ásamt tveimur samstarfskonum sínum, Versl- unarfélagið Ásgeir og ráku þau það til ársins 1999 er hann lét af störfum og þau hjónin fluttu í Lindasíðuna á Akureyri. Ásgeir og Sigrún eiga fjögur börn. 1. Jónína Gunnlaug, f. 17. febrúar 1949, gift Magnúsi Guð- brandssyni, f. 16. desember 1948. Þau eiga fjögur börn: Guð- brand, kvæntur Katrínu Bryn- Það er margs að minnast þegar góður faðir er kvaddur. Sem barn minnist ég þín í Versló, að afgreiða skip á öllum tímum sólarhringsins því bless- aðir sjómennirnir urðu að fá sitt. Okkur var ekki alltaf rótt þegar þú prílaðir yfir skipin sem oft lágu tvö, þrjú hvert ut- an á öðru, en alltaf komst þú aftur með mannskap til að handlanga kostinn um borð. Það var lífseig sagan af þér á Sigló þegar þú varst mættur á bryggjuna og ekki búið að binda skipið við bryggju þegar þú spurðir: „Strákar, er kokk- urinn ekki um borð?“ En þrátt fyrir mikla vinnu voruð þið mamma dugleg að nýta þær stundir sem gáfust, henni fannst gaman að veiða og ófá kvöldin var rennt inn í Fljót og kastað fyrir silung í Mikla- vatninu eða af bryggjunni í Haganesvík, þú lagðir þig þá bara í grasið og leyfðir okkur að hafa okkar hentisemi. En þegar kom að því að tína ber lást þú ekki á liði þínu, upp við Hamarinn og inn við Stíflu, það voru þínir staðir og þú mokaðir upp berjunum. Kartöfluræktin var mikið áhugamál og þú út- bjóst þér garð á ströndinni þar sem þú ræktaðir allt fyrir heimilið. Það var þér talsvert áfall þegar Verslunarfélag Siglu- fjarðar var lagt niður, en þú lést ekki deigan síga og ásamt þeim Maddý og Guðmundu stofnaðir þú Verslunarfélagið Ásgeir þar sem þú starfaðir til 74 ára aldurs er fyrirtækið var selt og þið mamma fluttuð til Akureyrar. Það var ykkar sam- komulag að þegar þú hættir að vinna flyttuð þið til Akureyrar á hennar heimaslóðir. Þið sett- ust að í Lindasíðunni og unduð hag ykkar þar vel, þú lærðir út- skurð og sinntir því meðan sjónin leyfði, eins hefur þú allt- af haft gaman af spilamennsku og varst fljótur að koma þér í spilin jafnvel þótt sjónin væri farin að gefa sig. Þá tóku Ásta mágkona þín og vinkonur þínar í blokkinni þig með og það gaf þér heilmikið. Við hér á Narfastöðum nut- um starfskrafta þinna einnig seinustu 15 árin en um leið og líða fór að vori kom gamli gráni, en það kallaðir þú bílinn þinn, í hlað hjá okkur hlaðinn útsæði, jarðarberjaplöntum og rifsberjarunnum því nóg er plássið til ræktunar hér. Elju- semin og natnin við að hreinsa frá jarðarberjaplöntunum þó sjónin væri lítil var ótrúleg. En eins og þú sagðir þá þótti þér svo gaman að „dóta“ í þessu. Síðan þvoðir þú þvottinn fyrir hótelið sumar eftir sumar og við dáðumst öll að því að maður á þínum aldri væri svona natinn við þvott. Umhyggja þín gagn- vart okkur systkinunum og börnunum okkar verður seint þökkuð en sjálfur sagðir þú alltaf „ef allir eru frískir og glaðir þá er allt í góðu“. En nú er kallið komið og við þökkum fyrir allt sem þú hefur gefið okkur, pabbi minn, við eigum margar góðar myndir í hugum okkar sem við yljum okkur við. Hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og mínum. Elsku mamma, þinn missir er mikill en við hjálpumst að í gegnum þetta. Rósa Ösp Ásgeirsdóttir. Pabbi nú er komið að kveðju- stund. Ég sit hér með tár á hvörmum og rita nokkur kveðjuorð á blað. Það er margs að minnast, pabbi, þú sem varst mér svo kær og góður við okk- ur systkinin svo ekki sé minnst á það hvað þú reyndist konu minni og börnum vel, þú varst sannur afi. Alltaf þegar við systkinin leituðum til þín með eitthvað var reynt að uppfylla þær óskir þó svo að það væri varla hægt. Þú varst ekki vanur að segja okkur frá afrekum þínum, helst að maður rækist á það einhvers staðar á prenti og það gerði ég núna síðast fyrir fjórum dögum hjá mömmu þegar við vorum að spjalla og rifja upp minningar. Í bókaflokknum Þrautgóðir á raunastund er minnst á björg- unarafrek þegar þú bjargaðir dreng frá drukknun hinn 14. mars 1962 eftir að mamma sá kajak hvolfa í höfninni sem var beint fyrir neðan húsið okkar. Mamma sagði mér að hún hefði kallað á þig og minnti hana jafnframt að þú hefðir ekki gef- ið þér tíma til að fara í skó þar sem þú hefðir bara hlaupið nið- ureftir og stungið þér til sunds og bjargað drengnum. Á æsku- árum mínum var alltaf farið í kirkju á aðfangadag og oftar en ekki sofnaðir þú þar vegna þreytu og mamma hnippti í þig þegar þú varst farinn að hrjóta og kirkjugestirnir hættir að heyra í prestinum út af hrot- unum í þér, en presturinn sagði alltaf að þetta væri merki um að manni liði vel í kirkjunni sinni ef maður sofnaði. Eftir að þú fluttir til Ak- ureyrar fórstu aða taka þátt í félagslífi eldri borgara og þá helst í spilum og í tréútskurði, sem þú hafðir alltaf svo gaman af. En eftir að sjónin hvarf að mestu varðstu að hætta í tréút- skurðinum og þá misstir þú mikið en þú hélst áfram að spila og þá var Ásta Axelsdótt- ir, mágkona þín, stoð þín og stytta. Hún tók þig með í spilin og það ber að þakka, geri ég það hér með, einnig þakka ég öllum spilafélögunum. Þú not- aðir spil með stórum táknum á sem þú fékkst frá blindrafélag- inu en þú sást svona nokkurn veginn á þau. Enn og aftur vil ég þakka fyrir umhyggjuna í garð föður míns. Eftir að ég eignaðist mín afabörn í sumar og við komum til ykkar með þau þá alveg yngdist þú upp, þú hafðir svo gaman af börnum. Hafðir svo gaman af að fylgjast með hvað þau döfnuðu vel, þú spurðir iðu- lega hvernig þau hefðu það ef við komum í heimsókn eða hringdir. Þegar þú varst á Siglufirði vannstu stundum all- an sólarhringinn, það þurfti að afgreiða skip á nóttunni og aðra bæjarbúa á daginn, þetta þótti þér ekkert tiltökumál. Ég var ekki gamall þegar ég fór að vinna með þér í búðinni og vann hjá þér á sumrin og um jól og páska eða bara eftir skóla á daginn alveg þangað til ég fór að læra trésmíðar, þú kenndir mér að vinna og reikna. Að lokum langar mig að þakka konunni minni, Ellen Hrönn, fyrir alla umhyggju og alúð í garð foreldra minna á þessum erfiðu tímum. Hún var stoð þeirra og stytta í þessum veikindum pabba og er ég þér ævinlega þakklátur og þetta segir mér hvað ég er vel giftur. Elsku mamma, við styðjum þig í sorginni, okkar missir er mikill og stórt skarð skilur pabbi eftir sig hér. Gunnar Björn Ásgeirsson. Elskulegi afi minn, við kveðj- um þig í dag með sárum sökn- uði. Þrátt fyrir að þú hafir náð góðum aldri þá er alltaf erfitt að kveðja, aldrei er maður tilbúinn til þess að kveðja þá sem manni þykir vænt um. Þegar ég hugsa um farinn veg og allar þær minningar sem við höfum búið til saman þá eru þær minningar ófáar, þessar minningar munu lifa í hjörtum okkar alla ævi. Búðinni þinni á Siglufirði sinntir þú með bros á vör og efast ég um að einhver hefði getað sinnt henni betur en þú. Alltaf var jafn gaman að skreppa á Siglufjörð til afa og ömmu og fá að brasa ýmislegt með þér, alltaf var nóg að gera og var alltaf hægt að hafa nóg fyrir stafni með þér. Nammi- kassarnir niðri í kjallara voru að sjálfsögðu í miklu uppáhaldi en aldrei varstu reiður þrátt fyrir að við værum að stelast í góðgætið sem þar var að finna. Narfastöðum unnir þú mikið á seinni árunum, þar fékkst þú að dunda og var nóg fyrir stafni fyrir þig á sumrin, sumarið sem við eyddum saman á Narfastöð- um er ógleymanlegt, það er ekki á hverjum bæ sem maður getur unnið með afa sínum. Kartöflur voru efst í þínum huga, þrátt fyrir háan aldur og sjónin ekki upp á sitt besta þá ræktaðirðu samt sem áður kartöflur með góðri hjálp þeirra á Narfastöðum. Ég þakka þér, elsku afi, fyrir öll þau ár sem ég fékk að eyða með þér, þau eru mér mikils virði og er ég þakklát fyrir að hafa átt þig að sem afa, einnig vil ég þakka þér innilega fyrir hve yndislegur þú varst við son minn, það var alltaf jafn ynd- islegt að sjá ykkur saman. Minning þín lifir í hjörtum okkar, far þú í friði, elsku afi. Ásgeir J. Björnsson ✝ Stefán EgillJónsson fædd- ist á Hrollaugs- stöðum í Eiða- þinghá 10. október 1927. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Ak- ureyri 23. apríl 2015. Foreldrar hans voru Guðný Þór- ólfsdóttir, f. 26.7. 1889, d. 3.4. 1979, og Jón Ísleifsson, f. 7.7. 1893, d. 23.11. 1964, ábúendur í Grænu- hlíð í Hjaltastaðaþinghá. Hálf- bróðir: Þórólfur Stefánsson, f. 1914, d. 2004. Alsystkini: Guð- geir, f. 1923, d. 2009, Lukka, f. 1925, d. 2004, Snorri, f. 1926, d. 2012, Kristmann, f. 1929, og Sæ- björg, f. 1932. Þann 26.1. 1957 giftist Egill Þórdísi Vilborgu Þórólfsdóttur frá Stóru-Tungu í Bárðardal, f. 4.3. 1932, d. 24.8. 1984. Börn þeirra eru: 1) Jón Þór, f. 10.7. 1957, d. 1.12. 1979, dóttir hans er Ingibjörg Helga, f. 28.10. 1976, maki Halldór H. Ingvason, f. 1975, börn: Axel Þór, Daníel Ingi, Brynjar Már, Helga María og Ingunn Eva. 2) Sveinn, f. 17.8. 1958, maki Guð- rún Andrésdóttir, f. 1960. Synir þeirra: Egill Andrés, Jónas Þór og Sigmar Örn. Barnabörnin það hans sumarvinna til margra ára, á veturna vann hann við það sem til féll, t.d. sem vinnumaður á bæjum í sveitinni og sem póst- ur. Síðar fór hann til Reykjavík- ur og vann þar við ýmis störf, t.d. múrverk og pípulagnir. Í Reykjavík kynntist hann verð- andi eiginkonu sinni, Þórdísi, og var fyrsta búskaparár þeirra þar, síðan voru þau eitt ár á æskuslóðum hennar í Bárð- ardal. Vorið 1958 keyptu þau jörðina Syðri-Varðgjá og bjuggu þar öll sín búskaparár. Heimilið var fjölmennt, börnin átta fæddust á 10 árum og einn- ig ólu þau upp Ingibjörgu Helgu, dóttur Jóns Þórs. Það var því nóg að gera á stóru heimili. Tónlistin skipaði alla tíð stóran sess í lífi Egils og spilaði hann á harmonikku og var fé- lagi í Harmonikkufélagi Eyja- fjarðar. Einnig spilaði hann með Afabandinu í mörg ár og var einn af stofnendum þess. Eftir að hann eignaðist húsbíl gerðist hann félagi í Félagi húsbílaeig- enda og ferðaðist mikið um landið og hafði gaman af. Árið 2006 eignaðist hann góða vin- konu og sambýliskonu til nokk- urra ára, Sigurveigu Ein- arsdóttur, þau ferðuðust mikið saman og nutu lífsins á meðan heilsa hans leyfði. Útför Egils verður gerð frá Kaupangskirkju í dag, 4. maí 2015, og hefst athöfnin kl. 13.30. eru fjögur. 3) Leif- ur, f. 17.8. 1959, börn: Guðrún Vala, Stefán Vilberg, Sandra Dís og Díana Ósk. Barna- börnin eru þrjú. 4) Þórólfur, f. 4.11. 1960, maki Sigrún Kristbjörnsdóttir, f. 1964. Dætur þeirra: Þórdís Eva og Alma Sigríður. Þau eiga eitt barnabarn. 5) Þorgeir, f. 1.2. 1962, maki Helena Sigurbergs- dóttir, f. 1969, börn: Guðrún María, Daði Freyr, Hlynur Freyr, Jóna María og Jón Ingi. Barnabörnin eru fimm. 6) Anna Guðný, f. 24.4. 1963, maki Oliver Karlsson, f. 1962. Börn: Jón Al- bert, Agla Rún, Davíð Geir og Anna Elísabet. Þau eiga eitt barnabarn. 7) Ómar, f. 6.4. 1965, maki Oddfríður Breiðfjörð, f. 1965, börn: Bjarki og Elsa Dóra. 8) Gunnar, f. 14.12. 1966, maki Jóna S. Friðriksdóttir, f. 1969, börn: Helga Margrét, Leó, Ómar Berg og Kristrún. Þau eiga eitt barnabarn. Egill ólst upp í Grænuhlíð í Hjaltastaðaþinghá og tók virkan þátt í bústörfum með foreldrum sínum frá unga aldri. Hann byrj- aði níu ára í vegavinnu og var Elsku afi minn. Eins og ég á erfitt með að trúa því þá ert þú fallinn frá. Ég vissi að stundin kæmi en gat með engu móti undirbúið mig og því hafa síð- ustu dagar einkennst af miklum söknuði og sorg. Það er sárt að missa svo náinn ástvin en það sem hughreystir mig er að fyrir þig var hvíldin kærkomin. Síðustu daga hafa minning- arnar hrannast upp í huga mér frá því ég var lítil stúlka. Ég mun aldrei geta komið því nægilega vel til skila hversu mikilvægur þú hefur verið mér allt mitt líf. Þú varst ekki bara afi minn, ég er lítið barn þegar þú gengur mér í föðurstað eftir fráfall pabba míns og verð ég þér ævinlega þakklát fyrir það. Fyrsta minningin sem kemur upp í huga mér ert þú með mig á háhesti og marrið í grasinu undan gúmmískónum þínum í sól og sumaryl. Já, minning- arnar eru margar tengdar bú- skapnum þar sem ég skottaðist með þér og í kringum þig á meðan þú sinntir þínum störf- um. En það eru svo margar aðrar stundir sem eru mér svo dýr- mætar. Til dæmis harmonikku- leikurinn sem var þér svo kær, öll kvöldin sem ég hlustaði á þig spila á harmonikkuna og dundaði mér við eitthvað hjá þér á meðan. Þrátt fyrir mikið annríki við búskapinn gafst þú þér nánast alltaf tíma til að lesa fyrir mig á kvöldin. Fram að tólf ára aldri sofnaði ég við hliðina á þér og þá oft á öxlinni á meðan þú last fyrir mig. Þrátt fyrir að bækurnar hafi verið margar eru mér tvær minnisstæðastar, Heiða og Sögur og sígild æv- intýri. Sagan af Heiðu þótti mér alltaf skemmtileg og fannst ég eiga ansi margt sameiginlegt með þessari litlu stúlku sem bjó ein uppi í fjalli með afa sínum. Við vorum bara með kindur en ekki geitur eins og þau. Það er ekki langt síðan þú rifjaðir upp þennan tíma með mér og allar sögustund- irnar ásamt því sem þú sagðir mér að fólk furðaði sig nú á því hversu langt fram eftir aldri ég hefði fengið að sofna hjá þér á kvöldin. Þú talaðir um að þér fyndist ég hafa þurft á því að halda og því hafi það verið sjálfsagt. Ég held nefnilega afi minn að vegna þess hve erfiðar raunir og missi fjölskyldan þurfti að ganga í gegnum á þessum tíma þá höfum við verið að hlúa hvort að öðru. Svo var það námið mitt við Háskólann á Akureyri. Þú varst svo ákafur í að styðja mig í þessari ákvörðun og eftir að fyrstu annarprófin mín voru búin man ég að við sátum tvö saman í eldhúsinu þar sem ég bjó á þeim tíma og skáluðum í rauðvíni ásamt því sem ég skrifaði jólakortin fyrir okkur bæði þetta árið. Já, afi minn, þær eru margar minningarnar sem ég á um þig og síðan þú fórst hef ég heyrt í þér raulandi í kollinum á mér á meðan þú nærð þér í sykurinn út í kaffið, mjólkina, já eða horfir út um eldhús- eða stofu- gluggann heima á Syðri- Varðgjá. Svo lifandi ertu í huga mér enn og verður ávallt. Þú varst mín stoð og stytta, sá sem ég gat ávallt treyst á. Ég kveð þig hér með söknuði og trega en jafnframt góðum minningum sem fylla hjarta mitt af kær- leika, öryggi, stolti og hlýju. Hvíldu í friði elsku afi minn. Kærleikskveðja, þín sonar- dóttir, Meira: mbl.is/minningar Ingibjörg Helga Jónsdóttir. Að kvöldi síðasta vetrardags kvöddum við elsku afa Egil. Elsku afi. Þótt ég viti að hvíldin hafi verið kærkomin og að nú líði þér vel er alltaf erfitt að sleppa takinu og kveðja. Ég tel mig afskaplega heppna afas- telpu því eftir sitja ótal margar minningar af yndislegum manni sem vildi allt fyrir mig gera. Vissulega vorum við ekki alltaf sammála, ég og þú, og gátum rökrætt hin ýmsu mál en um væntumþykju þína og ást ef- aðist ég aldrei. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp þann tíma sem ég eyddi hjá þér í sveitinni sem barn streyma einungis fram gleðilegar minningar. Þar spila krossgátur og harmonikka stórt hlutverk og ég sé þig ljóslifandi fyrir mér með nikkuna í fang- inu frammi í eldhúsi eða uppi í rúmi að ráða krossgátu. Það var fátt betra en að hlusta á þig spila nokkur lög þegar allt var að komast í ró og skríða svo upp í rúm hjá þér og sofna út frá krafsinu í pennanum þegar þú réðst krossgátu fyrir svefn- inn. Búskapur var þitt ævistarf og veit ég fyrir víst að þar varstu algerlega á heimavelli, ef einhver var fæddur til að vera bóndi þá varst það þú. Umhyggjan sem þú sýndir skepnunum var augljós og enn þann dag í dag er mér ómögu- legt að skilja hvernig þú gast þekkt um það bil 140-150 kind- ur í sundur með nafni því í mín- um huga voru þær allar eins, hvítar með horn. Ég kunni ekki að meta þær á sama hátt og þú gerðir en hafði gaman af því að fara með og stússa í fjárhúsinu eða hlöðunni meðan þú sinntir verkunum. Elsku afi, það sem ég á eftir að sakna þín, en það er huggun Egill Jónsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.