Morgunblaðið - 04.05.2015, Síða 27

Morgunblaðið - 04.05.2015, Síða 27
Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakk- lát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran.) Elín Lilja Gunnarsdóttir og Gunnbjörn Ingi Agnarsson. Elsku besti Ásgeir afi. Nú hefur þú kvatt þennan heim og minnumst við þín með miklum söknuði og jafnframt þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast þér og eiga þig sem afa. Þú varst svo einstakur í alla staði, hjartahlýr, kátur og stóri hlýi faðmurinn þinn sagði svo margt um þig. En við trúum því að þú sért á góðum stað og ábyggilega farinn að huga að útsæðinu þínu og öllu mögulegu öðru stússi eins og þér var einum lagið, alltaf eitthvað að brasa, dugnaður þinn var svo mikill og lífsgleði. Elsku afi, við ætlum að hafa að leiðarljósi það sem okkur fannst þú svo góður í; vera bjartsýnn, duglegur, þakklátur fyrir það sem þú hafðir og lifa í sátt og samlyndi við alla. Minningarnar um þig geym- um við í hjarta okkar að eilífu. Hvíl í friði elsku afi. Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín, svo blundi rótt. (Matthías Jochumsson) Þín afabörn, Haukur Hlíðar, Hera Sigrún og Fannar Páll Ásbjarnarbörn. Kær frændi hefur kvatt. Vinnusemi var honum í blóð borin og sjaldan sá maður hann verklausan. Elska hans og væntumþykja í minn garð eru mér ofarlega í huga á kveðju- stund. Ung fór ég í heimsókn til þeirra Sigrúnar á meðan þau bjuggu á Knarrarbergi í Eyja- firði og síðan bjuggum við lengstum í miklu návígi hvert við annað á Siglufirði. Þeir unnu lengi hlið við hlið, hann og faðir minn, og aldrei man ég eftir öðru en vináttu og virð- ingu á milli þeirra. Hjá okkur afkomendum Þórhalls bróður hans var hann ætíð kallaður „Ásgeir bróðir minn“ því það nefndi faðir minn hann og það hélt áfram hjá næstu kynslóð- um. Hann var aufúsugestur í sumarhúsi fjölskyldunnar í Fljótum og ófáar voru ferðir hans þangað. Hann átti það til að láta færa okkur volg vín- arbrauð frá Sauðárkróki ef ein- hver var á ferðinni. Ásgeir var duglegur að hitta fólk eftir að hann lét af störfum og fluttist til Akureyrar, hann lærði út- skurð og eftir hann eru til mörg falleg verk. Og hann lét sig ekki vanta í félagsvist þótt sjónin væri farin að daprast. Í mörg sumur var hann hjá Rósu dóttur sinni sem rekur ferða- þjónustu í Reykjadal. Þar undi hann sér vel og var alltaf tilbú- inn að koma að hjálpa til hvar sem þess var þörf. Berjaferðir hans voru ófáar og kartöflu- ræktin margrómuð innan fjöl- skyldunnar. Það er gott að geta yljað sér við minningar um ást- kæran frænda. Elsku Sigrún, Gulla, Gunnar Björn, Ásbjörn, Rósa, makar og aðrir afkomendur. Við Lúlli og dætur okkar sendum ykkur okkar einlægustu samúðar- kveðjur. Hann var ástvinum traustur og tryggur, Trauðla mundi hann bregðast í raun. Í hópi kunningja dáðríkur, dyggur Drengur besti, er hugði ei á laun. Hjartans þökk fyrir verkin þín, vinur, Varla gleymast þín afrek um skeið. Sé ég margur þín saknar og stynur. Sé þó aftur mun birta á leið. (Guðmundur Guðmundsson frá Nýjabæ) Anna Laufey. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 4. MAÍ 2015 í harmi að vita að nú ert þú laus við allar þjáningar og ef- laust búinn að eiga endurfundi með ömmu Dísu. Ég er sann- færð um að saman munið þið vaka yfir okkur hinum sem eft- ir sitjum. Ástar- og saknaðarkveðja. Þín Þórdís Eva. Ég man alltaf hversu gott það var að koma í sveitina til þín elsku afi, heyra hljóminn frá nikkunni út á hlað og hún Tara þín kom brosandi á móti manni og dillaði skottinu. Einn- ig man ég súkkulaðið sem þú geymdir inni í herbergi … ég stalst sko óspart í það. Morg- unmaturinn var alltaf súrmjólk og kornfleks, sem var hvergi eins gott að borða og hjá þér. Þrátt fyrir sorg og söknuð veit ég að þú ert hvíldinni feginn og nú líður þér vel. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa getað set- ið og haldið í höndina á þér á þínum síðustu og erfiðu tímum. Læt hér fylgja texta sem mér finnst passa einstaklega vel við minningarnar sem ég geymi um þig og morgunsólina í sveitinni. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. Þú vekur hann með sól að morgni. Faðir minn láttu lífsins sól lýsa upp sorgmætt hjarta. Hjá þér ég finn frið og skjól. Láttu svo ljósið þitt bjarta vekja hann með sól að morgni. Drottinn minn réttu sorgmæddri sál svala líknarhönd og slökk þú hjartans harmabál slít sundur dauðans bönd. Svo vaknar hann með sól að morgni. Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. Svo vöknum við með sól að morgni. (Bubbi Morthens) Hvíl í friði elsku afi minn. Alma S. Þórólfsdóttir. Elsku langafi. Þú varst góður maður og gafst mér helling af hugmynd- um eins og þegar þú gafst mér súkkulaðið sem ég man ekki hvað heitir. Ég man líka þegar við heimsóttum þig og við spil- uðum saman og þú kenndir mér að leggja kapal. Mér fannst rosalega gaman að vera hjá þér í sveitinni og það var skemmti- legt dót þar. Það var gaman og flott að prufa kíkinn þinn, þá gat ég horft á Brekkulæk og Akureyri. Það var líka gaman að koma í sveitina og renna sér á sleða niður brekkuna meðan mamma og Grétar voru að spjalla við þig. Mér þykir leiðinlegt að þú sért dáinn og ég mun sakna þín. Þinn Alexander Már. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, LISELOTTE E. HJÖRDÍS JAKOBSDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Hólmvaði 8a, Reykjavík, lést á hjartadeild Landspítalans laugardaginn 25. apríl. Útförin fer fram föstudaginn 8. maí kl. 13 frá Árbæjarkirkju. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Holger Markus Hansen, Iris Hansen, Snorri Páll Davíðsson, Sonja Hansen, Bragi Þór Bjarnason, Laufey María og Eyrún Sara. ✝ Bergur Vil-helm Jónsson fæddist á Þórs- götu 21a í Reykja- vík á skírdag, 2. apríl 1931. Hann lést á hjúkr- unarheimilinu Mörk 20. apríl 2015. Foreldrar hans voru Jón Bergsson kaupmaður í Reykjavík, f. 30.1. 1905, d. 26.1. 1974, og Guðbjörg Finn- bogadóttir Arndal húsmóðir, f. 6.3. 1905, d. 4.6. 1971. Systkini Bergs eru: Jónína Jónsdóttir Ward, f. 30.9. 1929, Magnús Rósenkrans Jónsson, f. 9.9. 1936, og Örn Finnbogi Jóns- son, f. 3.2. 1941, kvæntur El- ínu Rebekku Tryggvadóttur, f. 1943. Eiginkona Bergs er Rut Árnadóttir, húsmóðir og versl- unareigandi, f. 19.1. 1939 á Akranesi. Foreldrar hennar voru Árni Björgvin Sigurðsson rakari og iðnaðarmaður, f. 23.7. 1895, d. 19.6. 1968, og Þóra Einarsdóttir Möller hús- móðir, f. 20.7. 1898, d. 7.6. 1939. Bergur og Rut gengu í hjónaband 6.12. 1958. Börn þeirra eru: 1) Kári, kerfisfræð- ingur, f. 12.4. 1968. Dóttir hans er Karlotta Rut, f. 12.7. 2004. Móðir hennar er Kristín Völundardóttir, lögfræðingur, f. 1966. 2) Kol- brún, fulltrúi, f. 28.4. 1969. 3) Rak- el Hlín, verslunar- eigandi, f. 17.5. 1982. Eiginmaður hennar er Þórir Júlíusson, lögmað- ur, f. 25.6. 1982. Börn þeirra eru Júlíus Kári, f. 1.9. 2005, María Rut, f. 6.9. 2008, Vilhelm Hrafn, f. 24.12. 2009, og Óli- ver Sölvi, f. 1.7. 2012. Bergur ólst upp í vesturbæ Reykjavíkur. Eftir útskrift frá Verzlunarskóla Íslands árið 1953 hóf hann störf hjá Jóni Bergssyni hf. og fór m,a. í nokkurra mánaða starfsnám til Hamborgar í Þýskalandi 1954. Um miðjan áttunda ára- tuginn tók hann við rekstri Skósins hf. og einbeitti sér m.a. að innflutningi á hjól- börðum og tilheyrandi gúmmí- vörum. Rak hann fyrirtækið þar til hann fór á eftirlaun ár- ið 2006. Bergur ferðaðist mikið starfa sinna vegna bæði innan- lands og utan. Hann var mikill fjölskyldumaður og vinmargur og naut þess að renna fyrir lax, spila badminton, tefla og spila bridds í góðra vina hópi. Útför Bergs fer fram frá Háteigskirkju í dag, 4. maí 2015, kl. 13. Langur, erfiður vetur er lið- inn á okkar norðlæga landi og mörgum hefur þótt hann vera harðari og leiðari en margir aðrir. Hann hefur einnig kallað burtu góða menn af lífsleiðinni eins og vin okkar og félaga, Berg Jónsson, sem borinn er til grafar í dag. En sumarið og lífsblómin eru í fullum skrúða í hvaða lífsheimi sem Bergur er nú staddur, og þau bæta fyrir þennan kalda, mislynda vetur er hann barðist af alefli en veikum mætti við veikindi sín. Ég kveð þig með söknuði og þakklæti, kæri vinur, eftir hátt í sjö áratuga samveru og vin- áttu. Hún hófst á unga aldri með ógleymanlegum æfingum og keppnum í handknattleik fyrir okkar eina sanna félag ÍR, í gamla Landakotshúsinu við Túngötu og síðan í stórhýs- inu sem okkur fannst Háloga- landsbyggingin vera. Nánast hver frístund sem gafst var nýtt til þessarar eðlu, spenn- andi íþróttar, þar sem við þótt- umst flestum betri. Mér er hér óhætt að fullyrða að beittari og harðfylgnari vinstrihandarskot en Bergs voru þá varla fyrir hendi í íslenska handboltanum. Þá var að vísu ekki verið að bera slíkt saman opinberlega, eins og nú gerist; við vorum fornliðarnir í sportinu. Eftir stúdentspróf fór Berg- ur til verslunarnáms í Þýska- landi og að því loknu var hafist handa við aðra íþróttagrein, badminton, sem við stunduðum fjórir félagar; Bergur, Sigurð- ur Ásmundsson, Þorvaldur Jónasson og undirritaður, í nær samfelld 40 ár. Þetta var mikil samheldni og alvaran ein- dregin, og þurfti klárar og skýrar frátafir viðkomandi að- ila, ef mætingar féllu niður. Til andlegrar upplyftingar sinntu sömu aðilar taflmennsku, og veiðiskapur var títt stundaður í ám og ferskvötnum landsins. Þetta voru frábærir tímar og ævintýr og þannig endurtóku árin sig. Loks kom að því sem verða vill – einn félaginn, Sig- urður, féll frá ótímabært, og eftir það tóku hlutirnir stakka- skiptum. Þegar halla tók á æv- ina og liðamót, bæði andleg og líkamleg, tóku að láta undan varð eitthvað að breytast, og þá fyrst og fremst hinar lík- amlegu æfingar, en síðar and- legt atgervi við skákmenntina sem við töldum ævinlega eiga að sitja í forsæti. Hvað var þá eftir hjá okkur eftirlifandi þre- menningunum? „Er ekki bara tímabært að fara austur í á og veiða“? heyrðist þá í Bergi. Það var gert, en ferðirnar urðu þó æ sjaldgæfari, því að að lax- inn lét sjaldnar sjá sig eftir að sókn okkar þangað minnkaði, og þær lögðust af eftir að Bergur var vistaður á sjúkra- hús. Eftir að veikindi hans ágerð- ust ræddum við félagarnir mest við hann um hinar ótölu- legu liðnu uppákomur, sagan var tekin við af raunveruleik- anum og af nógu var að taka, og nákvæmur sannleikurinn var þá ekki alltaf í hávegum hafður. Minningin og vináttan var okkur félögunum öllum nóg eins og verið hafði frá upp- hafi. Farðu í friði okkar kæri fé- lagi og vinur. Við Inga Lára vottum Rut og fjölskyldu dýpstu samúð. Ingvi Þorsteinsson Þeir voru 16 bjartsýnir og væntingarfullir stúdentar, sem útskrifuðust úr Verzlunarskól- anum 1953. Allir hafa nú lokið sínu ævistarfi og gert skyldur sínar í lífinu, og sex hafa yf- irgefið þennan heim fyrir fullt og allt. Sá síðasti var Bergur Jónsson, tryggur vinur og góð- ur félagi, sem nú er borinn til grafar. Okkar var kynslóðin, sem fædd var í kreppunni miklu og var til staðar, þegar lýðveldið var stofnað 1944, og tók ríkan þátt í uppbyggingu atvinnulífsins og mótun lýð- veldisþjóðarinnar. Bergur var glæsilegur ung- ur maður, vel gefinn og mennt- aður og tilbúinn að takast á við lífið. Hann hazlaði sér völl í innflutningi og verzlun og hélt áfram starfsemi föður síns. Rut Árnadóttir varð lífsföru- nautur Bergs. Þau sköpuðu glæsilegt heimili og eignuðust börn og barnabörn. Það skorti ekkert, því Bergur skaffaði vel, eins og sagt var, enda blómstr- aði verzlunarstarfsemin. Hann var góður heimilisfaðir og fjöl- skyldan var ávallt í forsæti. Eins og gengur var ýmislegt brallað á skólaárunum og þar til skólasystkinin festu ráð sitt og dembdu sér af alvöru úti í lífsins ólgusjó. Bergur var hrókur alls fagnaðar, fé- lagslyndur og spaugsamur. Hann var mikill útivistarmaður og sér í lagi höfðu laxveiðiár mikið aðdráttarafl fyrir hann. Margt skemmtilegt væri hægt að rifja upp, en ein frásögn verður látin nægja. Allt hitt verður geymt í minningunum. Það gerðist á meðan við vorum enn lausir og liðugir, að Berg- ur og undirritaður skruppu norður í land. Fararskjótinn var Volkswagen-bjalla, sem Bergur átti. Eina helgi í júlí þeystu þessir Reykjavíkur- drengir til Akureyrar að heilsa upp á tvær blómarósir. Eftir ánægjulega helgi var ekið heim á leið. Á einum stað þurfti að aka yfir ársprænu, en Bergur sagði það ekkert mál. Bjallan væri með heilan botn og hann hefði tekið með slöngu til að leiða púströrið upp. Bara taka svo tilhlaup og bíllinn myndi fljóta yfir á bakkann hinum megin. En hann stoppaði í miðri ánni og kapparnir urðu að yfirgefa farartækið og leita ásjár hjá bónda á næsta bæ. Hann kom með traktorinn og dró bílinn upp og piltarnir urðu að eyða nokkrum tímum í að þurrka allt og koma honum aftur í gang. Stundum hefur lífinu verið líkt við á eða fljót. Það er ekki hægt að fleyta sér yfir það fyr- irhafnarlítið. Flestir finna það út og var Bergur þar engin undantekning. Hann var mjög farsæll í sínu lífi, enda vand- aður og góður maður. Hann var tryggur vinum sínum og öllum hjálpsamur. Ég veit, að ég tala fyrir hönd bekkjarsyst- kina okkar, þegar ég votta Rut og allri fjölskyldunni innilega samúð. Blessuð sé minning Bergs Jónssonar. Þórir S. Gröndal og fjölskylda. Það var haustið 1948 sem ég sá Berg í fyrsta sinn þegar hann settist í 3. bekk Verzl- unarskóla Íslands. Við urðum fljótt góðir vinir og mér er nær að halda að ég hafi aldrei átt betri vin en hann. Við stunduðum nám okkar svona eins og gengur og gerð- ist í þá daga. Kvikmyndahús bæjarins studdum við af mikl- um dugnaði, sáum áreiðanlega allar myndir sem komu til sýn- inga. Að loknu námi í Verzlunar- skólanum fækkaði nokkuð samverustundum okkar. Það fóru að koma leiðinlegar mynd- ir í kvikmyndahúsin og svo tók líka lífsbaráttan við, meira nám, vinna og stofnun fjöl- skyldu. Bergur helgaði sig verslunarstörfum, sjálfur fór ég aðra leið. Bergur stundaði verslunar- störfin af miklum krafti og varð fljótt vel ágengt. Hann stóð við allt sem hann lofaði viðskiptavinum sínum og vildi að þar ríkti gagnkvæmt traust og trúnaður. Hann var fljótur að eignast trausta viðskipta- vini. Þegar við höfðum báðir komið okkur fyrir í lífinu gafst aftur tóm til annarra hluta. Þá var mér boðið sæti í bridds- sveit félaganna Bergs, Hauks og Gunnars. Það fór svo að við spiluðum saman í rúma hálfa öld, vikulega í öllum r-mán- uðum. Og nokkrum sinnum bauð Bergur spilaklúbbnum í veiði austur í Hvítá. Á spilakvöldunum okkar og í veiðiferðunum kom það aldrei fyrir að raddir væru hækkaðar í reiði eða óánægju, miklu frekar var hlegið hátt og inni- lega og spaugað. Það var á þessum stundum sem það kom hvað best fram hversu mikinn húmor Bergur hafði hlotið í vöggugjöf. Hann var gaman- samur og makalaust orðhepp- inn og sem betur fer eltust skemmtilegheitin ekki af hon- um! Árin færðust yfir, og þegar við vorum gengnir aftur í barn- dóm brugðum við okkur til sól- arlanda með frúnum, fyrst til Tyrklands og svo árið eftir til Spánar. Það voru góðar ferðir, við geymum góðar minningar úr þeim. Nú er Bergur farinn í sína síðustu ferð. Senn kemur að okkur … Við hjónin þökkum Bergi langa og góða samleið og trygga vináttu. Hans verður sárt saknað. Rut og fjölskyldu sendum við okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Álfþór, Björg og fjölskylda. Bergur V. Jónsson Að skrifa minningagrein Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina. Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar. Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til birtingar á mánudag og þriðjudag. Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000 tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum, þar sem þær eru öllum opnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.