Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 15
FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Bæjarráð Vestmannaeyja tók á dögunum afstöðu til erindis orlofs- nefndar húsmæðra í Vestmanna- eyjum um greiðslu vegna hús- mæðraorlofs. Í fjárhagsáætlun bæjarráðs var ekki gert ráð fyrir greiðslu til nefndarinnar vegna or- lofsins, en hún er bundin í lög um húsmæðraorlof. Staðfest var á bæjarráðsfundi þann 26. maí sl. að ekki yrði af greiðslunni, en bæjar- ráð telur að lög um húsmæðraorlof stangist á við jafnréttislög og grundvallarreglur stjórnskipunar- innar. Stefán Óskar Jónasson, bæjar- ráðsfulltrúi Eyjalistans, gerði at- hugasemd við afgreiðslu málsins og sagðist hlynntur því að orlofs- nefndin fengi styrkinn. Hann telur lögin skýr um þessi efni og að sveitarstjórninni beri að fara að þeim, burtséð frá sjónarmiðum jafnréttislaga. Hann tekur þó efnis- lega afstöðu með meirihlutanum. „Ég er sammála því að það megi endurskoða lögin. Þau voru ágæt á sínum tíma en það má alveg breyta því sem talið var nauðsynlegt árið 1972,“ segir Stefán. Síðustu ár hafa sveitarfélög víða um land gagnrýnt lögin með hlið- sjón af jafnréttissjónarmiðum og bent á að þau hafi ekki staðist tím- ans tönn. Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis, hefur lagt fyrir þingið frumvarp um afnám laganna. Óvíst er hvort frumvarpið fær afgreiðslu fyrir þinglok. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vestmannaeyjar Bæjarráðsfulltrúar eru ósammála um afgreiðslu málsins. Húsmæðraorlof ógreitt í Eyjum  Telur að bæjarráð brjóti lög Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nauðsynlegt er að dýpka siglinga- leiðina yfir Grynnslin utan við Hornafjarðarós, að sögn Björns Inga Jónssonar, bæjarstjóra Hornafjarðar. Verði það ekki gert er framtíð sjávarútvegs á Höfn í hættu, að hans mati. Hann segir að greið leið inn í höfnina sé forsenda þess að áfram verði unnið að upp- byggingu sjávarútvegs á Höfn, annars sé viðbúið að uppbyggingin leiti annað. Djúprista skipa á leið til Hafnar er nú takmörkuð við fimm metra sem þýðir að t.d. hlað- in makrílskip og stærri flutninga- skip komast ekki í höfnina. Fulltrúar Hornfirðinga hittu þingmenn Suðurkjördæmis, þ.á m. tvo ráðherra, sl. föstudag og leit- uðu liðsinnis þeirra við að fá ríkið til að kosta dýpkunina, enda eru Grynnslin utan Hornafjarðarhafn- ar. Björn Ingi segir að þingmenn- irnir hafi tekið erindi Hornfirðinga vel. „Það er lífsspursmál fyrir byggð- ina hér að finna varanlega lausn á þessu vandamáli. Það voru allir á því,“ segir Björn Ingi. „Verði Grynnslin svona áfram er ekki for- senda fyrir áframhaldandi upp- byggingu sjávarútvegs á Höfn. Maður óttast mest að sjávarút- vegsfyrirtækin ákveði að hætta uppbyggingu hér og fara eitthvað annað. Þá verður stórum hluta af undirstöðu byggðarlagsins kipppt í burtu. Ég er hræddur um að það verði töluvert dýrt fyrir íslenska þjóð.“ Í framhaldi af fundinum með þingmönnunum skrifuðu Hornfirð- ingar Vegagerðinni og óskuðu eftir því að dýpkunarframkvæmdir á Grynnslunum yrðu boðnar út sem fyrst. Spurningin um hver á að borga á ekki að tefja framkvæmd- ina, að mati Björns Inga. Hann bendir á að Grynnslin séu utan við mörk Hornafjarðarhafnar en sigl- ingasvið Vegagerðarinnar telji hins vegar að þau séu hluti hafnarinnar. Björn Ingi segir að verði dýpkunin samþykkt sem styrkhæf hafnar- framkvæmd greiði ríkið 60% kostnaðarins en hafnarsjóður 40%. Verði hins vegar samþykkt að Grynnslin séu ekki á ábyrgð hafn- arsjóðs borgar ríkið allan kostn- aðinn. „Kostnaður við dýpkun á Grynnslunum til að bjarga vertíð- inni í sumar hleypur á nokkrum tugum milljóna,“ segir Björn Ingi. „Við gerðum ekki ráð fyrir slíkum kostnaði í fjárhagsáætlun fyrir þetta ár. Grynnslin eru utan við mörk hafnarsvæðisins og því telj- um við að ríkinu beri að borga þennan kostnað.“ Dýptarmælingar sýna að náttúruleg læna er að myndast vestast í Grynnslunum alveg upp við Hvanney, nálægt klettum og skerjum. Björn Ingi segir hug- myndina vera þá að breikka læn- una svo dúprist skip geti siglt inn í Hornafjarðarhöfn. Nauðsynlegt að dýpka á Grynnslunum  Hornfirðingar vilja að dýpkun verði boðin út sem fyrst Ljósmynd/mats.is Hornafjarðarós Grynnslin utan við ósinn. Mjög grynnkaði á þeim í vetur. Audi Q5 Kraftur, hönnun og sparneytni HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · www.audi.is Q5 2.0 TDI quattro, 190 hö, 8,4 sek 0-100 km/klst., frá 7.990.000 kr. Q5 3.0 TDI quattro, 258 hö, 5,9 sek 0-100 km/klst., frá 9.290.000 kr. SQ5 3.0 TDI quattro, 313 hö, 5,1 sek 0-100 km/klst., frá 11.590.000 kr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.