Morgunblaðið - 04.06.2015, Page 29

Morgunblaðið - 04.06.2015, Page 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Kær vinkona, Ingibjörg Bjarnar- dóttir, hefur kvatt eftir þungbær veik- indi. Kynni okkar hófust fyrir rúmum þrjátíu ár- um þegar við hófum nám við lagadeild Háskóla Íslands. Við vorum báðar talsvert eldri en aðrir nemendur og það varð án efa þess valdandi í upphafi að kynni tókust með okkur. Eins og gengur í löngu og ströngu námi skiptast á skin og skúrir og þannig var það einnig á stundum hjá okkur Ingibjörgu. En við glöddumst með hvor annarri þegar vel gekk og studdum hvor aðra þegar eitt- hvað var okkur mótdrægt. Það lagði síðan grunninn að vináttu okkar á milli sem stóð þar til yf- ir lauk þrátt fyrir að ég væri lengi við störf úti á landi. Engum sem kynntist Ingi- björgu duldist hinn mikli og ein- lægi áhugi hennar fyrir fé- lagslegu réttlæti. Henni voru réttindamál kvenna mjög hug- leikin og lagði hún mörgum slíkum málum, og verkefnum þeim tengdum, lið í gegnum ár- in. Þá voru henni málefni barna og fjölskyldna einnig hugleikin og segja má að hún hafi í starfi sínu lagt áherslu á fjölskyldu- mál en hún starfaði lengst af sem lögmaður á eigin stofu. Bætti hún við sig námi í sátta- meðferð til þess að geta betur tekist á við þennan viðkvæma málaflokk. Hún var mjög traust og skyldurækin og hélt því afar vel utan um þau mál og verk- efni sem henni voru falin. Ingibjörg var glæsileg kona og mér fannst hún ávallt geisla af hreysti og þrótti. Það var mikið áfall að heyra að hún hefði greinst með MND-sjúk- dóminn rétt um það leyti sem hún lét af störfum fyrir tveimur árum. Hún hafði veikst af krabbameini tveimur áratugum fyrr en fengið bata eftir hetju- lega baráttu. Þegar ég sagði henni að mér þætti henni hafa verið sköpuð grimm örlög sam- sinnti hún því ekki heldur sagð- ist líta svo á að sér hefði verið úthlutað enn einu erfiðu verk- efninu í lífinu, verkefni sem henni væri ætlað að draga lær- dóm af. Og hún tókst á við þetta Ingibjörg Bjarnardóttir ✝ IngibjörgBjarnardóttir fæddist 15. mars 1943. Hún lést 18. maí 2015. Útför Ingibjargar fór fram 27. maí 2015. nýja verkefni eins og önnur verkefni sem henni voru fal- in, af festu og ein- urð. Hún reyndi að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða, sótti leikhús og aðra viðburði, en tókst einnig á við verkefni sem hún taldi geta orðið öðrum til hagsbóta. Síðustu mánuði hittumst við reglulega en ég var þá flutt aft- ur til Reykjavíkur. Þrátt fyrir að við vissum báðar að hverju stefndi voru þessar samveru- stundir okkar ánægjulegar og gefandi. Síðustu dagana sem Ingibjörg lifði vorum við síðan í símasambandi vegna verkefnis sem hún vildi ljúka og enn sem fyrr var andinn óbugaður, þrátt fyrir að líkamlegri heilsu henn- ar hefði þá hrakað verulega. Svo kvaddi þessi hugrakka vin- kona mín skyndilega og svo miklu fyrr en við höfðum áætl- að. En þannig er lífið, fullt af óvæntum verkefnum sem takast verður á við, sama hve óvelkom- in þau kunna að vera, eins og hún orðaði það sjálf. Að leiðarlokum þakka ég af alhug góða vináttu. Ég votta Geir, eiginmanni Ingibjargar, innilega samúð, en hann ann- aðist hana af mikilli nærfærni í veikindum hennar og gerði henni kleift að dveljast heima á heimili þeirra til æviloka. Inni- legar samúðarkveðjur sendi ég einnig fjölskyldu hennar. Veri hún kært kvödd. Áslaug Þórarinsdóttir. Með Ingibjörgu Bjarnardótt- ur er fallinn frá öflugur fé- lagsmaður Sáttar, fagfélags sáttamanna. Félagið var stofnað í nóvember 2005 og var Ingi- björg einn helsti hvatamaður að stofnun þess og fyrsti formaður félagsins en hún sinnti for- mennsku í félaginu til ársins 2014. Ingibjörg var óþreytandi í vinnu sinni fyrir Sátt og full af eldmóði við að breiða út sátta- miðlun sem raunhæfa leið til lausnar ágreiningi í íslensku samfélagi. Í formannstíð hennar stóð Sátt m.a. fyrir tveimur viðamiklum námskeiðum fyrir verðandi sáttamenn þar sem fengnir voru til landsins mikils- virtir fræðimenn í sáttamiðlun frá Norðurlöndunum og Bret- landi. Einnig var haldin hér á landi norræn ráðstefna, fjöl- mörg styttri námskeið og fræðslufundir undir styrkri stjórn Ingibjargar. Ingibjörg var okkar helsti fræðimaður í sáttamiðlun. Hún flutti ótal er- indi um málið og var m.a. leið- beinandi meistaranema í lög- fræði sem skrifuðu um sáttamiðlun. Hún leiddi starf Sáttar af röggsemi á fyrstu ár- um þess og sýndi þar mikla þrautseigju og kraft. Hún missti aldrei sjónar á markmiðinu og hugsjóninni um að gera sátta- miðlun að raunhæfum kosti í ís- lensku samfélagi. Ingibjörg vann störf sín fyrir Sátt og sáttamiðlun alla tíð án endur- gjalds og sinnti þeim samhliða lögmannsstörfum sínum sem oft á tíðum urðu jafnvel að víkja vegna starfa hennar að fram- gangi sáttamiðlunar. Sátt stendur í mikilli þakk- arskuld fyrir starf Ingibjargar í þágu félagsins. Félagsmenn þakka fyrir samfylgdina við hana og votta fjölskyldu hennar samúð um leið og þeir kveðja formann sinn með virðingu. F.h. Sáttar, Silja Ingólfsdóttir og Sonja María Hreiðarsdóttir. Frænka mín, Ingibjörg Bjarnardóttir, er látin. Við vor- um bræðrabörn. Faðir hennar var Björn Guðmundsson, bíl- stjóri, kallaður Spánarfari, en móðir hennar Þórunn Magnús- dóttir, sagnfræðingur, fræg baráttukona. Lífsbarátta Björns og Þór- unnar var hörð, ekki síst vegna skoðana þeirra, vinna stopul og sífelldir flutningar úr einu hús- næði í annað. Ekki léttu róttæk- ar skoðanir þeirra þeim róð- urinn. Þvert á móti. Hugsjónirnar flæktust fyrir þeim um margt, ekki síst í ver- aldarvafstrinu. Þess vegna lá leiðin í Camp Knox. Þegar þau skildu varð Þórunn eftir með börnin og gerðist talsmaður þeirra sem þar bjuggu í Samtökum her- skálabúa. „Við vorum ekki bara braggabúarnir í skólanum held- ur líka kommarnir í bröggun- um,“ sagði Ingibjörg mér seinna þegar ég var að setja mig inn í þessa sögu. Já, mörg var lífsreynslan, og eins og Ingibjörg var komin af uppreisnarfólki gerði hún sjálf uppreisn og fór að heiman, kornung. Þó að hún væri með góðar einkunnir hafði skóla- stjórinn sagt henni að fólk úr bröggum, með hennar bak- grunn, ætti ekki að vera að huga að framhaldsnámi. Hér gæti ég skrifað langt mál. Ingibjörg var nokkur ár úti á vinnumarkaðnum en átti síðan ævintýralegan námsferil bæði hér heima og í Svíþjóð og af- sannaði rækilega orð skólastjór- ans. Hún lærði lögfræði og alls kyns sérsvið innan hennar og vegnaði vel á öllum sviðum lífs- ins. Hvað sem skýrir veltinginn í öllu því ölduróti sem líf okkar er þá vil ég segja að bakgrunn- ur Ingibjargar nýttist henni vel. Fortíðin var henni stöðugt um- hugsunarefni og uppspretta skilnings. Það var frábært að eiga hana að og ræða við hana. Hún var bæði skemmtileg og gáfuð og kvaddi allt of fljótt. Hún var gift Geir Ólafssyni lækni. Þau voru höfðingjar heim að sækja. Við í fjölskyldunni sendum Geir og börnum þeirra, Birni og Þórunni, tengdasyninum Þor- valdi og barnabörnunum tveim- ur okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Einar Már Guðmundsson. Á ráðstefnunni „konur við stjórnvölinn“ sem haldin var í mars 1986 kom hugmyndin um að stofna samskiptanet kvenna og um haustið var Netið stofn- að. Í Netinu hafa verið konur á öllum aldri, í fjölbreyttum störf- um með mismunandi reynslu og menntun að baki. Tilgangurinn var að þannig gætu konur hist og öðlast stuðning, fræðslu og hvatningu og skipst á skoðun- um, hugmyndum og upplýsing- um. Ingibjörg markaði fljótlega sterk spor í starfsemi Netsins og lét til sín taka og varð tengill 1989. Alla tíð hefur Ingibjörg borið hag Netsins fyrir brjósti, verið hugmyndarík og virk í starfsemi þess. Ótrúlegur fjöldi úrvalsfyrirlesara (nær allt kon- ur) hefur komið til okkar Net- kvenna öll þessi ár og sjálfar höfum við miðlað hver annarri af reynslu okkar. Ingibjörg lagði sitt af mörkum og hélt bæði fyrirlestur og námskeið í Skálholti sem snerti hennar fag. Innanlandsferðir Netsins vor og haust hafa alltaf verið blanda af fræðslu og skemmtan. Þessi ferðalög hófust með ferð að Hellnum á Snæfellsnesi 1989. Í faðmi íslenskrar náttúru var lagður grunnur að langri vin- áttu stórs hóps kvenna. Eins og gengur og gerist í stórum félögum myndast oft minni hópar innan þeirra. Sam- setning hópanna gat verið breytileg og hittust hóparnir aukreitis utan Netfunda og var m.a. farið í ferðir innanlands og utan. Við undirritaðar höfum verið í slíkum hópum ásamt Ingibjörgu. Ingibjörg stóð fyrir fyrstu ut- anlandsferðinni, ógleymanlegri Parísarferð 1991 eftir að hafa óvænt fengið íbúð þar til afnota í eina viku. Í raun hafa allar þessar ferðir verið stórkostleg- ar sama hvernig hópurinn hefur verið skipaður. Má nefna sem dæmi ferðina á kvennaráðstefn- una í Turku, Kanadaferðina, Tyrklandsferðina, Indland, Malaví, Kýpur, Krít og ferð til Norður-Noregs svo eitthvað sé nefnt. Til þess var tekið hve gott var að treysta ratvísi Ingi- bjargar á ferðalögum. Hún leiddi hópinn gjarnan á söfn og aðra menningarstaði því menn- ing var henni hugleikin. Hún var óhrædd að prufa eitthvað nýtt svo sem framandi rétti og nutum við hinar oft góðs af því. Innanlands má nefna Lauga- vegsgönguna og svo Langanesið 1995, þar sem Ingibjörg mætti, tæplega búin að jafna sig eftir erfiða geislameðferð. Hún var mjög hugrökk og sterk kona andlega og líkamlega. Hún sýndi mikið æðruleysi í veik- indum sínum og gafst aldrei upp. Margt hefur verið brallað og minningarnar margar og góðar. Samveran hefur verið notaleg og umræðurnar verið gefandi um allt milli himins og jarðar. Ingibjörg hafði mikinn áhuga á jafnrétti, menningu, bókmennt- um og listum og var ætíð mjög rökföst í skoðunum og fylgin sér. Þó bar hún fulla virðingu fyrir skoðunum annarra. Innan Netsins hafa umræður um bæk- ur alltaf tekið talsvert pláss og verið vinsælt umræðuefni. Einn af hennar góðu eigin- leikum var að kunna að njóta, að lifa lífinu lifandi, og það var gaman að fá að vera henni sam- ferða í öll þessi ár. Hennar verður sárt saknað, en við eigum góðar minningar sem lifa munu með okkur áfram. Fjölskyldunni allri vottum við einlæga samúð okkar. Fyrir hönd Netsins, Anna, Auður, Birna, Guðrún, Hanna, Marta Hildur og Ulla. Ragna frænka var ein af fimm systrum Kristjönu ömmu minnar. Hún var gift Ármanni Sigurðssyni járnsmið en hann lést 1987. Hún var há og glæsi- leg eins og þær allar. Ragna og Ármann áttu fjögur börn: Ragn- heiði, Sigríði, Sigurð og Krist- ján. Seinna komu barnabörn og barnabarnabörn og hafa án efa verið miklir augasteinar því Ragna var mjög barngóð. Ragna var mikil áhugakona um garð- rækt og garðurinn hennar bar Ragna Þ. Kristjánsdóttir ✝ Ragna Þ. Krist-jánsdóttir fæddist 5. apríl 1923. Hún lést 23. apríl 2015. Útför Rögnu fór fram 13. maí 2015. af öllum görðum hvað glæsileika varðaði. Hún varði þar ófáum stund- um. Mörg börnin léku sér þar bæði sér og henni til skemmtunar. Þeg- ar ég fermdist gáfu Ragna og Ármann mér mjög fallegt seðlaveski með nafninu mínu á sem ég hef notað til dagsins í dag. Þetta sýnir hversu hlýtt hug- arþel hennar til ættingja sinna var. Hún elskaði allt sem stóð henni næst. Nú hefur elsku Ragna fengið langþráða hvíld eftir hamingjuríka ævi. Veri hún Guði falin og megi hið eilífa ljós lýsa henni. Ég votta aðstand- endum samúð mína. Kristjana Jónsdóttir. Elsku amma okkar, amma Lína eins og hún var alltaf kölluð af okk- ur barnabörnum, er nú fallin frá. Hún var ynd- isleg manneskja með ótrúlega lífsgleði sem smitaði ávallt út frá sér. Okkur þykir svo vænt um allar sögurnar sem hún sagði okkur um það þegar hún var ung og þegar hún fræddi Sigurlína Gunnlaugsdóttir ✝ SigurlínaGunnlaugs- dóttir fæddist 29. júlí 1924. Hún lést 19. maí 2015. Útför hennar fór fram 27. maí 2015. okkur um lífið. Amma var rosalega félagslynd, henni leið best þegar við vorum öll saman- komin stórfjöl- skyldan og eru það stundir sem eru okkur mjög dýr- mætar. Amma vildi aldrei missa af neinu og var alltaf til í að prófa eitt- hvað nýtt og lét aldurinn aldrei stoppa sig. Elsku amma okkar, hvíldu í friði. Auður Björk, Axel Guð- mundur og Matthildur Arabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR SÆVAR GUÐJÓNSSON, Kríubakka 4, Bíldudal, lést á blóðlækningadeild Landspítalans laugardaginn 23. maí í faðmi fjölskyldu sinnar. Útför hans fer fram frá Bíldudalskirkju laugardaginn 6. júní kl. 14. . Sigríður Bjarnadóttir, Vignir Bjarni Guðmundsson, Margrét Guðmundsdóttir, Gyða Guðmundsdóttir, Þorleifur Örn Björnsson, Ásdís Snót Guðmundsdóttir, Valdimar B. Ottósson og barnabörn. Hjartans þakkir fyrir fyrir hlýju og samúð við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARGRÉTAR SÆMUNDSDÓTTUR frá Selparti í Flóa, Bólstaðarhlíð 54, Reykjavík. Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki í Hlíðarbæ og á Grund fyrir einstaka umönnun og hlýju. . Ólafur Halldór Torfason, Ragnheiður Þórarinsdóttir, Þórarinn Th. Ólafsson, Kristín Þorbjörg Ólafsdóttir, Ingjaldur Ásmundsson, Ólína Margrét Ólafsdóttir, Ásgeir Þorkelsson, Torfi Jóhann Ólafsson, Ásdís Stefánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg systir okkar, mágkona og frænka, KRISTÍN RUNÓLFSDÓTTIR, Ásbrandssstöðum, Vopnafirði, sem lést mánudaginn 25. maí verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju mánudaginn 8. júní kl. 14. Jarðsett verður í Hofskirkjugarði. . Bryndís Nikulásdóttir, Gunnar Runólfsson, Guðný Runólfsdóttir, Alfreð Pétursson, Lára Runólfsdóttir, Hermann Einarsson, Sigrún Runólfsdóttir og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GUNNÞÓRS BENDERS, Lautasmára 20, Kópavogi, sem lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni 4. maí. . Soffía Hrafnhildur Jónsdóttir, Guðleif Bender, Guðmundur A. Gunnarsson, Guðrún Dóra Gísladóttir, Páll Snæbjörnsson, Jón Bender, Guðrún Ragnarsdóttir, barnabörn og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.