Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 04.06.2015, Blaðsíða 35
Ferðalög norður að Stóra-Vatns- skarði, á æskuslóðir mömmu, og á slóðir pabba, austur að Efri-Vík í Landbroti. Þar kynntist ég stangveið- inni, sem er enn mín ástríða. Ég var í sveit í þrjú sumur í Miðkoti í Vestur-Landeyjum hjá yndislegu fólki, Ásdísi Kristinsdóttur og Þóri Ólafssyni.“ Árni stundaði nám við Samvinnu- skólann á Bifröst en var síðan búsett- ur á Blönduósi næstu árin. Hann flutti aftur suður árið 1987, hóf störf á nýrri útvarpsstöð, Stjörn- unni, og starfaði við fjölmiðlun, í út- varpi, á blöðum og í sjónvarpi næstu árin. Árið 1994 flutti Árni með þáverandi eiginkonu sinni austur í Hveragerði: „Þar var gott að búa en mér finnst Hveragerði vera einn fallegasti bær landsins, í aðeins hálftíma fjarlægð frá borginni. Þar bjuggum við í tólf ár en fluttum þá til Reykjavíkur. Stuttu síð- ar skildu leiðir okkar hjóna.“ Árni hafði verið óflokksbundinn en á Suðurlandi hóf hann sinn pólitíska feril. Hann tók að sér kosningastjórn fyrir Framsóknarflokkinn skömmu eftir að hann flutti í Hveragerði, varð aðstoðarmaður Finns Ingólfssonar, í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytum 1995-99, aðstoðarmaður Halldórs Ás- grímssonar í utanríkisráðuneytinu 1999-2001, var þá framkvæmdastjóri Framsóknarflokksis, var kjörinn bæjarfulltrúi í Hveragerði 1998 og aft- ur 2002, varð alþingismaður Framsóknarflokksins í Reykjavík 2003 og í kjölfarið félagsmálaráðherra 2003-2006. Vorið 2006 ákvað Árni að hætta í stjórnmálum, réði sig til Íslandsbanka og fór þar fyrir verkefnum bankans í endurnýjanlegri orku til 2013. Hann er nú framkvæmdastjóri orku hjá Mannviti. Árni og Berglind, kona hans, una sér best í hópi vina og fjölskyldu: „Á sumrin er stangveiði mitt helsta áhugamál og við hjónin stundum það sport töluvert saman. Á veturna höf- um við fyrir reglu að fara fjölskyldu- ferð í Hlíðarfjall og er þá jafnan glatt á hjalla.“ Fjölskylda Eiginkona Árna er Berglind Braga- dóttir, f. 6.5. 1974, hársnyrtir. Foreldrar hennar eru Guðbjörg A. Gunnarsdóttir, f. 7.6. 1954, skrif- stofumaður, og Bragi S. Baldursson, f. 28.12. 1952, rafvirki. Stjúpfaðir Berg- lindar er Ólafur Guðjónsson, f. 21.9. 1953, framkvæmdastjóri. Fyrri eiginkona Árna er Edda Björg Björgvinsdóttir, f. 25.6. 1960, matráður. Dóttir Árna frá því áður er Guðrún Magnea Árnadóttir, f. 11.6. 1983, flug- maður hjá Icelandair, búsett í Kópa- vogi, en maður hennar er Björn Ragn- ar Björnsson markaðsstjóri og er sonur þeirra Mikael Magnús Björns- son, f. 2013. Börn Árna og Eddu Bjargar eru Sara Dögg Árnadóttir, f. 31.3. 1994, nemi í Kópavogi, og Árni Páll Árna- son, f. 31.8. 1996, tónlistarmaður í Kópavogi. Stjúpbörn Árna eru Elvar Andri Guðmundsson, f. 14.7. 1993, nemi í Reykjavík, og Sandra Karen Guð- mundsdóttir, f. 30.1. 2001, nemi í Reykjavík. Hálfbróðir Árna, samfeðra, er Guð- jón Magnússon, f. 16.5. 1960, atvinnu- rekandi í Reykjavík. Alsystkini Árna eru Páll Magnús- son, f. 12.3. 1971, bæjarritari í Kópa- vogi; Ingibjörg Magnúsdóttir, f. 28.12. 1973, verkefnisstjóri í Reykjavík. Foreldrar Árna: Magnús Bjarn- freðsson, f. 9.2. 1934, d. 30.8. 2012, fréttamaður, og Guðrún I. Árnadóttir, f. 15.5. 1937, bókavörður í Kópavogi. Úr frændgarði Árna Magnússonar Árni Magnússon Rósa María Gísladóttir húsfr. í Varmalandi Einar Jónsson b. á Varmalandi í Sæmundarhlíð Sólveig Einarsdóttir húsfr. á Stóra-Vatnsskarði Árni Árnason b. á Stóra-Vatnsskarði í Skagafirði Guðrún I. Árnadóttir bókavörður í Kópavogi Guðrún Þorvaldsdóttir húsfr. í Borgey Árni Jónsson snikkari á Hólum og b. síðast í Borgey í Vallhólmi í Skagafirði Árný Eiríksdóttir húsfr. í Háu-Kotey Sigurbergur Einarsson b. í Háu-Kotey í Meðallandi Ingibjörg Sigurbergsdóttir húsfr. á Efri Steinsmýri. Fósturmóðir Magnúsar: Guðrún Magnúsdóttir húsfr. í Efri-Vík Bjarnfreður Ingimundarson b. á Efri-Steinsmýri í Meðallandi Fósturfaðir Magnúsar: Páll Pálsson b. í Efri-Vík í Landbroti Magnús Bjarnfreðsson fréttam. við RÚV, var búsettur í Kópavogi Sigurveig Vigfúsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Ingimundur Árnason í Vestmannaeyjum Þorkell Sigurbjörnsson tónskáld Árni Bergur Sigurbjörnsson pr. í Áskirkju Einar Sigurbjörnsson prófessor í guðfr. við HÍ Karl Sigurbjörnsson biskup Björn Sigurbjörnsson pr. í Svíþjóð Gíslrún Sigurbergsdóttir húsfr. á Efri- Steinsmýri Sigurbjörn Einarsson biskup Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir alþm. og form. Sóknar ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 4. JÚNÍ 2015 Kristinn fæddist í Reykjavík4.6. 1926. Foreldrar hansvoru Hallur Þorleifsson yfirbókari og Guðrún Ágústsdóttir söngkona. Guðrún var systir Áslaug- ar, konu Bjarna Jónssonar vígslu- biskups, en þær voru dætur Ágústs Benediktssonar, hálfbróður, sam- feðra, Hallgríms Benediktssonar, forstjóra og borgarfulltrúa, föður Geirs forsætisráðherra. Eiginkona Kristins var Hjördís Þorbjörg Sigurðardóttir húsfreyja og eignuðust þau fjögur börn. Kristinn lauk námi frá Verzlunar- skóla Íslands 1945 og söngnámi frá Royal Academy of Music í London 1954. Hann vann ýmis skrifstofu- störf til 1970 en hóf þá störf hjá menntamálaráðuneytinu þar sem hann sinnti málefnum tónlistar og annarrar menningarstarfsemi, innanlands sem utan. Kristinn var einn virtasti óperu- söngvari þjóðarinnar frá því um miðja síðustu öld og máttarstólpi í íslenski sönglífi. Hann söng fyrst 17 ára með karlakórnum Kátum fé- lögum, sem faðir hans stjórnaði, og skömmu síðar með karlakórnum Fóstbræðrum, sem naut starfs- krafta hans alla tíð. Hann söng bassahlutverkið í Sálumessu Moz- arts á vegum Tónlistarfélagsins árið 1949, og söng Sparafucile í Rigol- etto, fyrstu íslensku óperuuppfærslu Þjóðleikhússins 1951. Eftir námið í London fékk Krist- inn atvinnutilboð frá breskum óperuhúsum en fékk ekki atvinnu- leyfi. Hann hélt heim og söng í fjöl- mörgum óperuuppfærslum, hélt ein- söngstónleika og söng í útvarpi og sjónvarpi hér heima og erlendis. Meðal hlutverka hans má geta Papa- genós í uppfærslu Þjóðleikhússins 1956-7 og titilhlutverksins í Brúð- kaupi Figaros 1969. Kristinn var sæmdur riddara- krossi hinnar íslensku Fálkaorðu og er hann varð sextugur árið 1986 voru haldnir miklir tónleikar í Þjóð- leikhúsinu honum til heiðurs. Fjölmargar upptökur eru til með söng Kristins og 2002 kom út úrval þeirra á tvöföldum geisladiski er nefnist Kristinn Hallsson bass- bariton. Kristinn lést 28.7. 2007. Merkir Íslendingar Kristinn Hallsson 90 ára Aðalheiður Sigurðardóttir Sigrún Gísladóttir Sölvi Eysteinsson 85 ára Lára J. Magnúsdóttir Pétur Einarsson Sigríður Skúladóttir Sigrún Þorleifsdóttir 80 ára Pálína Sigríður Sigurðardóttir 75 ára Ástrún Jónsdóttir Sigurður Vignir Hjelm Sævar Magnússon 70 ára Bára Sólmundsdóttir Guðjón Weihe Guðrún Árný Jónasdóttir Hildur Viðarsdóttir Jón Hlöðver Áskelsson Ragnar Björnsson Þórelfur Jónsdóttir 60 ára Guðni Guðnason Laufey Sigurðardóttir Sigurbjörg G. Halldórsdóttir Sigurður Bjarnason Valdemar Sigurjón Jónsson 50 ára Freyr Njálsson Guðrún Karlsdóttir Gunnar Rúnar Sumarliðason Kristín Ellertsdóttir Kristín Jónsdóttir Lilja Kúld Ólöf Kristín Sveinsdóttir Snædís Baldursdóttir Sólveig Arna Jóhannesdóttir Zhijian Shen 40 ára Arna Valdís Kristjánsdóttir Artur Ert Bergdís Saga Gunnarsdóttir Bergur Óskar Ólafsson Chad Michael Keilen Dagný Hrund Örnólfsdóttir Egill Þór Magnússon Guðmunda Björnsdóttir Guðmundur Óli Tryggvason Haukur Davíð Magnússon Hrönn Indriðadóttir Lilja Samúelsdóttir Prakob Prawan Ragnheiður Jónsdóttir Tzenka Gentcheva Tzoneva Þorsteinn Yngvi Bjarnason 30 ára Baldur Ingi Halldórsson Birna Dröfn Birgisdóttir Daníel Sigrúnarson Hjörvar Ellen Magnúsdóttir Guðný Svava Guðmundudóttir Hildur Guðjónsdóttir Jaroslaw Prus Lukasz Krzysztof Klyszewski Ruta Vaiciute Sara Katrín Stefánsdóttir Þórður Hjálmar Þórðarson Til hamingju með daginn 30 ára Tryggvi býr í Grundarfirði, lék knatt- spyrnu með mfl. Víkings, Ólafsvík, og er sjómaður frá Ólafsvík. Maki: Unnur Þóra Sigurð- ardóttir, f. 1989, starfar hjá Marz – sjávaraf- urðum. Börn: Klara Dögg, f. 2012, og Aron Leví, f. 2014. Foreldrar: Hafsteinn Garðarsson, f. 1960, og Guðbjörg Jenný Ríkarðs- dóttir, f. 1962. Tryggvi Hafsteinsson 30 ára Kristín Björk ólst upp á Sólbakka í Þykkva- bæ, býr á Baugöldu á Hellu og er að ljúka sjúkraliðaprófi. Hún vinn- ur á skristofu Samverks á Hellu. Maki: Ásgeir Bl. Stein- grímsson, f. 1978, málari. Dóttir: Ísabella Margrét Pálsdóttir, f. 2003. Foreldrar: Sigurjóna Sig- valdadóttir, f. 1959, og Emil Jakob Ragnarsson, f. 1950. Kristín Björk Emilsdóttir 30 ára Íris ólst upp í Garðabæ, er nú búsett í Kópavogi, lauk prófum í grafískri hönnun í Mílanó og starfar á Vert – mark- aðsstofu. Systur: Ingunn Blöndal, f. 1986, og Rebekka Blön- dal, f. 1988. Foreldrar: Guðmundur Blöndal, f. 1954, kenn- aranemi við HÍ í Reykja- vík, og Halla Sigmars- dóttir, f. 1956, teiknari hjá Parka í Hafnarfirði. Íris Guðmunds- dóttir Blöndal Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is Gler, gluggar, glerslípun & speglagerð frá 1922 Mörkinni 4 | 108 Reykjavík | Sími: 565 0000 | Fax: 555 3332 | glerborg@glerborg.is | www.glerborg.is Sjálfvirk rennibraut inn á heimili

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.