Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 1
Þ R I Ð J U D A G U R 9. J Ú N Í 2 0 1 5
Stofnað 1913 133. tölublað 103. árgangur
ÁHRIF LANDS-
FJÓRÐUNGANNA
Á LISTINA
FERRARI MEÐ
ÓDÝRARI
SPORTBÍL
MEÐ ANNAN
FÓT Á LANDI Á
SETRI SKRÍMSLA
BÍLAR BÍLDUDALUR 10SKRIFAÐI Í KLAUSTRI 30
Baldur Arnarson
Stefán E. Stefánsson
Forystumenn ríkisstjórnarinnar eru
bjartsýnir um að afnám hafta muni
ganga hratt fyrir sig á næstunni.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
forsætisráðherra og Bjarni Bene-
diktsson, fjármála- og efnahagsráð-
herra, kynntu aðgerðirnar í gær.
Þær felast í að gefa slitabúum fall-
inna banka leyfi til nauðasamninga
gegn beinu stöðugleikaframlagi og að
uppfylltum ófrávíkjanlegum skilyrð-
um, eða að öðrum kosti að knýja slita-
búin til að greiða 39% af eignum sín-
um í stöðugleikaskatt, sem myndi
svara til samtals 850 milljarða króna.
Báðar leiðirnar fela í sér verulega
eftirgjöf eigna.
Hafa slitabúin frest til áramóta til
að fara nauðasamningsleiðina, ellegar
verður skatturinn lagður á þau.
Þá verður aflandskrónuvandinn
leystur í þríþættum aðgerðum.
Bjarni segir viðbrögð lykilhópa
kröfuhafa við áætluninni um afnám
hafta benda til að þeir vilji fara í
nauðasamninga, í stað þess að fara í
dómsmál, til dæmis vegna stöðug-
leikaskattsins. Reynist það rétt mun
það flýta fyrir afnámi hafta.
Vilji ekki tímafrek málaferli
Sigmundur Davíð bendir á að
kröfuhafarnir hafi ríka hagsmuni af
því að fá úrlausn mála í stað þess að
vera með þau í óvissu og málaferlum
árum saman. Viðbrögð kröfuhafa gefi
til kynna að þeir vilji frekar fara í
nauðasamninga en skattaleiðina.
Bjarni segir stöðugleikaskattinn
geta nýst til að lækka skuldir ríkis-
sjóðs um að minnsta kosti 30%.
Aðgerðirnar voru vel undirbúnar
og voru kröfuhafar upplýstir um
meginlínurnar á fundum í London og
New York á síðustu vikum. Sigurður
Hannesson er í framkvæmdahópi um
losun hafta. Hann segir þessa upplýs-
ingafundi hafa hafist í desember 2014.
„Síðan hafa verið nokkrir fundir síð-
ustu mánuði þar sem við gerðum
grein fyrir fyrirætlun stjórnvalda um
að leggja á stöðugleikaskatt, hvað
hann yrði hár og svo framvegis, og
svo fórum við yfir stöðugleikaskilyrð-
in. Að valið væri um þessa tvo kosti.“
Már Guðmundsson seðlabanka-
stjóri segir að aðgerðirnar til að leysa
aflandskrónuvandann muni hafa í för
með sér að ekki verði lengur fyrir
hendi snjóhengja sem skríði fram
þegar höftin verði losuð.
Kröfuhafar í slitabúum Glitnis,
Kaupþings og gamla Landsbankans
sendu frá sér yfirlýsingar síðdegis í
gær, en þeir hafa vitað í nokkurn tíma
að valið stæði milli tveggja kosta. Sig-
urður og Benedikt Gíslason, sem
einnig á sæti í haftahópnum, sögðu
þegar aðgerðirnar voru kynntar að
þær væru „nauðvörn“ fyrir Ísland.
1.200
Heildarumfang aðgerðanna
í milljörðum króna
900
Eignir slitabúa fallinna fjármála-
fyrirtækja í milljörðum króna sem
óttast er að leiti út við afnám
hafta
300
Fjöldi þeirra aflandskróna í millj-
örðum sem ætlunin er að losa út
með gjaldeyrisútboðum eða festa
til lengri tíma í íslensku hagkerfi
850
Skatttekjur ríkissjóðs í millj-
örðum króna ef nauðasamningar
nást ekki fyrir næstu áramót
FORDÆMALAUS AÐGERÐ
»
Fallast á skilyrði stjórnvalda
Viðbrögð kröfuhafa voru tilkynnt innan við
tveimur klukkustundum eftir kynninguna
Hafði verið gerð grein fyrir úrslitakostum
MAfnám hafta »14-16
Aðgerð ríkisstjórnarinnar um losun hafta
gæti skilað ríkinu 850 milljörðum á næsta ári
Sögð vera „nauðvörn íslensks almennings“
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra,
og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra
kynntu áætlunina á blaðamannafundi í Hörpu í gær.
Eftir að þeir og Már Guðmundsson seðlabankastjóri
höfðu tekið til máls kynntu Benedikt Gíslason og Sig-
urður Hannesson áætlunina, en báðir hafa komið að
gerð hennar. Fram kom á kynningarfundinum að
heildarumfang aðgerðanna væri 1.200 milljarðar.
Morgunblaðið/Golli
Farið yfir hinar tröllauknu stærðir
Verkföllum Rafiðnaðarsambandsins
(RSÍ), vélstjóra og málmtækni-
manna og Matvís hefur verið frestað
til 22. júní. Þetta var ákveðið á sátta-
fundi Samtaka atvinnulífsins með
iðnaðarmannafélögunum seint í
gærkvöldi. Stefnt er að undirritun
kjarasamninga 15. júní. Búið er að
leggja drög að kjarasamningi við fé-
lögin og munu því fundir næstu
daga fara í að semja um sérmál
hvers félags fyrir sig. Kristján Þórð-
ur Snæbjarnarson, formaður RSÍ,
kveðst „tiltölulega sáttur“ við þær
meginlínur sem settar hafi verið.
Segir hann að þetta sé eitthvað sem
menn geti í það minnsta reynt að
vinna út frá. »4
Verkföllum iðnað-
armanna frestað
Stefnt að undirritun samninga 15. júní
Morgunblaðið/Golli
Frestun Ekki verður af verkföllum.
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Lagasetning á verkföll BHM og
hjúkrunarfræðinga hefur verið
nokkuð mikið rædd meðal ákveð-
inna ráðherra ríkisstjórnarinnar, án
þess að nokkur endanleg ákvörðun
hafi verið tekin í þeim efnum. Þetta
hefur Morgunblaðið eftir áreiðan-
legum heimildum, jafnframt því
sem samið hafi verið frumvarp um
að verkföllum verði frestað og gef-
inn ákveðinn tími til samninga, ella
verði deilunum vísað í gerðardóm.
BHM og hjúkrunarfræðingar
höfnuðu í gær tillögu ríkisstjórnar-
innar um að sáttanefnd yrði skipuð
í kjaradeilum þeirra, vegna þess að
engin lausn var talin felast í slíkri
leið.
Það sem einkum er rætt um nú,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, er að verkföllum verði
frestað með lagasetningu og deilu-
aðilum verði gefinn afmarkaður
tími til þess að ná samningum. Hafi
ekki samist að þeim tíma loknum
verði kjaradeilunum vísað til
gerðardóms.
„Það er neyðarástand í heil-
brigðisgeiranum. Það eru tíu
þúsund skjöl sem ekki hefur verið
þinglýst. Kjúklingabændur, svína-
bændur og útflutningsgreinar eru
að fara á hausinn. Ríkisstjórnin
verður að komast að niðurstöðu í
þessu máli, því við þetta ástand
verður ekki lengur unað,“ sagði
einn heimildarmaður Morgunblaðs-
ins í gær.
„Sáttasemjari hefur rætt það við
deiluaðila að eftir því sem þessi
deila dregst á langinn styttist í
lagasetningu,“ sagði annar.
Lög um frestun verkfalla
og gerðardóm rædd
Deiluaðilar fái ákveðinn tíma til að ljúka samningum