Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 2.495KR BRÖNS Í hádeginu laugardaga, sunnudaga og rauða daga frá 11:30 – 15:00 g e y s i r b i s t r o . i s Aðalstræti 2 517 4300                                    ! !"# $$# %! %$ # " !" %" #%" &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 ! ! " !% $% " "!" "" #$ ! % #"$#  ! !"# $%% " % #"% !# %% #% !##%$ Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækkaði um 1,6% í gær í 2,5 millj- arða króna viðskiptum og hækkuðu hlutabréf í öllum félögum á Aðalista, að hlutabréfum í HB Granda undan- skildum. Mest var hækkun hlutabréfa í Nýherja, eða 9,7%, en annars voru hækkanir á bilinu 1,1% til 2,5%. Mark- aðsaðilar virðast því almennt hafa tek- ið vel í áætlun stjórnvalda um losun fjármagnshafta. Hlutabréf í HB Granda lækkuðu hins vegar um 1,6% en þar kunna fréttir um áhrif kólnandi sjávar á makríl að hafa haft áhrif. Alls hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 10,6% frá áramótum. Hlutabréf hækka í kjöl- far kynningar á áætlun ● Arion banki hefur stækkað tvo úti- standandi flokka sértryggðra skulda- bréfa sem skráðir eru í Kauphöllinni. Verðtryggður flokkur með gjalddaga 2021 var stækkaður um 600 milljónir króna á ávöxtunarkröfunni 3,31% og verðtryggður flokkur með gjalddaga 2029 var stækkaður um 3,12 milljarða króna á ávöxtunarkröfunni 3,45%. Arion banki nýtir sértryggð skulda- bréf til fjármögnunar á íbúðalánum til einstaklinga. Arion stækkar flokka sértryggðra bréfa STUTTAR FRÉTTIR ... BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Hópar eigenda krafna á hendur slita- búum Glitnis, Kaupþings og gamla Landsbankans hafa sent frá sér þrjár aðskildar yfirlýsingar í kjölfar kynningar ríkisstjórnarinnar á að- gerðum sem miða eiga að afnámi gjaldeyrishafta. Í þeim er að finna tillögur kröfuhafanna að því hvernig slitabúin geti undirgengist þau skil- yrði sem ríkisstjórnin setur fyrir því að hægt sé að ganga frá nauðasamn- ingi við uppgjör búanna. Skilyrðun- um hefur í grófum dráttum verið skipt í sex liði, sem vísa til nokkurra ólíkra nálgana á það með hvaða hætti slitabúin geti reitt af hendi fjármuni og skuldaviðurkenningar sem sam- ræmast kröfum ríkisvaldsins. Ólíkt stöðugleikaskattinum er þar ekki að- eins um reiðufé að ræða heldur einn- ig útgáfu skuldabréfa, framsal krafna og vænts hagnaðar viðskipta- bankanna sem nú eru að mestu í eigu kröfuhafanna. Skjót viðbrögð Það kom ýmsum í opna skjöldu hversu fljótt viðbrögð kröfuhafanna bárust, en tilkynnt var um þau á vef fjármálaráðuneytisins innan við tveimur klukkustundum frá því að kynningarfundi ríkisstjórnarinnar lauk í Hörpu. Hins vegar eiga við- brögðin, rétt eins og áætlun ríkis- stjórnarinnar, sér langan aðdrag- anda. Þannig hefur komið fram að framkvæmdanefnd um afnám gjald- eyrishafta hefur haldið kynningar- fundi með nokkrum stórum kröfu- höfum á síðustu mánuðum. Fyrsti fundurinn af því tagi var haldinn hér- lendis í desember síðastliðnum en í kjölfarið hafa fundir verið haldnir beggja vegna Atlantshafsins í því skyni að kynna fyrir kröfuhöfum þau skilyrði sem stjórnvöld hygðust setja fyrir afnámi hafta og mögulegri út- göngu kröfuhafa með eignir sínar úr íslensku efnahagslífi. Nokkur aðdragandi Ljóst er að tillögur þessara lykil- hópa kröfuhafa hafa legið fyrir í nokkurn tíma því framkvæmda- nefndin um losun hafta hefur nú þeg- ar lýst því yfir að þær samræmist þeim kröfum sem gerðar eru af hálfu ríkisins í aðgerðaáætlun hennar. Í tilkynningum frá fjármálaráðuneyt- inu segir að formlegar tillögur frá kröfuhöfum Glitnis og Landsbank- ans hafi borist í gær en að tillögur frá kröfuhöfum Kaupþings hafi borist í fyrradag. Framkvæmdanefndin og ráðgjaf- ar hennar tóku ákvörðun um að setja sig beint í samband við áhrifamikla aðila í hópi kröfuhafa hinna föllnu banka í stað þess að kynna tillögur sínar beint fyrir slitastjórnum bú- anna. Þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða Steinunnar Guðbjarts- dóttur við því að slitastjórn Glitnis hefði ekki komið að undirbúningi til- lögunnar sem lykilhópur kröfuhafa á hendur búinu hefur nú lagt fram vildi hún ekki tjá sig efnislega um málið. „Það er útkoman í þessu sem skiptir öllu máli, ekki hvernig komist var að niðurstöðu,“ sagði Steinunn, sem hefur í samtölum við Morgunblaðið lýst ánægju sinni með fyrirliggjandi tillögur. „Ég tel að þetta sé mjög já- kvætt. Bæði að skilyrðin liggi fyrir og að komin sé fram viljayfirlýsing frá kröfuhöfum um það hvernig hægt sé að uppfylla skilyrði stjórnvalda.“ Stærstu kröfuhafarnir fall- ast á aðgerðir stjórnvalda Morgunblaðið/Golli Fjármagnshöft Seðlabankastjóri og nokkrir ráðherrar ríkisstjórnarinnar á kynningarfundinum í Hörpu í gær. Stöðugleikaframlagið » Greiðsla beins framlags í ríkissjóð, jafnt í reiðufé og í formi skuldabréfs. » Endurgreiðsla á gjaldeyris- lánum ríkisjóðs og Seðlabank- ans sem veitt voru nýju bönk- unum. » Skilyrt skuldabréf. » Afkomuskiptasamningur vegna heildarafkomu nýju bankanna. » Gjaldeyrisinnlánum breytt í skuldabréf. » Framsal tiltekinna krafna til Eignasafns Seðlabanka Ís- lands.  Tillögur komnar frá lykilaðilum og sagðar samræmast kröfum ríkisstjórnarinnar Handbært fé frá rekstri ríkissjóðs var neikvætt um tæpan 43,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi, saman- borið við jákvætt handbært fé upp á 3,7 milljarða í sama fjórðungi í fyrra. Þetta skýrist að stærstum hluta af útgreiðslum vegna leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána sem gjaldfærðar voru í lok síðasta árs en komu til greiðslu í janúar á þessu ári. Innheimtar tekjur námu 165,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórð- ungi og jukust um 9,1 milljarð króna á milli ára. Þær voru 28,4 milljörð- um, eða 20,7%, yfir áætlun fjárlaga og skýrist það að mestu leyti af tæp- lega 24 milljarða króna arði frá Landsbankanum sem greiddur var undir lok marsmánaðar. Af heildar- tekjum fyrstu þriggja mánaða ársins námu skatttekjur og tryggingagjöld 134,8 milljörðum króna, sem er 5,5% meira en á sama tíma í fyrra. Þegar leiðrétt er fyrir fjármagnstekju- skatti ríkissjóðs sjálfs eru skatt- tekjur og tryggingagjöld á fyrsta ársfjórðungi 1,6 milljarðar króna, eða 1,3% yfir áætlun. Greidd gjöld námu 113,8 milljörð- um króna á fyrsta ársfjórðungi og jukust um 14,8 milljarða frá fyrra ári, eða um 15%, sem var í samræmi við það sem gert hafði verið ráð fyrir. Útgjöld til einstakra málaflokka breyttust mismikið milli ára en út- gjöld til almennrar opinberrar þjón- ustu námu 35,3 milljörðum króna og jukust um rúman milljarð milli ára. Vaxtagjöld ríkissjóðs skýra stærstan hluta af þessari fjárhæð, eða um 64%, en þau námu 22,6 milljörðum króna og jukust um 1,5 milljarða milli ára. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ríkissjóður Leiðrétting húsnæðis- lána hafði áhrif á greiðsluafkomu. Leiðrétting rýrir greiðsluafkomu  Handbært fé frá ríkisrekstri neikvætt í janúar til mars

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.