Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 »Velski söngvarinn Tom Jones hélt tónleika í gærkvöldi í Laugardals- höll og tók þar marga af sínum helstu smellum auk annarra laga. Jones fagnaði 75 ára afmæli í gær og var reffilegur á sviðinu, eins og sjá má af meðfylgjandi myndum. Goðsögnin Tom Jones söng af lífi og sál í Laugardalshöll Töffari Sir Tom Jones var í eldlínunni í Laugardalshöll og stóð fyllilega undir væntingum áhorfenda og ljóst að hann hefur engu gleymt. Gleði Það fór vel á með þeim Brynju Grand, Kristjáni Ólasyni og Thelmu Kristjánsdóttur.Fín Ásta Njálsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Örvar Birgisson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Flott Axel Hallkell Jóhannesson og Sigrún Edda Björnsdóttir voru alsæl með Sir Tom Jones. Morgunblaðið/Eggert Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Þetta eru síðustu tónleikar starfsárs- ins og haldnir í tilefni af 100 ára af- mæli kosningaréttar íslenskra kvenna,“ segir Arna Kristín Einars- dóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníu- hljómsveitar Íslands. Á tónleikum SÍ á fimmtudag verða konur í öllum þremur lykilhlutverkum, þ.e. sem tón- skáld, einleikari og hljómsveitarstjóri, en það mun vera í fyrsta sinn í sögu hljómsveitarinnar sem það gerist. Á efnisskránni verða píanó- konsertinn Slátta eftir Jórunni Viðar, Gelíska sinfónían eftir Amy Beach og Dreymi eftir Önnu Þorvaldsdóttur, en fyrir verkið hlaut hún Tónlistar- verðlaun Norðurlandaráðs. Einleikari á tónleikunum er Ástríður Alda Sig- urðardóttir píanóleikari og stjórnandi er aðalhljómsveitarstjóri Fíl- harmóníusveitarinnar í Bogotá, Ligia Amadio. „Okkur fannst á þessum tíma- punkti mikilvægt að beina sjónunum að hlutfalli kynjanna,“ segir Arna Kristín. Bendir hún á að á starfsárinu 2013-2014 hafi öll þau 155 erlendu verk sem SÍ lék verið samin af karl- mönnum og aðeins þrjú af 39 íslensku verkunum samin af konum. „Það sama starfsár var hljómsveitinni aldr- ei stjórnað af kvenkyns stjórnanda,“ segir Arna Kristín og bendir á að á yfirstandandi starfsári hafi kona þrisvar haldið um stjórnandasprot- ann. „Þetta eru sláandi tölur, þó að þær hefðu í sjálfu sér ekki átt að koma okkur á óvart, því að sinfóníuheim- urinn er og hefur verið mjög karllæg- ur. Við breytum auðvitað ekki fortíð- inni og þeirri staðreynd að karlmenn áttu mun auðveldara með að helga sig tónsmíðum, en við getum tekið ákvarðanir í dag sem hafa áhrif á kynjahlutfallið til framtíðar,“ segir Arna Kristín og bendir á að verk kvenna hafi að miklu leyti fallið í gleymskunnar dá og hafa þurfi fyrir því að draga verk þeirra fram í dags- ljósið. Nefnir hún Amy Beach í því samhengi. „En Beach var fyrsta ameríska kventónskáldið sem skrifaði sinfóníska tónlist.“ Ekki eins músíkalskar Arna Kristín bendir á að kynjahlut- fallið í hópi hljóðfæraleikara SÍ sé nánast jafnt, en ekki séu nema nokkr- ir áratugir síðan sinfóníuhljómsveitir víðs vegar um heiminn voru aðeins skipaðar körlum. „Enda skákað í því skjólinu að konur væru ekki eins músíkalskar og karlar,“ segir Arna Kristín og bendir á að þetta hafi snar- lega breyst þegar tekið var upp það fyrirkomulag að prufuspil nýrra hljóð- færaleikara færi fram bak við tjald. Spurð hvort tónleikar fimmtudags- ins séu upptaktur að breyttum kynja- áherslum SÍ svarar Arna Kristín því játandi. „Við verðum í auknum mæli að taka mið af því samfélagi sem við störfum í,“ segir Arna Kristín og líkir SÍ við stórt flutningaskip þar sem tíma taki að breyta um stefnu. Tekur hún fram að gott geti verið að horfa út fyrir landsteinana eftir fyrirmyndum. „Í Svíþjóð er t.d. gerð sú krafa að sinfóníuhljómsveitir sem reknar eru fyrir opinbert fé stuðli að jafnara kynjahlutfalli. Hjá Gautaborgar- sinfóníunni er t.a.m. gerð sú krafa að alltaf sé kona í einu af þremur lykil- hlutverkum á hverjum tónleikum, þ.e. í hlutverki einleikara, hljóm- sveitarstjóra eða tónskálds. Í ljósi þess hversu framarlega Ísland stend- ur í jafnréttismálum á ýmsum öðrum sviðum þjóðlífsins fyndist mér þetta mjög áhugaverð leið.“ Kvennatónleikar Sinfó Jórunn Viðar Anna Þorvaldsdóttir Ástríður Alda Sigurðardóttir Ligia Amadio Billy Elliot (Stóra sviðið) Mið 10/6 kl. 19:00 Fös 12/6 kl. 19:00 Sun 14/6 kl. 19:00 Fim 11/6 kl. 19:00 Lau 13/6 kl. 19:00 Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki - ósóttar pantanir seldar daglega Billy Elliot –★★★★★ , S.J. Fbl. Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.