Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015
Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288
Kamasa verkfæri
– þessi sterku
Bjarni Steinar Ottósson
bso@mbl.is
Háskólinn í Reykjavík tilkynnti í lið-
inni viku áform um byggingu stúd-
entagarða við skólann. Áformað er að
byggja 350 íbúðir
og einstaklings-
herbergi til út-
leigu fyrir nem-
endur og
starfsfólk fyrir-
tækja sem tengj-
ast skólanum.
Sérstök áhersla
er lögð í bygging-
aráformum á góð
tengsl við útivist-
arsvæðið í Öskju-
hlíð með göngu- og hjólastígum og
sjálfbæra samgöngumáta og þar
horft til nýrrar samgöngumiðstöðvar
í Vatnsmýri.
Verkefnið er talið mikilvægur liður
í uppbyggingu þekkingarþorps við
skólann. Haldin var hugmynda-
samkeppni á síðasta ári og í kjölfarið
var arkitektastofan Kanon fengin til
þess að vinna að breytingu á deili-
skipulagi fyrir svæðið, í samvinnu við
háskólann og borgarinnar.
Breytingartillagan er til sýnis í þjón-
ustuveri Reykjavíkurborgar í Borg-
artúni 12-14 til 17. júlí og tekið verð-
ur við umsögnum til 17. júní.
Slæm staða gatnamála
Ólafur Kr. Guðmundsson, varafor-
maður FÍB, telur ástand samgöngu-
mála á svæðinu slæmt. Á álagstímum
kvölds og morgna sé umferðin teppt.
„Það vantar heildstætt mat á um-
ferðarflæði á höfuðborgarsvæðinu og
flæðilíkan. Það er val borgarbúa að
nota bílinn, þeir greiða af honum há
gjöld og borginni ber að virða jafnan
rétt samgöngumáta,“ segir Ólafur.
Það er að hans sögn til marks um
áherslur borgarinnar að ekki hafi
verið lagt til fé í samræmi við árlega
endurnýjunarþörf gatnakerfisins
upp á 15 km af malbikun og safnast
hafi upp viðhaldsþörf upp á rúma 42
km. Borgarbúar hafi fengið að finna
fyrir því enda götur víða holóttar og
skæðar bílaumferð.
Bílastæðamálum telur Ólafur
einnig illa sinnt og stæði séu „einfald-
lega að skreppa saman alls staðar.
Margir veigra sér við því t.d. að fara
niður í bæ því þar er hvergi hægt að
leggja“. Þegar sé hægt að sjá bíla-
stæðavanda á svæðinu við Háskólann
í Reykjavík og frekari uppbygging
sem er áætluð auki á vandann. Svæð-
ið hafi löngu sprengt utan af sér
gatnakerfið. Nýlega voru sektir við
stöðubrotum í Reykjavík hækkaðar
úr 5.000 í 10.000 kr. og telur Ólafur
þetta öfugþróun þar sem stöðubrot
séu einfaldlega birtingarmynd af
bílastæðaskorti: „Það leikur sér eng-
inn að því að leggja ólöglega.“ Brýn-
ast telur hann þó að koma mislægum
gatnamótum á alla Miklubraut. Sú
brokkgenga umferð sem ljósastýrð
gatnamóti valdi sé afar sein og óhag-
kvæm. Þar myndist einnig slysa-
gildrur, en mörg hættulegustu
gatnamót borgarinnar eru við Miklu-
braut.
Háskólinn í Reykjavík
Öskjuhlíð Tveggja til fjögurra hæða hús munu rísa skv. áformum HR. Nýtt deiliskipulag liggur fyrir.
Háskólagarðar HR
áformaðir í Öskjuhlíð
350 íbúðir auk þjónustu Umferðarmál sögð í ólestri
Ólafur Kr.
Guðmundsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri
Fjallabyggðar, telur einsýnt að bæj-
arráð Fjallabyggðar leiti liðsinnis
innanríkisráð-
herra eftir að til-
kynnt var sl.
föstudag að Afl
sparisjóður (áður
Sparisjóður
Siglufjarðar og
Sparisjóður
Skagafjarðar)
sameinist Arion
banka.
„Samkvæmt
lögum á innanrík-
isráðherra að gæta hagsmuna al-
mennings í málum eins og þessu,
sem lýtur að samfélagssjóði í byggð-
arlögunum, bæði Fjallabyggð og
Skagafirði. Væntanlega verður gerð
bókun í þá veru að við leitum til inn-
anríkisráðherra á næsta bæjarráðs-
fundi Fjallabyggðar. Við viljum láta
á þetta reyna varðandi stöðu spari-
sjóðsins og varðandi spurninguna
um samfélagssjóð, sem myndi bæði
nýtast Fjallabyggð og Skagafirði til
uppbyggingar og þjóðþrifamála, ef
af stofnun slíkra sjóða yrði,“ sagði
Gunnar í samtali við Morgunblaðið í
gær.
Gunnar telur allt eins líklegt að
þetta hafi orðið niðurstaðan hjá Ar-
ion banka, til þess að geta forðast
það að áfrýjun stjórnar Afls til
Hæstaréttar, í máli gegn aðaleig-
anda sínum, Arion banka vegna lán-
veitinga til sjóðsins, komi til kasta
Hæstaréttar.
Slökkt á málaferlunum
„Það verður væntanlega bara
slökkt á þessum málaferlum Afls
sparisjóðs gegn Arion banka eftir að
búið verður að sameina sparisjóðinn
Arion banka. Ég fæ ekki séð að það
séu nokkrar líkur á því að bankinn
fari með mál gegn sjálfum sér til
Hæstaréttar. Og tel allt eins líklegt
að þeir hafi drifið í þessari samein-
ingu til þess að þurfa ekki að fá úr
því skorið hvort lánveitingin á sínum
tíma var lögleg eða ekki,“ sagði
Gunnar.
Leita til innan-
ríkisráðherra
Fjallabyggð ekki sátt við sameiningu
Afls sparisjóðs og Arion banka
Gunnar I.
Birgisson
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar
kemur fram að Heilbrigðisstofnun
Austurlands (HSA) hefur um árabil
glímt við alvarlegan rekstrarvanda.
Í lok síðasta árs nam uppsafnaður
rekstrarhalli stofnunarinnar um 278
milljónum króna og hvetur Ríkis-
endurskoðun Velferðarráðuneytið
og stjórnendur HSA til að taka á
vandanum.
Skýrslan er birt á vefsíðu Ríkis-
endurskoðunar. Í henni kemur m.a.
fram að rekstrargrunnur stofnunar-
innar hafi verið hækkaður um 60
m.kr. í fjárlögum 2014 og í ár hafi
hún fengið 25 m.kr. viðbótarfjárveit-
ingu. Samtals hafi því framlög til
stofnunarinnar hækkað um 85 m.kr.
á tveimur árum. Þá kom Fjármála-
og efnahagsráðuneytið til móts við
vandann með bráðabirgðagreiðslu á
rekstrarfé að fjárhæð 45 m.kr.
Í skýrslunni eru skýringar HSA á
hallanum taldar upp og meðal þess
sem er tilgreint er að veikindalaun
urðu mun hærri en áætlað hafði ver-
ið. Þá setti nýr kjarasamningur
lækna strik í reikninginn.
HSA glímir við alvar-
legan rekstrarvanda
„Þetta verður bæði leik- og grunn-
skóli og við gerum ráð fyrir því að
þarna verði hægt að hefja starfsemi
haustið 2016,“ segir Gunnar Ein-
arsson, bæjarstjóri í Garðabæ, um
fyrirhugaðan skóla í Urriðaholti í
bænum.
Auglýst hefur verið eftir tilboðum
í uppsteypu á fyrsta áfanga en frest-
ur til þess að skila inn tilboðum
rennur út 19. júní. Fyrsti áfangi
skólans verður 5.300 fermetrar að
stærð og mun rúma um 100 leik-
skólabörn og 250 grunnskólabörn.
Fullbyggður mun skólinn geta rúm-
að um 820 leik- og grunnskólabörn.
Gunnar segir að skólinn verði
byggður upp með opin svæði í huga
og að hann sé hannaður með hliðsjón
af nútímalegum kennsluháttum en
einnig sé lagt mikið upp úr umhverf-
ismálum.
Umhverfismál í fyrirrúmi
„Við leggjum mjög mikla áherslu
á umhverfismál og skólinn verður
vottaður með svokallaðri
BREEAM-umhverfisvottun sem er í
takt við það sem er að gerast í hverf-
inu,“ segir Gunnar og bendir á að
skólinn sé líklega sá fyrsti á landinu
sem muni öðlast slíka vottun.
Tölvumynd/Úti og Inni
Umhverfisvænn skóli Teikningar af nýjum Urriðaholtsskóla í Garðabæ en
stefnt er að því að skólinn muni öðlast sérstaka umhverfisvottun.
Nýr skóli í Garðabæ
Stefnan að Urriðaholtsskóli hefji starf
haustið 2016 með rými fyrir 350 börn