Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015
FÆDDIST ÞÚ UNDIR HEILLASTJÖRNU?
Lesendur okkar eru vitanlega fæddir á öllum tímum ársins og í mismunandi
stjörnumerkjum. Áskrifendur Morgunblaðsins eru hins vegar stjörnurnar sem
blaðamenn okkar taka mið af í daglegu starfi.
Allir áskrifendur Morgunblaðsins eru með í áskriftarleiknum.
Fylgstu með þegar við drögum út vinningshafann þann 17. júlí.
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Áætlun ríkisstjórnarinnar um afnám
gjaldeyrishafta felur í sér lausn á tví-
þættum vanda sem kristallast í hætt-
unni á útflæði gjaldeyris úr íslensku
efnahagslífi og veikingu íslensku
krónunnar. Heildarvandinn, sem oft
er vísað til sem snjóhengjunnar, er
metinn á 1.200 milljarða króna. Hann
skiptist í raun í tvennt, þ.e. annars
vegar 900 milljarða af eignum slita-
búa fallinna fjármálastofnana, sem
greinast í 500 milljarða krónueignir
og 400 milljarða kröfur þeirra á inn-
lenda aðila í erlendri mynt, og hins
vegar svokallaðar aflandskrónur,
sem taldar eru nema um 300 millj-
örðum króna.
Slitabúunum með milljarðana 900
eru boðnar tvær leiðir til lausnar en
aflandskrónueigendur munu hafa
þrjá kosti að velja úr um það hvernig
þeir vilja koma eignum sínum fyrir til
lengri tíma. Aflandskrónueigendur
munu hafa kost á því að taka þátt í
gjaldeyrisuppboði sem haldið verður
í haust, þar sem þeim gefst kostur á
að greiða viðbótargjald fyrir útgöngu
úr höftunum. Að öðrum kosti geta
þeir fjárfest í ríkisskuldabréfum,
annars vegar ríkisskuldabréfi í krón-
um til 20 ára og hins vegar skulda-
bréfi til meðallangs tíma í evrum.
Lakasti kosturinn er hins vegar fyrir
þá aflandskrónueigendur sem ekki
hlíta skilyrðum stjórnvalda, en hann
er að láta fjármunina læsast inni á
vaxtalausum reikningum til langs
tíma.
Leiðir slitabúanna
Slitabú föllnu bankanna standa
frammi fyrir leiðum sem í kynningu
stjórnvalda eru nefndar leið stöðug-
leikaframlags og leið stöðugleika-
skatts. Fyrrnefnda leiðin felur í sér
samþykkt nauðasamnings að upp-
fylltum ófrjávíkjanlegum skilyrðum
af hálfu stjórnvalda. Sá samningur
verður að liggja fyrir áður en árið er á
enda, að öðrum kosti verða slitabúin
þvinguð til að taka síðari kostinn, en
hann mun leiða til 39% einskiptis-
skatts á heildareignir búanna.
Fyrri leiðin, leið stöðugleika-
framlagsins, greinist í raun í sex
þætti og ber búunum að uppfylla þá
að öllu leyti fyrir árslok 2015, eigi sú
leið að standa þeim opin. Geri þau
það munu þau fá heimild til að flytja
fjármagn utan. Í fyrsta lagi felast
skilyrðin í greiðslu beins framlags til
ríkissjóðs og verður það í formi reiðu-
fjár og útgáfu skuldabréfs, í öðru lagi
felst hún í endurfjármögnun lána,
þ.e. endurgreiðslu á gjaldeyrislánum
ríkissjóðs og Seðlabankans sem veitt
voru nýju bönkunum við stofnun
þeirra, í þriðja lagi útgáfu skilyrts
skuldabréfs, í fjórða lagi afkomu-
skiptasamningi sem tengdur er
heildarafkomu nýju bankanna, en af-
rakstur þeirra mun renna beint í
ríkissjóð, í fimmta lagi að gjaldeyris-
innlánum verði breytt í staðlaða
skuldabréfafjármögnun til langs tíma
og í sjötta og síðasta lagi framsali
innlendra krafna til Eignasafns
Seðlabanka Íslands, en þar eiga í hlut
kröfur þar sem nafnverð er umtals-
vert hærra en bókfært virði. Þessi
skilyrði hafa verið samþykkt af ráð-
herranefnd um efnahagsmál og stýri-
nefnd um losun fjármagnshafta.
Síðari leiðin, leið stöðugleika-
skatts, verður óhjákvæmilega að
veruleika nái slitabúin ekki að ljúka
nauðasamningi á grundvelli fyrr-
greindra skilyrða fyrir áramót. Í
kynningu ríkisstjórnarinnar er leiðin
sögð vera „nauðvörn almennings
gagnvart kröfuhöfum slitabúa föllnu
fjármálastofnananna“. Hún felst í því
að 850 milljarða stöðugleikaskattur
verður lagður á búin, en það svarar
til 39% af heildareignum þeirra.
Skatturinn mun miðast við stöðu bú-
anna í árslok 2015, hann verður lagð-
ur á 15. apríl 2016 og að fullu inn-
heimtur fyrir lok ágústmánaðar
sama ár. Inn í skattinn hafa sérfræð-
ingar ríkisstjórnarinnar reiknað
framtíðaráhættu þá sem orðið getur
af virðisaukningu innlendra eigna
slitabúanna.
Þrenns konar lagabreytingar
Áætlun ríkisstjórnarinnar byggir á
þrenns konar lagabreytingum sem
ætlað er að gera aðgerðirnar mögu-
legar. Í fyrsta lagi er lagt fram frum-
varp til breytinga á lögum um fjár-
málafyrirtæki, en þeim er ætlað að
einfalda þær reglur sem gilda um
framkvæmd nauðsamningsumleitana
fjármálafyrirtækja. Þá er einnig
komið í lög að frumvörp að nauða-
samningum fjármálafyrirtækja skuli
ekki hljóta staðfestingu héraðsdóm-
ara nema að því undangengnu að
Seðlabanki Íslands meti það svo að
frumvarpið raski ekki stöðugleika í
gengis- og peningamálum eða fjár-
málastöðugleika. Í öðru lagi er lagt
fyrir þingið frumvarp um fyrr-
nefndan stöðugleikaskatt sem ætlað
er að mæta þeim neikvæðu áhrifum
sem raungerast myndu ef útgreiðsla
fjármuna í tengslum við lok slita-
meðferðar hinna föllnu banka yrði
ekki skert með afgerandi hætti. Í
þriðja lagi felast lagabreytingarnar í
því frumvarpi sem varð að lögum á
skyndifundi Alþingis á sunnudags-
kvöldið, en það fól í sér að hnykkt var
á sérstökum ákvæðum laga um gjald-
eyrismál og reynt með því að girða
fyrir sniðgönguleiðir sem uppgötvast
höfðu og tengjast sérstaklega lán-
veitingum milli félaga innan sömu
samstæðu.
Í tilkynningu frá fjármála- og efna-
hagsráðuneytinu er ítrekað mikil-
vægi þess að þeir fjármunir sem
renna munu í ríkissjóð í tengslum við
afléttingu hafta hafi ekki óæskileg
áhrif á peningamagn eða önnur
þensluhvetjandi áhrif sem raskað
gætu efnahagslegum stöðugleika
hagkerfisins. Því er ætlunin að þeim
fjármunum sem slitabúin munu reiða
af hendi verði varið til lækkunar
skulda ríkisins, sem nema nú tæpum
1.500 milljörðum króna. Fyrst verða
eftirstöðvar skuldabréfs ríkissjóðs
við Seðlabanka Íslands greiddar, en
bréfið stóð í 145 milljörðum króna við
árslok 2014. Þegar það bréf hefur að
fullu verið greitt verður skatttekj-
unum haldið aðskildum frá öðrum
tekjum á sérstökum innlánsreikningi
ríkissjóðs í Seðlabankanum.
850 milljarða skattur á slitabúin
Sagður vera „nauðvörn almennings gagnvart kröfuhöfum slitabúa föllnu fjármálastofnananna“
Skuldir ríkisins lækka að lágmarki um þriðjung Lánshæfi ríkisins og vaxtakjör munu batna
Aðgerðir ríkisstjórnarinnar miða
að því að skila ríkissjóði allt að
850 milljörðum króna í skatt-
tekjur og samkvæmt áætlun
þeirri sem kynnt var í gær eiga
þeir fjármunir að fullu leyti að
vera komnir til ríkisins í lok ágúst
á næsta ári. Þó er sérstaklega til
tekið að upphæðin kunni að
verða nær 682 milljörðum, þ.e. ef
slitabúin nýta sér þær frádrátt-
arheimildir sem lögin bjóða upp
á.
Í lok apríl síðastliðins skuldaði
íslenska ríkið rúma 1.477 millj-
arða króna og ef unnið verður eft-
ir þeirri áætlun sem nú liggur fyr-
ir ættu skuldir ríkissjóðs að
lækka um tugi prósenta á kom-
andi árum. Þá segir Bjarni Bene-
diktsson, fjármála- og efnahags-
ráðherra, í samtali við Morgun-
blaðið að skuldir ríkisins muni að
lágmarki lækka um þriðjung. Slík
lækkun skulda myndi hafa gríð-
arleg áhrif á afkomu ríkissjóðs til
lengri tíma, einkum þegar litið er
til þeirra vaxtagreiðslna sem
hann þarf að rísa undir á hverju
ári. Á þessu ári einu nema vaxta-
gjöld ríkissjóðs um 77 milljörðum
króna. Frá árinu 2009 nema
gjöldin um 521 milljarði króna.
Þá kom fram í kynningu ríkis-
stjórnarinnar í gær að aðgerð-
irnar myndu að öllum líkindum
hafa veruleg jákvæð áhrif á láns-
hæfismat ríkissjóðs og að það
myndi aftur hafa jákvæð áhrif til
lækkunar vaxtakostnaðar hans.
Sé skattheimtan af aðgerð-
unum sett í samhengi við aðrar
stærðir ríkisfjármálanna kemur í
ljós að heildarskattheimtan
óskert myndi duga til að reka Há-
skóla Íslands í hálfa öld. Þá væri
hægt að reka Landspítalann í 17
ár eða reka ríkissjóð án annarra
tekna í 477 daga, eða rétt um 16
mánuði.
Skuldir munu
lækka mikið
ÁHRIF Á RÍKISSJÓÐ
Morgunblaðið/Golli
Höft Sigurður Hannesson og Benedikt Gíslason úr framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta kynntu áætlunina.
Lausn til afnáms gjaldeyrishafta
Vandinn við slitabúin
Krónueiginir
Kröfur á innlenda aðila í íslenskri mynt10 fagfjárfestar eiga meirihluta krónanna
Aflandskrónuvandinn
500
milljarðar
400
milljarðar
300
milljarðar
Leið 1: Stöðugleikaframlag
Opið til 31. desember 2015 og felur í sér
nauðasamning og:
greiðslu beins framlags•
endurfjármögnun lána•
skilyrt skuldabréf•
afkomusamning•
innlánum breytt í skuldabréf•
framsal krafna•
Leið 2: Stöðugleikaskattur
Umáramót leggst 39%stöðugleikaskattur ef
nauðasamningur uppfyllir ekki stöðugleikaskilyrði
Leið 1: Gjaldeyrisuppboð í haust
Kröfuhafar greiða viðbótargjald fyrir útgöngu úr
gjaldeyrishöftum
Leið 2: Ríkisskuldabréf til langs tíma
Skuldabréf með endurgreiðsluferli sem sam-
rýmist langtímagreiðslujöfnuði þjóðarbúsins og
útgöngjugjaldi fyrstu 7 árin
Leið 3: Afarkostir
Læstir reikningar til langs tíma fyrir þá sem ekki
lúta skilyrðum stjórnvalda
Áætlun um afnám hafta