Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 2
Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Við mikla viðhöfn var Elín Pálmadóttir, 88 ára rithöf- undur og blaðamaður, sæmd æðstu orðu Frakklands (Légion d’honneur) af franska sendiherranum í gær fyrir einstakt framlag sitt í þágu Frakklands og franskrar menningar. Við athöfnina var fjöldi franskra sjóliða sem vottuðu Elínu virðingu sína, en franska her- skútan Etoile liggur við höfn í Reykjavík. Orðuveitingin fór fram í Sjóminjasafninu og var orðuhafinn Elín nær orðlaus yfir þeim mikla heiðri sem henni var sýndur. „Ég er svo hissa að ég get ekki sagt annað við þá en takk, takk!“ sagði Elín og hló. Hún sagðist hafa orðið gagntekin af Frakklandi þegar hún vann hjá franska sendiráðinu í París og mælti með því að ungt fólk lærði frönsku. „Það er svo allt ann- ar kúltúr í Frakklandi. Það kemur mikið fram í fréttum hvað við mótumst mikið af enskumælandi löndum. Mikið vantar í íslenska menningu og blaðamennsku þegar menn tala ekki frönsku.“ Þekktasta framlag Elínar til franskrar menningar er bók hennar um franska sjómenn á Íslandi, bókin Fransí biskví: Frönsku Íslandssjómennirnir. Þegar Elín hófst handa við að skrifa verkið hafði enginn tekið sam- an efni um franska sjómenn hérlendis á skipulagðan hátt og þykir bók Elínar mikilvæg heimild um gleymdan tíma. Elín hóf ung störf hjá Sameinuðu þjóðunum í New York, í árdaga samtakanna á fimmta áratugnum. Þá starfaði hún einnig í sendiráði Íslands í París á sjötta áratugnum og kynntist listalífi borgarinnar vel, ekki síst Gerði Helgadóttur myndhöggvara. Þegar Elín sneri aftur til Íslands hóf hún störf hjá Morgunblaðinu og þótti afbragðsblaðamaður. Hún segir störf sín hjá Morgunblaðinu hafa undirbúið sig vel fyrir frekari ritstörf. Hún leitaði dýpra og dýpra ofan í efnið um franska Íslandssjómenn, sem byrjaði sem einstaka greinar og þróaðist út í að verða heil bók. „Ég ákvað að skrifa áreiðanlega sögu og ég vandi mig á það og lærði hjá Morgunblaðinu,“ sagði Elín. „Við vorum dönsk nýlenda og franskir sjómenn höfðu ekki leyfi til að koma í land. Þeir sáust hér eins og bunga um Suðurland. Svo fór ég að tala við fræðimenn og þeir sögðu við mig að engir hefðu skrifað um þetta með alvöru tilvitnunum.“ Elín Pálmadóttir sæmd æðstu orðu Frakklands  Heiðruð fyrir framlag sitt í þágu franskrar menningar Morgunblaðið/Árni Sæberg Við athöfnina Elín á merkan feril og skrifaði meðal annars bók um sögu franskra sjómanna við Íslandsstrendur. 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Flutningaskip sem flytur hvala- afurðir frá Íslandi til Japans mun sigla norður fyrir Rússland, norð- austurleiðina svokölluðu. Þessi leið er 14.800 kílómetrum styttri en leiðin fyrir Góðrarvonarhöfða og samsvarar munurinn 11 ferð- um um Hringveginn. Ekki er vit- að til þess að þessi leið hafi áður verið farin með afurðir frá Ís- landi. Hvalur hf. tók skipið Winter Bay á leigu til að flytja 1.800 tonn af hvalaafurðum til Japans. Skipið var lestað í byrjun maí en brottför þess frá Hafnarfirði dróst í tæpan mánuð vegna bilunar í vélbúnaði. Upphafleg áætlun var að sigla með ströndum Afríku og fyrir Góðrarvonarhöfða. Það er 67-70 daga sigling á þessu skipi. Þegar brottförin dróst nefndi útgerðar- maðurinn þá hugmynd hvort ekki væri ráð að athuga norðaustur- leiðina. Umferð um hana eykst eftir því sem ísinn minnkar á norðurslóðum. „Ég hef fylgst með umræðunni um norðurslóðamál- efni og meðal annars sótt ráð- stefnuna Arctic Circle, sem Ólaf- ur Ragnar Grímsson forseti átti frumkvæðið að. Þar var mikið rætt um þessa mögulegu siglinga- leið. Eigandi skipsins var til í þetta og fékk til þess tilskilin leyfi,“ segir Kristján Loftsson, framkvæmdastjóri Hvals hf. Bíður fyrirmæla í Noregi Leiðin verður opnuð í júlí fyrir skip eins og Winter Bay. Rússnesk stjórnsýslustofnun hefur veitt leyfi til siglingarinnar og veitir ís- brjótaþjónustu ef á þarf að halda. Ef vindar verða óhagstæðar getur þó dregist fram í ágúst eða september að skipið komist sína leið til Japans. Við eðlilegar að- stæður gæti siglingin frá Íslandi tekið um mánuð. Winter Bay er nú á leið til Nor- egs, þar sem það mun bíða eftir fyrirmælum um að hefja sigling- una um Norður-Íshafið yfir í Kyrrahaf.  Skip siglir með hvalaafurðir norður fyrir Rússland á leiðinni til Japans Siglir norð- austurleiðina með hvalkjöt Hafnarfjarðarhöfn Winter Bay fer um Norður-Íshaf á leiðinni til Japans. Ingvar Smári Birgisson isb@mbl.is Uppbygging kísilvers í eigu PCC Bakki Silicon hf., sem er dóttur- félag þýska fyrirtækisins PCC SE, mun fljót- lega hefjast á iðnaðarsvæðinu á Bakka við Húsavík. Búið er að tryggja raf- orkusamning við Landsnet og gera áætlanir ráð fyrir að framleiðsla geti hafist í árslok 2017. Þetta kem- ur fram í sameiginlegri frétta- tilkynningu frá iðnaðar- og við- skiptaráðherra og Norðurþingi. „Það er sannarlega ákaflega mikilvægt og ánægjulegt að þetta sé að fara af stað, að við séum að fara í þessa innviðauppbyggingu og gera okkur kleift að spyrna við fótum hérna í atvinnulífinu,“ segir Kristján Þór Magnússon, bæjar- stjóri Norðurþings. „Ég held að það verði mun fjöl- breyttari störf á atvinnumark- aðnum hérna á svæðinu með til- komu þessarar upbyggingar. Það er auðvitað fyrst tímabundið hér í uppbyggingarfasanum en er ekkert síðra þegar verksmiðjan er komin í gang. Svona starfsemi fylgja alltaf afleidd störf og er þetta fyrsta púslið í því sem við sjáum og von- um að geti gengið upp, að iðnaðar- svæðið á Bakka verði eyrnamerkt smærri og millistórum iðnaðar- fyrirtækjum,“ segir Kristján og bætir við að byggð hafi verið upp mjög öflug ferðaþjónusta á svæð- inu og það sé spennandi verkefni fram undan að láta þetta allt vinna saman, þannig að hægt sé að efla svæðið í heild sinni. Áætluð framleiðslugeta versins er 32.000 tonn í fyrri áfanga en fullbyggt er áætluð afkastageta 66.000 tonn. Aflþörf versins er 53 MW í fyrri áfanga og áætlað er að 48 MW komi frá hinni nýju virkj- un Landsvirkjunar að Þeistareykj- um. 400 starfa við uppbygginguna Byggingarkostnaður kísilversins er talinn verða um 40 milljarðar íslenskra króna. Er áætlað að allt að 400 manns muni starfa við upp- bygginguna og að við fyrri áfanga versins muni skapast um 120 framtíðarstörf, auk afleiddra starfa. Auk byggingar kísilversins verð- ur samhliða ráðist í hafnar- og vegaframkvæmdir sem auk þess að þjónusta rekstur PCC Bakki Silicon hf. búa í haginn fyrir frek- ari iðnaðaruppbyggingu á Bakka. Því til viðbótar má nefna fram- kvæmdir Landsvirkjunar að Þeistareykjum og fyrirhugaða línulögn Landsnets hf. til Húsa- víkur. Kísilver á Bakka rétt handan hornsins  Framleiðsla gæti hafist í árslok 2017  Raforkusamningur er tryggður Morgunblaðið/Hafþór Hreiðar Aflétt Fyrirvörum á raforkusölusamningi Landsnets við PCC Bakki Silicon hefur verið aflétt og munu framkvæmdir kísilversins hefjast fljótlega. Kristján Þór Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.