Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 ✝ Þóra J. Péturs-dóttir fæddist í Brekkukoti í Svarf- aðardal 10. desem- ber 1925. Hún lést á dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund hinn 30. maí 2015. Foreldrar henn- ar voru Pétur Gunnlaugsson, f. 27.10. 1878 í Glæsibæ við Eyjafjörð, d. 10.12. 1926 á Jarðbrú í Svarfaðardal, og Sigurjóna Steinunn Jóhanns- dóttir, f. 3.10. 1886 í Brekkukoti í Svarfaðardal, d. 3.11. 1934 á sjúkrahúsinu á Akureyri. Systk- ini Þóru: Víglundur, f. 9.12. 1908, d. 15.5. 1986; Sigrún Lilja, f. 28.8. 1911, d. 27.3. 1998; Jóhann Krist- inn, f. 9.2. 1913, d. 26.11. 1984; arsdóttur, f. 3.9. 1966 í Vest- mannaeyjum. Synir þeirra eru: a) Hafþór Örn, f. 6.5. 1991, í sambúð með Örnu Kristjánsdóttur, f. 1.6. 1989, og b) Agnar, f. 30.4. 1997. Fyrir átti Pétur dótturina Söru Björgu, f. 10.8. 1988, maki Einar Páll Pálsson, f. 24.6. 1986, dætur þeirra eru Kamilla Sif, f. 21.5. 2007, og Kristín Svala, f. 25.8. 2009. Þóra fluttist ung úr Svarf- aðardal til Akureyrar, þar sem hún ólst upp hjá systur sinni frá níu ára aldri. Hún stundaði nám við Laugaskóla í Suður- Þingeyjarsýslu og Húsmæðra- skóla Akureyrar. Um tvítugt fluttist Þóra til Reykjavíkur og bjó þar allan sinn aldur. Eftir að hún fluttist suður starfaði hún lengst af hjá ljósmyndavöru- verslun Hans Petersen. Árið 1960 byggðu Þóra og Jón sér framtíðarheimili við Sólheima, þar sem þau bjuggu allan sinn aldur. Útför Þóru fer fram frá Lang- holtskirkju í dag, 9. júní 2015, kl. 13. Trausti, f. 19.7. 1914, d. 5.3. 1990; Anna Daníelína, f. 17.1. 1917, d. 13.11. 1998; Gunnlaugur Maron, f. 9.12. 1919, d. 2.3. 2000; Jóna Friðbjörg, f. 5.8. 1922, d. 3.6. 2011, og Steinunn Guðný, f. 31.12. 1923, hún er ein eftirlifandi af systkinunum. Hinn 12. apríl 1955 giftist Þóra Jóni Erni Jónassyni skipa- smíðameistara í Reykjavík, f. 25.2. 1923, d. 19.10. 1983. For- eldrar hans voru Jónas Halldór Guðmundsson og Margrét Otte- sen Guðmundsdóttir. Þóra og Jón eignuðust tvo syni: 1) Agnar Jónas, f. 30.4. 1955. 2) Pétur, f. 30.7. 1963, kvæntur Hrefnu Ein- Elsku amma. Margar góðar minningar koma upp í hugann er við minnumst þín. Við erum þakklátir fyrir allar þær frá- bæru stundir sem við áttum saman. Við kveðjum þig með söknuði og trega. Ég sendi þér kæra kveðju nú komin er lífsins nótt, þig umvefji blessun og bænir ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því, þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Blessuð sé minning þín, elsku amma, Hafþór Örn og Agnar. Þóra ömmusystir mín var glæsileg kona, með fallegt ljóst liðað hár og alltaf svo vel tilhöfð. Hún var yngsta systir Sigrún- ar ömmu minnar og yngsta systkinið í níu systkina hópi úr Svarfaðardal. Móðir hennar dó þegar Þóra var aðeins níu ára en föður sinn hafði hún misst áður. Það var hennar hlutskipti að fara í fóstur til Sigrúnar systur sinnar sem þá var sjálf 23 ára og Agnars manns hennar sem þá bjuggu á Akureyri. Ári eftir að Þóra kom til þeirra fæddist Unnur móðir mín. Agnar lést eftir stutt veikindi á jólanótt árið 1939 en þá var Þóra 14 ára göm- ul. Hún var mjög hænd að Agn- ari afa mínum og vart er hægt að hugsa sér þann harm sem hún hafði upplifað á sinni stuttu ævi og sem hafði vafalaust áhrif á hana alla tíð eftir það. Eftir að Agnar afi dó var amma ein með Þóru og mömmu en margt breyttist við andlát hans og oft var erfitt í búi þótt ekki vantaði hjartahlýjuna. Þóra fluttist til Reykjavíkur um tvítugt og bjó þar alla tíð síð- an en alltaf var mikið og kær- leiksríkt samband á milli þeirra systra. Síðustu ár bjó Þóra við heilsuleysi en alltaf hélt hún sinni reisn og glæsileika, fylgdist vel með fólkinu sínu og það var ætíð gaman að spjalla við hana. Ég votta Agnari, Pétri og fjöl- skyldu innilega samúð. Blessuð sé minning Þóru. Gunnhildur Óskarsdóttir. Elskuleg móðursystir mín hefur fengið hvíldina. Hún kvaddi þetta líf í faðmi fjölskyld- unnar laugardaginn 30. maí sl. Þóra „systir“ var yngsta syst- ir hennar mömmu minnar og voru þær mjög nánar eins og öll systkinin níu. Þóra var ung þegar hún þurfti að takast á við mótlæti því að- eins ársgömul missir hún föður sinn og rétt tæplega níu ára missir hún móður sína. Það var ekki auðvelt að vera í þessum sporum fyrir litla stúlku. Systk- inin stóðu vel saman og Þóra var lánsöm því elsta systirin tók hana að sér. Hún bjó á heimili Sigrúnar systur sinnar og Agn- ars Guðlaugssonar eiginmanns hennar ásamt dóttur þeirra Unni og þar leið henni vel. Þegar Þóra er rúmlega tvítug flytur hún til Reykjavíkur og starfar um tíma í Málleysingja- skólanum eins og hann hét þá en lengst af starfaði hún hjá Hans Petersen. Hún hafði næmt auga fyrir því að taka góðar myndir og var alltaf með myndavélina til taks við öll tækifæri. Ég á margar góðar minningar af samverustundum með Þóru frænku. Öll jólaboðin með stórfjöl- skyldunni, sumarbústaðarferð- irnar á Þingvelli í litla bústaðinn hennar og Jóns, ferðalögin til Akureyrar og Dalvíkur og margt fleira. Það voru líka margar góð- ar stundir sem við áttum saman við eldhúsborðið í Sólheimunum. Það var gott að koma til Þóru, hún tók alltaf vel á móti manni. Þóra var glæsileg kona og passaði vel upp á útlitið. Ég man það þegar við fórum eitt sinn norður, þá fór hún ekki út úr húsi fyrr en búið var að renna krullujárninu í gegn um hárið og setja á sig varalitinn. Allt þurfti að vera í lagi. Allar þessar góðu minningar og margar fleiri geymi ég í hjarta mínu. Það er komið að kveðjustund elsku frænka. Ég vil þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og Árna bróður. Þú varst stór hluti af lífi okkar og átt stóran hluta í hjörtum okkar. Ástarþakkir fyrir allt. Sigurjóna Sigurbjörnsdóttir. Þóra J. Pétursdóttir ✝ Ásta Eyjólfs-dóttir fæddist á Hverfisgötu 58b, 21. júní 1911. Hún lést 25. maí 2015. Foreldrar Ástu voru: Eyjólfur Friðriksson, f. í Gaulverjabæ í Ár- nessýslu 2.12. 1878, d. 27.6. 1931, og Helga Guðmunds- dóttir, f. að Yrpu- holti í Villingaholtshr. í Árnes- sýslu 29.1. 1883, d. 9.7. 1972. Eyjólfur og Helga giftu sig 16.10. 1904 og bjuggu að Þing- holtsstræti 1. Eyjólfur starfaði sem slátrari hjá Verslun Jóns Þórðarsonar og Sláturfélagi Suðurlands þar til heilsan brást og berklar réðust til atlögu. Hann dvaldi á Vífilsstöðum frá 1912 til 1918 og síðar 1930 til 1931 er hann lést langt um ald- ur fram. Börn Eyjólfs og Helgu voru: 1) Högni, f. í Þingholts- stræti 1, 19.6. 1905, d. 22.12. 1979. Maki Sigríður Einars- dóttir, f. 28.9. 1907, d. 19.6. 1986. Högni og Sigríður eign- uðust tvö börn: Guðrúnu Helgu og Eyjólf . Árið 1907 fluttist 16.7. 1918, d. 26.1. 1920. Ásta gekk í Miðbæjarbarna- skólann í Reykjavík og síðan í Kvennaskólann. Að skólagöngu lokinni hóf Ásta störf hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur sem aðalgjaldkeri og starfaði þar alla tíð þar til hún fór á eftir- laun 70 ára. Ásta var ógift og barnlaus, en hún átti fjölda sytkinabarna sem hún annaðist af mikilli umhyggju og alúð. Öll börnin hafa haldið mikilli tryggð við Ástu og ekkert aumt mátti Ásta vita um í þeirra garði svo hú reyndi ekki að bæta úr. En 1915 keypti Eyjólf- ur og Helga húseignina Njáls- götu 25 og bjuggu þar frá því snemma á árinu 1916 og þar til að ekkjan Helga Guðmunds- dóttir seldi húsið 1939. Eftir að Helga var orðin ekkja og eigur hennar voru seldar bjó Ásta með móður sinni og rak heimili með henni. Þar til Ásta flutti í eigin íbúð í Eskihlíð og Helga fór til Guðmundar og síðan Þóru. Ásta keypti íbúð í Eski- hlíð 6 og bjó þar til ársins 1995. Þá keypti hún 1.8. 1995 íbúð 404 að Dalbraut 18, þar var hún þangað til 13.3. 2008 að hún flutti á Skjól hjúkrunarheimili við Kleppsveg 64. Útför Ástu fer fram frá Ás- kirkju í dag, 9. júní 2015, kl. 13. fjölskyldan í Bankastræti 7. 2) Þóra, f. í Banka- stræti 7, 18.9. 1907, d. 9.12. 1993, maki Sigurður Sveins- son, f. 17.10. 1904, d. 13.6. 2006. Þóra og Sigurður eign- uðust fjögur börn: Eystein, Helgu, Auði og Hallstein. Árið 1909 flutti fjölskyldan að Hverfisgötu 58b, og dvöldu þar í átta ár. 3) Ásta fæddist þar 21.6. 1911, d. 25.5. 2015. 4) Friðbjörg fæddist þar 4.11. 1912, d. 11.2. 1956, maki Eðvarð Árnason, f. 12.7. 1909, d. 26.7. 1986. Friðbjörg og Eð- varð skildu en áður höfðu þau tekið að sér dreng, Kjartan Eð- varðsson. Árið 1915 keyptu Eyj- ólfur og Helga húsið Njálsgötu 25 og fluttu þangað 1916 og bjuggu þar til 1939. 5) Guð- mundur fæddist þar 8.9. 1916, d. 23.6. 1983, maki Guðríður Mýrdal Sigurjónsdóttir, f. 5.1. 1919, d. 16.5. 1988. Guðmundur og Guðríður eignuðust þrjá syni: Sigurjón, Halldór og Guð- mund. 6) Ásgeir fæddist þar Ásta móðursystir mín Eyj- ólfsdóttir er látin og vantaði rétt tæpan mánuð upp á að verða 104 ára. Þetta er hár ald- ur. Þær voru þrjár systurnar, Þóra, Ásta og Fríða, og einu sinni voru þær allar ungar, eins og við hin. Ég hef fyrir því öruggar heimildir, frá mönnum sem voru strákar á stelpuárum þeirra, að þær systurnar á Njálsgötu 25 hafi þótt glæsi- legar á yngri árum og dregið að sér athygli ungu piltanna í bæn- um. Ég hef oft velt því fyrir mér að trúlega hafa þessar þrjár systur tilheyrt fyrstu sprotun- um af þeirri íslensku borgara- stétt sem var að verða til á æskuárum þeirra. Dæmi um það eru að þær klæddust síðbuxum, sem ís- lenskar sveitastúlkur hefðu seint látið sér til hugar koma – á þessum árum gengu íslenskar konur í síðum pilsum, en síð- buxurnar voru eftirlátnar körl- unum. Þá stunduðu þær gönguferðir og útilíf, meðal annars fóru þær ásamt vinkonum fótgangandi frá Laugarvatni til Þingvalla – framtak sem manni finnst eig- inlega standa nær nútímanum en árunum í kringum 1930. En þarna var þjóðfélagið að breyt- ast, og þær tóku fullan þátt í þeim breytingum. Síðan tók lífið við hjá þeim eins og öðrum. Þóra hitti góðan mann, Sigurð Sveinsson aðal- bókara, og átti með honum okk- ur fjögur systkinin. Fríða hitti annan góðan mann, Eðvarð Árnason rafmagnsverkfræðing og þau eignuðust einn son. Auk þess átti Högni bróðir þeirra tvö börn, og Guðmundur átti þrjá syni. En riddarinn á hvíta hestinum lét Ástu frænku mína bíða. Hún stundaði sitt starf sem aðalféhirðir Sjúkra- samlags Reykjavíkur, hélt lengi heimili með aldraðri móður sinni og var frábærlega vel liðin af öllum sem hún umgekkst. Það var gott á milli þeirra systranna alla tíð. Ásta hefur þannig verið stór partur af öllu mínu lífi allar götur frá byrjun, sem og okkar allra systkina- barna hennar. Hún tók okkur undir sinn verndarvæng og sinnti okkur rétt eins og hún ætti sjálf í okkur hvert bein. Við karlmenn vitum að það er munur á konum. Sumar eru óþolandi leiðinlegar, svo maður verður þeirri stundu fegnastur þegar ekki þarf lengur að vera nálægt þeim. En aðrar eru yndislegar, svo að maður sækist beinlínis eftir nærveru þeirra og líður vel ná- lægt þeim. Ásta frænka mín var ein af þessum yndislegu konum. Ef einhver drengurinn á hennar reki hefði haft manndóm í sér til að leita eftir ástum hennar á yngri árum þeirra, þá hefði hann eignast frábæra eiginkonu og börn þeirra enn frábærari móður. En þetta varð ekki, svo að í staðinn fengum við systkina- börnin að njóta hennar. Hafðu kærar þakkir fyrir allt, Ásta mín. Allar okkar minningar um þig eru góðar. Eysteinn Sigurðsson. Ásta Eyjólfsdóttir Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞORBJÖRG KONRÁÐSDÓTTIR frá Böðvarshólum, lést laugardaginn 6. júní á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Hvammstanga. Jarðarför verður auglýst síðar. . Fjölskylda hinnar látnu. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN RAFN ODDSSON skipstjóri, lést á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða sunnudaginn 7. júní. Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 13. júní kl. 14. Sérstakar þakkir fær starfsfólk Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða fyrir alúð og góða umönnun. . Gunnsteinn Jónsson, Mariam Esmail, Oddur Jónsson, Kolbrún Guðjónsdóttir, Kristín Karlsdóttir, Ingimar Halldórsson, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUTTORMUR ARNAR JÓNSSON frá Sauðárkrók, Reykjanesvegi 16, Ytri Njarðvík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 6. júní. Jarðarförin verður auglýst síðar. . Sigurbjörg A. Guttormsdóttir, Haraldur Auðunsson, S. Harpa Guttormsdóttir, Orri Brandsson, Soffía Guttormsdóttir, Sighvatur Halldórsson, Alma Björk Guttormsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Elfa Hrund Guttormsdóttir, Einar Á. Ólafsson og afabörn. Ástkær bróðir okkar, BRAGI ERLENDSSON frá Brekkuborg, Fáskrúðsfirði, lést 3. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 11. júní kl. 13. . Valdís Erlendsdóttir, Elín Erlendsdóttir. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELSA BENEDIKTSDÓTTIR, Mánasundi 1, Grindavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 1. júní. Útförin fer fram frá Grindavíkurkirkju föstudaginn 12. júní kl. 14. Þeim sem vildu minnast Elsu er bent á Grindavíkurkirkju, kt. 410272-1489, banki 0143-26-6077. . Sigmar Björnsson, Þórkatla Pétursdóttir, Bjarný Sigmarsdóttir, Arnar Ólafsson, Bjarki Sigmarsson, Anna Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.