Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015
Fjölmiðlar hafa fullyrt að yfir50 þúsund manns hafi skrifað
undir áskorun um að forseti synji
lögum um makrílúthlutun stað-
festingar. Nú hafa engin þess
háttar lög verið samþykkt.
Hins vegar hef-ur frumvarp
sem snertir makríl
(sem Hafrann-
sóknastofnun hefur
að vísu hvergi
fundið í vor) verið
til meðferðar í
þinginu.
Það er of seint að skora á for-setann að skrifa ekki undir
það frumvarp, því það er hann
búinn að gera fyrir löngu, ella
hefði það ekki orðið stjórnar-
frumvarp.
Og of snemmt er að sendaáskorun um lögin, því fyrst
þarf að samþykkja þau og birta
(og undirskrifendur að lesa) og þá
fyrst geta menn hafið áskoranir.
En þegar yfirskrift áskorunar-innar er skoðuð kemur í ljós
að alls ekki er verið að fjalla um
væntanleg makríllög. Tillagan
fjallar um öll þau lög sem þingið
kann að samþykkja um fiskveiði-
úthlutun á næstu árum, jafnvel
um ókomna tíð.
Þessi undirritun minnir mest áfjölnota lyfseðla sem nú tíðk-
ast að gefa út og hægt er að
koma margoft með í apótekið.
Hvað ætli margir þessara 50þúsunda sem sagt er að hafi
skrifað undir markleysuna hafi
lesið yfirskriftina sem þeir skrif-
uðu?
Það væru 500 manns, og óneit-anlega há tala.
Makríll
Misnotaður makríll
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 8.6., kl. 18.00
Reykjavík 7 súld
Bolungarvík 7 rigning
Akureyri 13 alskýjað
Nuuk 2 súld
Þórshöfn 9 léttskýjað
Ósló 15 heiðskírt
Kaupmannahöfn 13 léttskýjað
Stokkhólmur 12 skúrir
Helsinki 13 heiðskírt
Lúxemborg 18 léttskýjað
Brussel 17 heiðskírt
Dublin 12 skýjað
Glasgow 16 heiðskírt
London 15 léttskýjað
París 18 heiðskírt
Amsterdam 15 léttskýjað
Hamborg 16 léttskýjað
Berlín 18 heiðskírt
Vín 29 léttskýjað
Moskva 20 heiðskírt
Algarve 23 heiðskírt
Madríd 32 heiðskírt
Barcelona 26 þrumuveður
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 25 þrumuveður
Aþena 20 skýjað
Winnipeg 12 skýjað
Montreal 13 skúrir
New York 21 léttskýjað
Chicago 26 léttskýjað
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
9. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3:05 23:50
ÍSAFJÖRÐUR 1:58 25:06
SIGLUFJÖRÐUR 1:34 24:56
DJÚPIVOGUR 2:22 23:31
Ástand vega á hálendinu er óvenju slæmt miðað
við árstíð og snjóar eru þungir. Allir fjallvegir
eru enn lokaðir og treystir Vegagerðin sér ekki
til þess að fullyrða um hvenær verði hægt að
opna þá. Páll Gíslason, staðarhaldari í Kerling-
arfjöllum, gagnrýndi í Morgunblaðinu í gær
Vegagerðina fyrir verklag sitt, þar sem einkaað-
ilar hefðu neyðst til þess að ryðja sjálfir vegi til
þess að geta sinnt ferðamönnum.
Spurður um þessa gagnrýni segir G. Pétur
Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinn-
ar, ekki standa til að breyta þessu verklagi; veg-
irnir verði áfram opnaðir þegar aðstæður leyfi.
Ástand hvers og eins verði að meta fyrir sig, en
bæði vegirnir og umhverfi þeirra séu viðkvæm á
þessum tíma. Snjói ofan í ruðning lokist leiðin
aftur eða menn freistist til þess að sneiða
framhjá sköflum með keyrslu utanvegar. Jafn-
framt fylgi mikil bleyta snjóaleysingum og geti
vegir farið mjög illa í slíkum aðstæðum. Þá sé
ótalið að stofnunin hafi ekki ótakmörkuðu fjár-
magni úr að spila og forgangsraða verði verk-
efnum.
Vegagerðin gefur út bækling til leiðbeiningar
þar sem taldir eru upp opnunartímar fjallvega
síðustu fimm ár. Þar má sjá að meðalopnunar-
tími flestra fjallvega er um miðjan júní, en þeir
eru opnaðir frá lokum maí fram í júlí. bso@mbl.is
Enn óvíst með opnanir fjallvega
Lokanir valda ferða-
þjónustunni vandræðum
Vegagerðin
Mjóifjörður Ekki var vorlegt um að litast þar um
slóðir þegar vegurinn var opnaður í maí.
Aðfaranótt sunnudagsins hafði lög-
reglan á Suðurnesjum afskipti af
erlendri konu sem hafði dvalið í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar í sjö
daga.
Grunur vaknaði um að konan
byggi í flugstöðinni þar sem hún
kom daglega í verslun í henni og
keypti sér kók og banana.
Í samtali við lögreglumenn viður-
kenndi hún að hafa dvalið í flug-
stöðinni í ofangreindan tíma. Henni
var tjáð að flugstöðin væri ekki ætl-
uð til búsetu og að hún hefði dvalið
of lengi á Schengen-svæðinu.
Hún framvísaði bandarísku vega-
bréfi en þvertók fyrir að halda
aftur til síns heima. Niðurstaðan
varð sú að hún bókaði miða til Edin-
borgar og hélt þangað í gærkvöld.
Bjó í Leifs-
stöð í viku
Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Leifsstöð Hún er ekki ætluð til
búsetu en þar hélt erlend kona til.