Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Margar ær hafa drepist í vor á bæjum á Vesturlandi, ekki síst í Borgarfirði. Ekki er óalgengt að 20-30 ær hafi drepist en dæmi eru um að allt upp undir 100 hafi drepist á einstaka bæ. Talið er að léleg hey frá síðasta sumri valdi þessum vanhöldum og að bænd- ur hafi ekki áttað sig á stöðunni fyrr en of seint. Ekki er mikið um að dýralæknar séu kallaðir á vettvang þegar ær drepast en Margrét Katrín Guðna- dóttir, dýralæknir í Borgarnesi, segir að töluvert sé hringt. „Ég heyri það frá mörgum bæjum að féð sé ekki að fóðrast, það veslist upp og drepist.“ Hún segir eitthvað að heyjunum en ekki sé nógu mikið vitað um hvað það sé. Bændur hefðu þurft að láta rann- saka heysýni síðasta haust til að geta gripið til mótvægisaðgerða í tíma. Þá sé lítið hægt að rannsaka hræin nú vegna verkfalls BHM. Of margir misstu tökin „Við höfum séð í vor hluti sem ekki hefur orðið vart við í 15-20 ár,“ segir Jón Viðar Jónmundsson, sauðfjár- ræktarráðunautur hjá Ráðgjafarmið- stöð landbúnaðarins. Hann segir að heyin hafi verið miklu verra fóður en menn hafi gert sér grein fyrir. „Því miður voru of mörg sauðfjárbú þar sem menn misstu tökin á þessu,“ seg- ir Jón Viðar. Vel voraði á suður- og vesturhluta landsins á síðasta ári og menn báru snemma á. Í kjölfarið kom óþurrka- sumar þannig að sauðfjárbændur gátu ekki slegið grasið á réttum tíma og það spratt úr sér. Við bættist hjá mörgum að heyin hröktust illa. Þótt heyfengur hafi víða orðið mikill eru heyin orkulítil og í þau virðist vanta efni, svo sem steinefni og prótein. Fóstrin taka til sín mikið síðustu vikurnar fyrir burð og því þurfa ærn- ar að vera vel fóðraðar á þeim tíma. Margir bændur reyna að bæta upp lé- leg hey með því að gefa kjarnfóður með. Það hefur ekki dugað í öllum til- vikum vegna þess hve lélegt fóður hafði gengið hart að þeim. Eftir því sem Jón Viðar hefur fregnað virðast mestu vandamálin verða í Borgarfirði og Dölum og jafn- vel eitthvað á Snæfellsnesi. Bóndi í Borgarfirði sem rætt var við hafði misst 20-30 ær, meirihlutann áður en þær báru. Einnig þoldu nokkrar ekki að byrja að mjólka, urðu geldar eða drápust. „Það getur verið eðlilegt að missa nokkrar rollur en þetta er það mesta sem ég hef lent í.“ Kuldinn bætir ekki úr skák Vitað er um hliðstæð dæmi um þetta og jafnvel mun verri víða um Borgarfjörð og sunnanvert Snæfells- nes. Eyjólfur Ingi Bjarnason, ráðu- nautur og bóndi í Ásgarði í Dalasýslu, kannast við lýsingar á óþurrkasumr- inu í fyrra og bætir því við að kulda- kaflinn sem staðið hefur síðan í lok apríl hafi gert ástandið verra. Það eigi sérstaklega við um bændur sem þurfi að treysta á að koma fénu snemma út. Hann segir að ef hluti af fénu sé horaður, fóðrið hafi rétt dugað til við- halds, skapist sú hætta þegar kind- inni sé hleypt út og hún finni græna nál að þá reyni hún að kroppa og svelti sig frekar en að éta lélegt fóður úr rúllum. Brennisteinsmengun? Margrét dýralæknir segir að einn bóndinn hafi velt því fyrir sér hvort brennisteinsmengun frá eldgosinu í Holuhrauni í fyrrahaust kunni að valda eitrun í fóðri. Hún veit ekki til þess að það hafi verið rannsakað. Of mikill brennisteinn í fóðri geti haft áhrif á skepnurnar. Páll Stefánsson, dýralæknir hjá Dýralæknaþjónustu Suðurlands, tel- ur að heldur meira beri á afföllum í vor en venjulega. Ekki veit hann til þess að sunnlenskir bændur hafi misst ær eða lömb í stórum stíl. Hann segir að sumir bændur séu með léleg hey og ærnar séu því ekki jafn vel búnar undir kalt vor og ann- ars væri. Því reyni meira á þær. Páll segir meiri hættu á sjúkdóm- um við þessar aðstæður. Menn sitji því uppi með fleiri lömb sem þurfi að ala á mjólkurdufti. Eyjólfur Ingi í Ásgarði segir að kalt vor geti komið niður á bændum næsta vetur. „Ef ekki fer að hlýna fjótlega og gras að vaxa verður fóður á nippinu næsta vetur. Þótt menn eigi kannski fyrningar frá síðasta sumri er ekki hægt að stóla á þær næsta vetur,“ segir hann. Ær drepast í stórum stíl  Léleg hey eru talin ástæðan fyrir miklum vanhöldum á fé í Borgarfirði og víðar á Vesturlandi  20-30 fullorðnar ær og jafnvel fleiri drápust á mörgum bæjum fyrir og um sauðburð  Efni vantar í fóðrið Morgunblaðið/Ómar Harðindi Fé er víða illa fram gengið vegna orkulítilla og efnasnauðra heyja frá óþurrkasumrinu 2014. Bændur geta átt rétt á bótum úr Bjargráðasjóði vegna tjóns vegna óeðlilegra affalla í bú- stofni. Enn hafa ekki borist tilkynningar til formanns sjóðsins vegna kinda sem drepist hafa í vor. Það er hlutverk búnaðar- deildar Bjargráðasjóðs að bæta tjón á búfé og afurðum þess. Sigurgeir Hreinsson, formaður stjórnar sjóðsins, segir að aðeins tveir bændur hafi hringt til að spyrjast fyrir um hugsanlegar bætur vegna fjárdauða í vor. Sigurgeir segir algengt að bændur safni tjóni ársins saman og tilkynni það í einu lagi, og þá að hausti. Þeir þurfi þó að gæta þess að til- kynna ráðunauti og dýralækni um tjón sem til dæmis verði að vori, til að geta átt rétt á bótum síðar. Tekur Sigurgeir fram að Bjargráðasjóður sé fyrst og fremst stóráfallasjóður sem gripið sé til þegar mikið tjón verði. Þó geti sjóðurinn, á meðan tekjur hans hrökkvi til, greitt bætur vegna tjóns á búfé og afurðum þótt í smærri stíl sé. 14% eigin áhætta er í bústofnstjónum og 22% eigin áhætta í af- urðatjónum. Sjóðurinn er deildaskiptur og ef mikil ásókn er í bætur hjá einni bú- grein gæti þurft að hækka eigin áhættu til að sjóðurinn ráði við að bæta hluta tjóns- ins. Engar um- sóknir hafa enn borist BJARGRÁÐASJÓÐUR Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Stjórn Krabbameinsfélags Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af lang- vinnum vinnudeilum á heilbrigðis- stofnunum landsins. Skorar stjórn félagsins því á deiluaðila að „gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að sem fyrst verði hægt að bjóða upp á fullnægjandi heilbrigðisþjónustu, sem þjóðin á rétt á,“ segir í tilkynningu frá félag- inu. Jakob Jóhannsson, formaður Krabbameinsfélagsins, segir verk- fallsaðgerðir heilbrigðisstétta hafa valdið sjúklingum miklum áhyggj- um og leiða. „Það eru fyrst og fremst sjúklingarnir sem verða fyrir áhrifum og því hvetjum við deilu- aðila til þess að koma sér saman um að semja sem allra fyrst,“ segir hann. Margir sett sig í samband Spurður hvort sjúklingar hafi sett sig í samband við félagið að undan- förnu og tjáð hug sinn kveður Jakob já við. „Þeir hafa gert það töluvert, bæði til þess að fá ráðleggingar og til þess að segja sína sögu. Margir eru virkilega áhyggjufullir yfir stöð- unni, enda hefur hún varað lengi.“ Að sögn Jakobs kvíða margir sjúklingar framtíðinni. Velta þeir því fyrir sér hvaða afleiðingar verk- föllin hafa á þá sjálfa, sjúkdóminn og meðferðina. „Fólk segir þetta hafa haft áhrif á meðferð. Einhverjir hafa þurft að bíða eftir niðurstöðum rannsókna og aðrir hafa beðið eftir því að komast í rannsóknir og sumir þeirra bíða enn. Svo eru ýmsar með- ferðir sem orðið hefur seinkun á, eins og t.d. geislameðferð og að ein- hverju leyti lyfjameðferð.“ Sjúklingar finna fyrir áhrifunum  Kvíði og óvissa vegna verkfallanna Morgunblaðið/Ómar Óvissa Sjúklingar hafa áhyggjur. Staðfest er að hnúfubakur sem merktur var með gervihnattasendi 10. nóvember sunnan við Hrísey og hélt síðan í Karíbahaf heldur nú til í Skjálfanda. Gísli Víkingsson, hvala- sérfræðingur á Hafrannsókna- stofnun, hafði beðið hvalaskoðunar- fyrirtæki um að svipast um eftir dýrinu og bar sú eftirgrennslan fljótlega árangur. Vetrardvöl hnúfubaksins á suðrænum slóðum varði í um tíu daga, að sögn Gísla, en ferðin þangað tekur 5-6 vikur. Svamlaði um Skjálfandaflóa Ljósmynd/Hafrannsóknastofnun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.