Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 ✝ Páll Eyvinds-son fæddist í Reykjavík 4. júlí 1951. Hann lést 29. maí 2015 á heimili sínu eftir erfið veikindi. Foreldrar Páls voru Eyvindur Árnason, vélstjóri og iðnrekandi, f. 17. febrúar 1926, d. 15. maí 2012, og Margrét Gestsdóttir húsmóðir, f. 15. júní 1929, d. 19. ágúst 2011. Systkini Páls eru Árni, f. 9. febrúar 1949, Kristjana Jó- hanna, f. 8. ágúst 1953, María Wilhelmína Heilmann, f. 5. sept- ember 1954, d. 20. febrúar 2013, og Hannes, f. 30. júlí 1957. Páll kvæntist Helgu Rögnu Ármannsdóttur 9. apríl 1978. Börn þeirra eru: 1) Björg Ragn- heiður, f. 17. mars 1977, gift Benjamíni Inga Böðvarssyni, f. 1978. Börn þeirra eru: Lúkas Páll, f. 2004, og Elías Logi, f. 2010. 2) Ármann Jakob, f. 28. febrúar 1980, kvæntur Áslaugu Guðmundsdóttur, f. 1981. Þeirra börn eru: Jakob Dagur, f. 2003, Arney Helga, f. 2007, og Rakel fluttu þau aftur á Digranesveg- inn í sama hús og þau höfðu áð- ur búið í þegar tengdaforeldrar Páls fluttu sig neðar í götuna. Páll lærði til flugmanns á ár- unum 1972-1977 þegar hann lauk atvinnuflugmannsprófi. Hann vann sem hleðslustjóri hjá Iscargo 1973-1978 og stundaði nám í Vélskóla Íslands veturinn 1974-1975. Páll starfaði sem flugmaður hjá Iscargo 1978- 1982 og síðan hjá Arnarflugi 1982-1988. Frá mars 1988 starf- aði hann sem flugmaður hjá Cargolux í Lúxemborg, síðar sem flugstjóri og svo sem þjálf- unarflugstjóri frá 1995. Frá árs- byrjun 2001 starfaði Páll sem yf- irflugstjóri hjá Bláfugli hf. Páll var frá unga aldri mikill tónlistaráhugamaður, tók virk- an þátt í tónlistarlífi Kópavogs og víðar sem ungur maður og var liðsmaður í ýmsum hljóm- sveitum, t.d. Zoo, Acropolis, Ma- estro og Flamingo. Í rúm tutt- ugu ár tók hann einnig mikinn þátt í tónlistarlífi Fríkirkjunnar Kefas þar sem hann spilaði á bassa. Páll hafði einnig gaman af íþróttum og síðustu ár spilaði hann golf af miklum áhuga. Útför Páls fer fram í dag, 9. júní 2015, frá Fríkirkjunni Ke- fas, Fagraþingi 2a, við Vatns- endaveg í Kópavogi, kl. 15. Birta, f. 2008. 3) Sverrir Gaukur, f. 5. apríl 1981. Páll ólst upp í Kópavogi, fyrst í Dílum í suðurhlíð- um bæjarins, síðar í Víðihvammi og svo í Löngubrekku og heimilið var er- ilsamt og líflegt. Páll gekk í Kópa- vogsskóla og lauk þaðan gagnfræðaprófi árið 1968. Í kjölfar þess starfaði hann hjá föður sínum og bræðr- um hans í fyrirtækjum þeirra; Víbró hf., plastverksmiðju á Dalveginum í Kópavogi, og í Frostveri hf., frystigeymslum við Hvaleyrarbraut í Hafnar- firði. Páll starfaði einnig síðar í frystihúsinu Barðanum, sem var í næsta húsi við Víbró hf., þar sem hann kynntist eftirlifandi eiginkonu sinni rétt eins og for- eldrar hans höfðu einnig kynnst þar á sínum tíma. Páll og Helga bjuggu fyrstu tvö árin á heimili tengdaforeldra hans á Digra- nesvegi 64 en fluttu síðan í Skólagerði 54 þar sem þau bjuggu í sautján ár. Árið 1996 Eftir langan, strangan vetur og hörð og grimm veikindi lést pabbi minn á sérlega sólríkum og falleg- um degi. Það var táknrænt því þannig er minning pabba míns, einstaklega björt og fögur. Þenn- an dag varð líka jarðskjálfti sem var líka táknrænt því sama dag skalf tilvera mín sem aldrei fyrr og okkar allra í fjölskyldunni. Hún skelfur enn og merki þessa dags munu aldrei hverfa rétt eins og náttúran ber þess merki ef mikið hefur gengið á. Pabbi minn var flugmaður og því ekki eins mikið heima og flest- ir aðrir pabbar. Ég saknaði hans alltaf þegar hann fór, þegar hann var í burtu og hlakkaði til að fá hann heim. Hann fór oft eld- snemma að heiman og hafði það fyrir reglu að kyssa okkur alltaf bless. Stundum rumskaði maður, fékk og gaf stórt knús og oft var erfitt að sofna aftur eftir kveðju- stundina. Það er vont að vita það að hann kemur ekki aftur heim í þetta sinn en mikið hlakka ég þess þá heldur til að hitta hann að nýju. Það verður eins og þegar ég hitti hann einu sinni óvænt í Lúxem- borg þar sem ég var 12 ára gömul í kórferðalagi með Skólakór Kárs- ness. Hann hafði komið fyrr til baka úr flugi og hafði uppi á mér án þess að ég ætti þess von. Kór- inn var á heimleið og við vorum fyrir utan flugstöðina. Ég kraup við bakpokann minn og var að leita að einhverju þegar pabbi bankaði á öxlina mína. Ég leit upp og sá pabba minn standa fyrir of- an mig brosandi með sólgleraugun sín. Mér varð svo um að ég stökk beint upp, setti örugglega Lúxem- borgarmet í viðbragði og faðmaði hann svo harkalega að gleraugun hans fóru öll í klessu og hann mátti hafa sig allan við að halda jafnvægi. Þannig verður það næst þegar ég sé hann. Hann verður ekki með gleraugu því á himnum eru allir heilir og þar verður ekki lengur til sorg og söknuður eins og hér. „Það er eins og sumt fólk eigi ekki að fara“, sagði vinur pabba um daginn og átti við hversu óhugsandi það er að missa suma og að pabbi minn væri í þeim hópi. Ég veit að allir sjá á eftir sínum en án þess að minn eigin missir valdi því að ég ýki þá veit ég að margir sjá núna á bak afar vel gerðum manni. Hann hafði það að leiðar- ljósi að koma vel fram við alla, eiga samskipti á jafningja grundvelli og notaði húmor og léttlyndi óspart í þeim efnum. Hann var hjálpsamur og langlundaður. Það var auðvelt að vera í kringum hann og skemmtilegt. Mikið hefði ég viljað hafa hann lengur. Fyrir mig, fjölskyldu mína alla, einkum mömmu mína og afabörnin sem hann hafði dálæti á. Ég er þakklát fyrir allt, hans persónu og mótun. Þakklát fyrir tónlistina sem hann miðlaði áfram og fyrir að hafa verið með pabba mínum í hljómsveit í rúm tuttugu ár. Það eru ekki allir sem eiga þá reynslu. Þakklát fyrir að hafa átt hann sem afa drengjanna minna og veit að minning hans lifir sterk í nafna hans og litla piltinum sem áttar sig ekki alveg á stöðu mála. Elsku pabbi, „may the good Lord bless and keep you till we meet again“. Ég elska þig og það gera drengirnir mínir líka. Þín, Björg Ragnheiður, Lúkas Páll og Elías Logi. Æi pabbi, mikið vildi ég að þú værir ekki farinn. Heimurinn minn hefur minnk- að umtalsvert, það hafa komið kaflar í mínu lífi þegar ég hef haft sárafáa á bak við mig en ég gat alltaf treyst á að hafa þig. Ég er svo óendanlega þakklát- ur fyrir síðastliðin fjögur ár, þó þau hafi ekki verið fullkomin þá breyttist sambandið og batnaði, septembermánuður verður mán- uður blendinna tilfinninga, héðan í frá. Þá hóf ég draumanámið eftir að hafa undirbúið mig fyrir það í tvö ár en það er einnig mánuður- inn sem þú kallaðir fjölskylduna saman og sprengjan lenti: Krabbi. Þetta var gífurlega erfið bar- átta og það var mjög oft tvísýnt hvort þú myndir einfaldlega hafa þetta af en dugnaðurinn og hark- an í þér hafði vinninginn, þó að á endanum legði þessi andstyggilegi sjúkdómur þig, þá var það ekki fyrir skort á baráttuvilja, heldur líkaminn sem gaf sig og endaleik- urinn kom fljótlega á eftir. Ljúfur til hins seinasta. Ég veit að ég mun hitta þig aft- ur í einu formi eða öðru, ég mun halda áfram að haga mínu daglega lífi eftir reglunum sem þú kenndir mér í sambandi við vinnuna á flug- velli. 1) Hugsaðu áður en þú fram- kvæmir. 2) Vandaðu þig við það sem þú gerir og komdu vel fram við fólk. 3) Í vafa skoðaðu reglu 1 og 2. Ég er svo þakklátur fyrir öll tækifærin, uppvaxtarárin í Lúx og stuðninginn (jafnvel þrátt fyrir betri vitund á köflum) alla ævi- daga mína. Ég óska þér alls hins besta í svefninum langa en hef áform um að hitta þig seinna í draumalandinu, þar sem þú tekur mig í golfkennslu og kurteislega talar mig til fyrir að einbeita mér ekki nóg þegar ég er að slá kúluna. Elsku pabbi, þú gast verið strangur en varst alltaf sann- gjarn, aldrei of upptekinn til að hjálpa hverjum sem var. Minnir mig á það þegar þú bjargaðir ís- lenskri konu með að komast heim frá Lúx eða þegar strákar jafn gamlir systur minni, stríddu mér og slógu. Þá var ekki langt í bjarn- arhamspabba að sækja. Æi pabbi minn, mikið hefði ég viljað sýna þér mín eigin barna- börn og hversu mikill missir muni verða fyrir þau, að kynnast þér að- eins á myndum og sögum (sem nóg er af) en það átti ekki að verða. Al- veg eins og eftir eitt og hálft ár þegar ég útskrifast sem flugvirki, þá hefði ég viljað hafa þig þarna, en það átti ekki að vera, en þá veit ég að þú munt fylgjast með og vera alveg jafn, ef ekki stoltari af stráknum þínum, sem þú loks komst til manns. Ég gæti líklegast fyllt hverja minningargreinina af annarri af hlutum sem við munum missa af en við vitum öll hvað dauðinn er, endanlegur. Aldrei aftur mun ég hringja í þig, tala við þig eða snerta þig. Það sem ég get hins vegar gert er að gleðja þig, gera þig stoltan og halda áfram að breyta dagsdag- legu lífi sem þú getur horft á með stolti. Takk, pabbi, fyrir kærleikann, vináttuna, Normandy-ferðina, Ba- stogne-ferðina, skilninginn, hjálp- semina, skutlin, matinn, fyrir æsku mína, fyrir fortíð mína, fyrir samtíð mína en fyrst og fremst framtíð mína. Þinn elskandi sonur, Sverrir Gaukur Pálsson. Þessi minningargrein er skrifuð a.m.k. tíu árum of snemma. En dauðinn spyr ekki um tíma og tíð- ir, hann kemur bara þegar honum sýnist með litlum eða engum fyr- irvara...og alltaf er hann jafn kald- ur og óþægilegur. Tengdapabbi minn er látinn. Ekki hafði ég gert mér það í hugarlund að þetta yrði staðan í dag. Við sem ætluðum að mynda hljómsveit og spila á ættarmótinu á Ólafsfirði í sumar og eiga góðar stundir þar með ættmennum þín- um. Tengdapabbi, þú hefur reynst mér vel og ég er þakklátur fyrir góð kynni og mikla vináttu. Þú sagðir alltaf að ég væri uppáhalds tengdasonur þinn, en það var svo sem aldrei pressa þar sem þú áttir einungis eina dóttur. Þú varst alltaf hress og kátur, uppfullur af góðum húmor og létt- leika, jafnvel þótt að mikið lægi á þínum herðum. Þú þurftir oft að leysa stór verkefni, bæði í vinnunni og heima fyrir, og stund- um tók þetta mikið á þig. En aldrei sá ég þig gefast upp, þú kláraðir þitt og gerðir allt með sóma. Sam- tímis náðir þú alltaf að halda í létt- leikann og húmorinn og ég minnist þess ekki að hafa hitt á þig geðillan eða reiðan. Þú áttir góða lund og það var alltaf þægilegt að vera í kringum þig. Þú varst fær flugmaður og flug- stjóri, um það vitna samstarfs- menn og einnig er til frágögn um eitt af flugafrekum þínum í bók. Þar náðir þú með undraverðum hætti að snúa og lenda stórri vél sem hafði misst þrjá hreyfla af fjórum rétt eftir flugtak yfir stór- borg. Þú varst fróður um flug og flugvélar og það var gaman að ræða um þessi mál við þig. Ég fékk stundum að sitja í með þér, eitt sinn flaug ég með þér í næturflugi á milli Íslands, Þýska- lands og Bretlands. Það var mikil upplifun og gaman að fylgjast með hversu vel þú kunnir þitt fag. Ég minnist þess þegar þú fórst að benda á og nefna borgirnar fyrir neðan okkur þegar það eina sem sást var einungis aragrúi af götu- ljósum. Þú þekktir þetta eins og handarbakið á þér. Síðar „skutlað- ir“ þú okkur Björgu til Skotlands í brúðkaupsferðina og sóttir okkur síðan aftur til Bretlands þegar við vorum búin að þræða okkur niður í gegnum löndin. Þú varst góður bassaleikari og það var gaman að spila með þér í bandi uppi í kirkju og víðar. Þú fylgdist gjarnan vel með því sem ég var að gera á trommusettið og fylgdir bassatrommunni vel eftir. Þessara stunda á ég mikið eftir að sakna. Þegar að barnabörnin fóru að birtast settir þú þig strax vel inn í afahlutverkið og þú barst hag þeirra fyrir brjósti þér. Þú lékst við krakkana, grínaðist í þeim, knúsaðir þau í döðlu og varst alltaf skemmtilegur. Þau nutu þess öll að vera í kringum þig og sóttu í þig. Drengirnir mínir tveir eiga fullt af góðum minningum um þig. Nú ertu kominn til Frelsarans, inn í eilífðina og þar ertu á góðum stað. Ég er þakklátur fyrir góðar minningar um þig, þær eru það verðmætasta sem við aðstandend- ur eigum nú þegar þú er farinn. Jesús mælti: „Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu?“ Jóhannes- arguðspjall 11:25-26. Benjamín Ingi Böðvarsson. Við félagarnir kynntumst Palla strax í barnaskóla. Við lukum okk- ar skólagöngu í Kópavogi sem gagnfræðingar. Það voru mikil umrót upp úr 1960. Hljómsveitar- bransinn blómstraði með tilkomu Bítlanna og fleiri goða. Allir drengir tóku gítar í hönd og stofn- uðu bönd. Æft var í kjöllurum, bíl- skúrum og útihúsum á meðan vært var. Tækjabúnaður takmark- aður til að byrja með. Gjarnan sungið í standlampa. Margir ein- staklingar komu við sögu við okk- ar fyrstu atvinnusköpun á þessum tíma og eru sumir enn að í dag. Við eigum margar góðar minn- ingar um Palla vin okkar frá þess- um tíma. Eftir á er furðulegt að drengir rétt fermdir skulu hafa fjárfest í tækjabúnaði langt umfram getu, staðið í skilum með kaupin, stund- að hark á ýmsum stöðum til greiðslu á fjárfestingum sínum. Við viljum meina að allt þetta hafi gert okkur gott og undibúið okkur fyrir fullorðinsárin. Um tvítugt var þessu tímabili að mestu lokið hjá okkur. Við stofnuðum fjölskyldur og hófum barneignir. Tíðni samskipta eftir það var misjöfn og fór eftir því starfi sem gagnfræðingarnir úr Kópavogi höfðu valið sér. Flugið átti hug Palla alla tíð og starfaði hann með Jonna við flug- störf í tæpan áratug á meðan Óli valdi sér jarðbundnara starf. Sama hversu tíð samskiptin voru að þegar Palli kom upp í hug- ann var hans minnst með hlýhug og jákvæðni. Það var ekki langt í starfslokin hjá Palla þegar kallið kom og var draumurinn hjá honum að stunda golf með Helgu sinni á komandi misserum. Þá kom kallið og því verður ekki breytt. Við viljum votta fjölskyldunni og aðstandendum öllum okkar samúð á þessum sorgartímum. Helga, Björg, Ármann og Sverrir – megi almættið veita ykkur styrka hönd í sorg ykkar. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð hjartans þakkir fyrir liðna tíð lifðu sæll á ljóssins friðarströnd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Höf. óþekktur) Jón (Jonni) og Ólafur T. Föstudaginn 29. maí sl. var flaggað í hálfa stöng hjá okkar góðu nágrönnum á Digranesvegi 64. Þegar við komum heim eftir vinnu og sáum fánann skildum við að Palli væri dáinn. Það var logn og fáninn lá kyrr, en skyndilega blakti hann og það var líkt og Palli veifaði til okkar eins og hann hafði svo oft gert þegar hann var að fara í eða koma heim úr golfi, flugi eða bara búðinni. Blái og hvíti litir fánans runnu saman við bláma Reykja- nessins og himinsins, en rauði litur krossins minnti á erfiða baráttu Palla við krabbameinið síðastliðna mánuði. Palli var glæsilegur maður, góð- ur granni, alltaf með spaugsyrði á vör, hjálpsamur og tilbúinn að leið- beina okkur byrjendunum með golfsveifluna, en hann var ástríðu- fullur golfari og árangurinn góður eftir því. Þau Helga bjuggu sér afar fal- legt heimili og á nýjum þakkanti á húsinu þeirra má sjá síðustu pens- ildrætti Palla, en hann klifraði upp á vinnupall og lauk málningarvinn- unni stuttu áður en hann fór í fyrsta uppskurðinn af mörgum. Helgu, Björgu, Sverri, Ár- manni, tengda- og barnabörnum, öðrum ættingjum og vinum Palla sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Vinur er horfinn, við þökkum liðnar stundir. Sigurður, Málfríður, Anna og Birnir. Elsku Palli minn. Eftir stutta og erfiða baráttu hefur þú þig nú til þíns hinsta flugs og eftir sitjum við með minningarnar. Það var árið 2002 sem leiðir okk- ar lágu saman hjá Bláfugli, þú yf- irflugstjóri og ég strákgemlingur í flugumsjón með háleita drauma um flugmannsstarf hjá þér. Árið 2004 lágu leiðir okkar svo saman í flugstjórnarklefanum og upphófst þá skemmtilegur tími og varð okk- ur vel til vina frá fyrsta degi. Ferð- irnar okkar saman voru óteljandi og alltaf leið mér vel í flugi með þér. Það eru samt tveir túrar sem standa hvað mest upp úr hjá mér. Ferðin okkar til Kína að sækja eina af flugvélum Bláfugls. Þetta var í fyrsta skipti sem ég kom til Asíu og allt var svo framandi fyrir mér. Strax við komuna til Kína sem farþegar með flugfélaginu SAS komu upp vandræði því við vorum á crew-vísa en ekki ferða- mannavísa. Stráklingurinn úr Keflavík farinn að svitna og vissi ekki sitt rjúkandi ráð, horfði til þín og sá hvar þú varst að leggja toll- vörðunum línurnar: „Bing Dao, Bing Dao“ heyrði ég þig segja við þá og útskýra þetta allt fyrir þeim. Ég horfði svo bara á minn tollvörð og sagði „same as him“. Þarna var ég í öruggum höndum með manni sem augljóslega var ekki að gera þetta í fyrsta sinn. Tími okkar í Kína var mjög lær- dómsríkur fyrir mig, bæði sem manneskju og ekki síst sem flug- mann. Þar hittum við fyrir vin þinn og samstarfsfélaga okkar hann Jón Má og hef ég sjaldan hlegið eins mikið og þegar ég fór með ykkur félögunum út að borða á „local“ matsölustað þar sem þið fóruð á kostum með ykkar gálga- húmor. Nú ertu aftur á leið að hitta vin þinn Jón Má sem kvaddi okkur einnig langt um aldur fram. Seinni túrinn sem er mér minnisstæður er til Jamaíku, sem við fórum 2013 stuttu eftir „up- grade-ið“ mitt. Var það okkar síð- asta flug saman og mér mjög lær- dómsríkt. Þegar við vorum staddir rétt fyrir utan New York fengum við „re-route“ sem var ekki á okkar flugplani og engir punktar til í tölvunni. Þá sagði reynsluboltinn Palli sallarólegur: „Finndu bara fyrsta punktinn á kortinu og svo bara finnum við út úr þessu í rólegheitum.“ Eins og ég sá í Kína þá var þetta ekki í fyrsta sinn sem þessar aðstæður komu upp. Það eru endalausar minningar sem ég á um þig, allir „simmarn- ir“, tíminn í Köln og ekki síst ferð- irnar okkar. Ég var svo heppinn, ef svo mætti að orði komast, að lenda í mínum verstu veðrum og ókyrrð með þér. Hvernig vélinni var flogið og á málum tekið var aðdáunarvert og afar lærdómsríkt og mun ég áfram taka þig til fyr- irmyndar í mínu flugi um ókomna tíð. Nú er komið að þínu síðasta flugi og óska ég þér góðrar ferðar. Takk fyrir allt. Elsku Helga og börn, okkar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Ragnar Már Ragnarsson og fjölskylda. Í dag kveðjum við æskuvin okk- ar Palla Eyvinds eins og hann var kallaður í vinahópnum. Við kynnt- umst Palla á æskuárum okkar í Kópavogi og áttum samleið með honum allt frá barnaskóla. Marg- ar góðar minningar koma upp í hugann á þessari stundu. Palli var góður íþróttamaður, æfði hand- bolta og fótbolta með okkur í Breiðabliki en fyrst og fremst var hann góður vinur og félagi. Mikið frjálsræði var á þessum tíma og margt skemmtilegt gert, við vor- um út um allt klifrandi í bygging- um og vinnupöllum. Gegnum árin hefur vinskapur okkar haldist og verður Palla sárt saknað. Palli var þeim hæfileikum gæddur að líta á bjartar hliðar lífs- ins og það gerði hann alveg til loka baráttunnar við hinn illvíga sjúk- dóm. Hann ætlaði svo sannarlega að sigra í þeirri baráttu og taka golfhring með okkur vinunum í sumar. Við erum þakklátir fyrir að hafa notið þeirra forréttinda að hafa kynnst Palla og átt frábærar stundir með honum gegnum árin. Við vottum Helgu og fjölskyld- unni allri okkar innilegustu samúð á þessum erfiðu tímum. Minning um góðan vin lifir. Bjarni, Daníel, Helgi, Steinþór og Sveinn. Páll Eyvindsson Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.