Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 ✝ Sigurjón K.Nielsen fæddist 6. júlí 1928 í Reykjavík. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. júní 2015. Foreldrar hans voru Karl Jónsson Nielsen og Guðrún Sigurlaugsdóttir. Sigurjón átti sjö hálfbræður og eru eftirlifandi bræður hans þeir Rafnar Karlsson og Högni Jóns- son. Sigurjón ólst upp í Reykja- vík hjá móður sinni og Högna bróður sínum til 12 ára aldurs, þá fór hann norður í Trékyllisvík á Ströndum til Guðmundar og Jensínu í Bæ. 16 ára fór hann í maki Stefán Örn Magnússon, f. 1958. 7) Sigurjón, f. 1961, maki Helga Hillers, f. 1963. 8) Hrönn, f. 1965, d. 1966. Barnabörn Sig- urjóns og Elínar eru 13 og barnabarnabörn 22. Sigurjón stofnaði Borgar- smiðjuna ásamt Guðmundi Ara- syni og ráku þeir hana til fjölda ára. Kaflaskipti urðu í lífi Sig- urjóns árið 1975 er hann hóf störf við uppbyggingu og kennslu á málmiðnaðarbraut við Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Samhliða starfi sínu við skólann aflaði hann sér aukinnar mennt- unar og lauk kennsluréttindum í júní árið 1982 frá KHÍ. Hann starfaði við skólann fram að eft- irlaunaaldri, en var óvænt feng- inn árið 1996 ásamt öðrum kenn- urum til að byggja upp málm- iðnaðarbraut við Borgarholtsskóla, sem þá var ný- stofnaður. Útför Sigurjóns fer fram frá Kópavogskirkju í dag, 9. júní 2015, kl. 15. Héraðsskólann á Reykjum í Hrúta- firði, þaðan lá leið hans í Iðnskólann í Reykjavík þar sem hann lauk prófi í plötu- og ketilsmíði. Sigurjón kvænt- ist hinn 30. ágúst 1950 heimasætunni í Bæ, Elínu El- ísabetu Sæmunds- dóttur, f. 16. júní 1930. Börn þeirra eru: 1) Gísli, f. 1949, maki Jóhanna H. Bjarna- dóttir, f. 1950. 2) Guðmundur, f. 1951, maki Þóra Ágústsdóttir, f. 1951. 3) Birgir, f. 1953, maki Laufey Sigurðardóttir, f. 1954. 4) Nína, f. 1955, d. 2000. 5) Hreinn, f. 1957, d. 1958. 6) Ósk, f. 1959, Elsku vinur. Nú hefur þú kvatt þetta líf og vitum við að börnin þín þrjú þau Nína, Hreinn og Hrönn ásamt sonarsyni þínum honum Markúsi okkar hafa tekið vel á móti þér. Það eru liðin 48 ár síðan við fórum að slá okkur upp saman sem unglingar og Jóhanna kynnt- ist ykkur hjónum. Það hefur ým- islegt á daga okkar drifið síðan þá, við ferðuðumst mikið saman jafnt innanlands sem utan. Við hjónin áttum sumarbústað í Grímsnesinu og voruð þið Elín mikið þar bæði með okkur og eins þið ein. Í einni slíkri ferð voru Jó- hanna og Elín tvær frammi á meðan við feðgarnir höfðum hall- að okkar eftir matinn, þegar þú svo komst fram voru þær stöllur búnar að festa lóðina við hliðina á okkar bústað. Þú lést þær nú vita að þeim væri ekki treystandi til að vera skildar eftir tvær einar, þar sem þær fyndu alltaf upp á ein- hverju til að gera af sér, svo var mikið hlegið að þessari „vitleysu“ í konunum. En það varð ekki aft- ur snúið, þið keyptuð fokheldan bústað og hafist var handa við að innrétta litla kotið ykkar, Lyng- móa. Okkur hjónum og börnunum okkar þótti svo gaman að hjálpast að við að standsetja bústaðinn með ykkur og mikil var gleðin þegar flutt var inn um vorið. Skemmtilegt er að minnast þess þegar litli þrösturinn beið eftir ykkur til að setjast á speg- ilinn á bílnum ykkar til að fá far upp að bústaðnum og ekki má gleyma hagamúsinni sem beið eftir ostbitanum sínum. Árin okk- ar saman í sumarbústöðunum voru yndisleg og við hugsum með hlýju til tímans sem við áttum þarna saman. Það er okkar trú að þetta hafi verið ykkar bestu ár á efri árunum. Við dáðumst að dugnaði ykkar hjóna við að gróð- ursetja og natninni við að gera allt fínt bæði inni og úti. En nú er komið að leiðarlokum uns við hitt- umst á ný. Við munum hugsa vel um Elínu þína. Hvíldu í friði. Þinn sonur og tengdadóttir Gísli og Jóhanna. Minn ástkæri afi og trúnaðar- vinur hefur nú kvatt þennan heim. Þegar ég heyrði að Sigur- jón afi væri látinn átti ég erfitt að finna stað fyrir þær tilfinningar sem fóru um huga minn en eftir að hafa hugsað um okkar síðasta fund vissi ég að hann hefði verið tilbúinn að stíga það skref sem við öll þurfum að stíga á okkar lífs- leið. Á sömu stundu fóru í gegn- um huga minn minningar um all- an þann tíma og þær samverustundir sem ég náði að eiga með afa. Ég hef alltaf borið sterkar til- finningar til afa og ömmu og hjá þeim hef ég alltaf átt griðastað. Þegar ég fór í framhaldsskóla í Reykjavík flutti ég til ömmu og afa og fékk þar einstaka innsýn inn í líf þeirra beggja og ekki þá síst líf afa sem í mínum augum var ofurmenni sem sigraðist á ótal hindrunum í uppvexti sínum, upp- eldi barna sinna sem og í lífinu öllu. Ég fór ungur að aldri í sveit- ina okkar í Trékyllisvík þar sem afi og amma ólust upp og varð mér fljótlega ljóst að þar hafði afi minn markað sín spor bæði með ótrúlegum uppátækjum en einnig sem mikill og sterkur leiðtogi enda fór það svo að hann nældi í fallegustu konuna eins og sönn hetja gerir í lok hverrar sögu. „Ungur nemur gamall temur“ kemur upp í hugann þegar ég hugsa um samband okkar afa því í hraða lífsins er ómetanlegt að geta hlustað á gamlar sögur af uppeldi föður míns og systkina hans og einnig að fá ráðleggingar um hvað beri að varast í lífinu og vera þess minnugur að reyna allt- af að gera betur í dag en í gær. Fyrir mér er sannur vinur fall- inn frá en ég kveð hann með stolti og miklu þakklæti fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Afi mun ávallt vera mér við hlið og fylgja mér og fjölskyldu minni á þeirri lífsleið sem framundan er. Sigurjón Már Birgisson. Sigurjón K. Nielsen Nú er dapurt í sveitum og dapurt í borg en dýrlega minningin sárust og fjölmargir vinir, þeir fylltust af sorg þegar fréttir um andlátið bárust. Þóra, systir mín elskuleg, lést aðfararnótt 23. maí sl. svo friðsæl og falleg. Af eigingirni minni von- aði ég að þessi stund mundi aldr- ei renna upp. Þóra systir var ein- stök kona, svo vel gerð og vönduð, með svo gott hjartalag og svo stóran fjölskyldufaðm að öllum sem henni kynntust þótti vænt um hana. Við vorum þrjár systurnar og var frekar langt á milli okkar allra. Sex ár skildu á milli mín og Þóru og svo fjórtán ár á milli mín og Ernu, okkar litlu systur. Sex ár í aldri er mikið á vissu æviskeiði svo þar af leiðandi áttum við kannski ekki margt sameiginlegt í bernsku, því árið sem ég fermdist þá giftist hún Árna sínum og flutti að heiman en þau hafa verið gift í yfir fimm- tíu ár. Þá varð ég ein eftir á æskuheimili okkar og fannst það ekki slæmt að sitja ein að þjón- ustunni, þó við Þóra höfum alltaf verið bestu vinkonur. Þegar ég þroskaðist og fór sjálf að vinna þá unnum við Þóra á sama vinnustað sem var okkar fjölskyldufyrir- tæki „Póstur og sími“. Þar unnu pabbi og Óli frændi sem bjó alltaf hjá okkur. Við systur vorum sam- stíga þar sem og annars staðar. Þóra mín var stóri hlekkurinn í okkar litlu fjölskyldu, passaði að allir hittust um jólin, páskana, bolludaginn og helst hefði hún viljað að við hittumst alla rauða daga. Passaði að vita hvar allir Þóra Kristinsdóttir ✝ Þóra Krist-insdóttir fædd- ist 4. desember 1942. Hún lést 23. maí 2015. Þóra var jarð- sungin 3. júní 2015. væru og allt væri í stakasta lagi hjá öll- um. Hún fann upp fjölskylduhelgarn- ar, fyrst var farið að Stóra Hofi og nú seinni ár að Apa- vatni. Þessum fjöl- skylduferðum vildi enginn missa af. Þar var mikið borðað, mikið spilað og haldið Kubbmót Kiddanna þar sem vinningshafi fékk farandbikar. Svo skemmti- lega vildi til að í fyrsta skipti sem keppt var um bikarinn þá unnu hann Þóra og Kolfinna, dóttir Ernu, systur okkar. Það var ein- staklega gaman að umgangast Þóru og þótti barnabörnunum mínum gott að koma til hennar enda kölluðu þær hana ömmu Þóru. Hún prjónaði á þær og ófá- ar eru flíkurnar sem hún prjónaði á dúkkurnar þeirra. Strákunum mínum reyndist hún sem besta mamma enda þótti betra að vera hjá henni og ömmu Dúnu, sem bjó lengi hjá Þóru og Árna, við próflestur en heima, enda dekrað við þá í hverju horni. Þú áttir svo friðsama og fallega lund og framleiddir, bros hvar sem gekkstu, og gaman var alltaf að fara á þinn fund er á frjálslegu strengina lékstu. Við erum þakklát fyrir þann tíma sem við fengum með henni þó við vissum að hverju drægi en höggið er engu að síður stórt. Við söknum hennar en getum yljað okkur við yndislegar minningar því aldrei féll skuggi á samband fjölskyldunnar. Og nú ertu horfin, vor dalanna dís og dapur er ástvinafjöldinn. Í Paradís er sú vera þér vís er verndar þig handan við tjöldin. (Ben. Björnsson) Guðrún Guðmunda (Gunna systir) Húsfreyjan á Þórustöðum I, Eyjafirði, Ólöf Björg, eða Lóa, lést 11. maí. Þau hjónin, Lóa og Stebbi, eiga ríkan sess í hjarta mínu en ég naut þeirra forrétt- inda að vera í sveit hjá þeim í tvö sumur. Þótt tvö sumur teljist ekki langur tími festi ég fljótt rætur á Þórustöðum og kem þangað ætíð ef ég á leið til Akureyrar vegna atvinnu eða einfaldlega í fríi. Þórustaðir eru rétt suð- austan Akureyrar með stór- fenglegt útsýni bæði þangað og inn og út fjörðinn. Í þessu dásamlega umhverfi ráku þau hjónin blandað bú með kúm, sauðfé og hrossum. Að sveitasið gengum við krakkarnir með Lóu og Stebba til allra bú- Ólöf Björg Ágústsdóttir ✝ Ólöf BjörgÁgústsdóttir fæddist í Norður- árdal í Borgarfirði hinn 22. desember 1930. Hún var dótt- ir hjónanna Krist- ínar Helgadóttur og Ágústs Lár- ussonar. Ólöf giftist árið 1953 eftirlifandi eiginmanni sínum, Stefáni Árnasyni, bónda á Þóru- stöðum I í Eyjafirði. Börn þeirra eru í aldursröð: María, Ágúst Árni, Sigurlaug, Stefán og Helga. Ólöf lést hinn 11. maí 2015 á Sjúkrahúsi Akureyrar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. verka, allt eftir aldri og getu. Elstu börn þeirra, þau María og Ágúst, eru jafn- aldrar mínir og lærði ég fljótt að í sveitinni sefur maður ekki út því sækja þarf kýrnar snemma dags og sinna morgunverk- um búsins. Verka- skiptingin var skýr. Mér er sér- staklega minnisstæð natni Lóu í fjósinu en ógleymanleg er hlýja og umhyggja hennar fyrir skepnunum. Hún lagði ríkt á við mig að nota ekki orðið „beljur“ heldur kýr og hafa þau tilmæli setið í mér allar götur síðan. Lóa var mikil húsfreyja og gestrisin sem birtist m.a. í því að borð voru hlaðin góð- gerðum; ljúffengum sveitamat og heimagerðum kökum eins og tíðkaðist fyrir 30 – 40 árum. Um leið og ég kveð Lóu á Þórustöðum vottum við Þor- steinn Ingi Stefáni og allri fjöl- skyldunni innilega samúð okk- ar. Lóu verður saknað og skrýtið að hugsa til þess að hún komi ekki lengur hlæjandi til dyra á Þórustöðum í næstu heimsókn okkar þangað. En minningin lifir og ég veit að ég mun heyra „nei, ert það þú“ og finna faðmlag innra með mér. Hafi Lóa þökk fyrir allt sem hún gaf mér í veganesti á mörgum árum vináttu. Ellen Ingvadóttir og Þorsteinn Ingi Kragh. „Ert þú dóttir hans Jenna?“ Þetta var það fyrsta sem Bára sagði við mig brosandi þegar ég var í kringum 10 ára aldurinn úti að leika með Vigga stráknum hennar og fleir- um úr hverfinu. Á unglingsárunum fórum við Viggi svo að skjóta okkur saman og Bára tók mér eins og eigin Bára Andersdóttir ✝ Bára And-ersdóttir var fædd í Reykjavík 18. júní 1949. Hún lést 23. maí 2015. Útför hennar fór fram 4. júní 2015. dóttur. Það var al- veg sama á hvaða tíma við unglingarn- ir komum heim, allt- af var fjör í kringum þau. Dísa heitin, Bára, Edda, Fríða og fleiri sátu ósjaldan við eldhúsborðið að spila með Irish Cof- fee á kantinum og hlátrasköllin tóku á móti okkur þegar við opnuðum dyrnar. Jólaboðin eru líka eftir- minnileg fyrir sama fjörið og spilamennskuna langt fram á nætur og maður var knúsaður í kaf. Elsku Bára stóð með sínum í gegnum súrt og sætt. Gleðin skein af henni og hún réð sér ekki fyrir kæti þegar tilkynningin kom um að von væri á fyrsta barnabarninu. Þrátt fyrir eðli- lega meðgöngu í alla staði og full- komlega heilbrigt barn þá feng- um við ekki að hafa elsku engilinn okkar hjá okkur. Fyrsta minn- ingin mín þegar ég vakna eftir svæfingu þessa örlagaríku nótt er röddin hennar Báru. Þarna var hún komin að væta á mér varirnar. Í nístandi sorginni sem þjappaði okkur litlu fjöl- skyldunni saman kom svo lítill sólargeisli undir sem varð strax ljósið hennar ömmu sinnar. Þó leiðir okkar Vigga hafi skil- ið fyrir 13 árum héldum við Bára reglulegu sambandi. Við áttum oft langt spjall í síma og svo lá oft beinast við að kíkja aðeins inn í botnlanga til Báru í stutt spjall eftir heimsókn til foreldra minna. Risastórt ömmuhjarta er brostið. Setningar og spurningar á borð við: „mamma, má ég fara til ömmu eftir skóla?“, „mamma, ég ætla að vera hjá ömmu um helgina“ og „mamma, amma ætl- ar að hjálpa mér að læra fyrir próf“ heyrast ekki framar. Við sitjum eftir með ógrynni yndis- legra minninga um fallega konu með risastórt hjarta fullt af móð- urlegri ást að ylja okkur við. Mitt verkefni núna verður að leiða elsku strákinn minn í gegnum þessa miklu sorg og missi sem við sættum okkur aldrei við en lær- um með tímanum að lifa með. Ég má til með að láta ljóðið Tilmæli fylgja með en boðskapur þess var Báru það hugleikinn að hún bað mig að prenta það út fyr- ir sig því hana langaði að ramma ljóðið inn og hengja upp á vegg hjá sér þar sem það hangir enn í dag. Ég veit – er ég dey svo verði ég grát- inn þar verðurðu eflaust til taks. En viljirðu blómsveig leggj́ á mig látinn –þá láttu mig fá hann strax. Og mig – eins og aðra – sem afbragðs- menn deyja í annála skrásetur þú; og hrós um mig ætlarðu eflaust að segja en – segðu það heldur nú. Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna þá verður það eflaust þú, sem sjóð lætur stofna í minningu mína en – mér kæmi hann betur nú. Og mannúðarduluna þekki ég þína sem þenurðu dánum í hag. En ætlirð́ að breiða yfir brestina mína – þá breidd́ yfir þá í dag. (Bjarni Lyngholt, 1912) Með virðingu og þakklæti kveð ég Báru Andersdóttur sem ég var þess heiðurs aðnjótandi að fá að þekkja og kalla tengdamóður mína. Elsku Þór, Vigga, Eddu og fjölskyldum votta ég mína dýpstu samúð. Sóley Jensdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, PÉTUR EGGERTSSON fyrrverandi póstfulltrúi, Fornhaga 15, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Áskirkju miðvikudaginn 10. júní kl. 13. . Halldór G. Pétursson, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, Eggert Pétursson, Hulda Hjartardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir hlýju og samúð við andlát og útför KRISTJÁNS EINARS KRISTJÁNSSONAR bónda á Ófeigsstöðum. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga og Hvamms. . Svanhildur Baldursdóttir og fjölskylda. Þökkum innilega fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, SKÚLA ALEXANDERSSONAR fyrrverandi alþingismanns frá Hellissandi. . Hrefna Magnúsdóttir, Ari Skúlason, Jana Pind, Hulda Skúladóttir, Drífa Skúladóttir, Viðar Gylfason, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.