Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 09.06.2015, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. JÚNÍ 2015 SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Kíktu á verðið! Verð 4.995 stærðir 36-41 Verð 5.995 stærðir 36-41 erðV 95 stærðir 36-41 Verð 4.9 5.995 stærðir 36-41 Baldur Arnarson Þorsteinn Ásgrímsson Helstu kröfuhafar slitabúanna voru vel upplýstir um tillögur ráðgjafa stjórnvalda um afnám hafta eftir fundi með ráðgjöfunum í London og New York á síðustu vikum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir viðbrögð lykilhópa kröfuhafa við áætluninni um afnám hafta benda til að þeir vilji fara í nauðasamninga, í stað þess að fara í dómsmál, til dæmis vegna stöðug- leikaskattsins. „Það eru skýrar vísbendingar um að lykilkröfuhafar í slitabúunum telji nauðasamningsleiðina ákjósanlega. Að þeir vilji fara aðra leið en að láta reyna á skattinn og lögmæti hans. Í því felst að þeir vilja undirgangast stöðugleikaskilyrðin. Það hefur þýð- ingu gagnvart þeirri spurningu hvort menn hafi áhyggjur af dómsmálum út af skattinum.“ Dómstólaleiðin fjarlægist Áður en Bjarni lýsti þessu yfir í gærkvöldi sagði hann í samtali við Morgunblaðið fyrr um daginn að ef kröfuhafar færu í dómsmál út af skatt- inum yrði innheimtur skattur settur til hliðar í varúðarskyni. Af orðum Bjarna má skilja að sá möguleiki sé orðinn fjarlægur. Spurður hvort hann sé því orðinn vongóður um að afnám hafta geti feng- ið skjóta úrlausn segir Bjarni að það verði að bíða og sjá. „Þarna er hluti kröfuhafa að tjá sig. Það er vissulega mikilvægur hópur kröfuhafa en það er langt ferli eftir fram undan áður en hægt er að full- yrða nokkuð um það.“ Spurður hvaða kröfuhafa hann vísar til segir Bjarni að um stærstu kröfu- hafana í búunum sé að ræða. „Það eru þeir sem samtal stjórnvalda hefur átt sér stað við.“ Kynntu helstu rök stjórnvalda Spurður um þessi samskipti segir Bjarni að ráðgjafar stjórnvalda hafi byrjað á að kynna fyrir kröfuhöfum áform um skattlagningu og umfang þeirrar skattlagningar. „Þeir kynntu fyrir þeim helstu rök stjórnvalda fyrir því að fara þá leið en á þeim tíma- punkti var málið á vinnslustigi. Um leið var gerð grein fyrir því að menn vildu gjarnan greiða leið nauðasamn- inga en þá því aðeins að stöðugleika- skilyrði sem myndu skila sömu niður- stöðu yrðu uppi. Þá er ég að vísa til sömu niðurstöðu hvað varðar það að eyða greiðslujafnaðaráhrifum af upp- gjöri slitabúanna, neikvæðum greiðslujafnaðaráhrifum á stöðugleika. Það samtal þróaðist þá þannig að menn kynntu fyrir þeim nánari út- færslu á stöðugleikaskilyrðunum og að einhverju marki var hlustað eftir því hvað helst gæti komið til greina varð- andi það með hvaða hætti menn myndu ná þessum markmiðum. Um það snerist samtalið, að upplýsa um áform okkar og skýra hvers vegna skattlagningarleiðin væri nauðsynleg og um leið gefa kost á því að koma á framfæri sjónarmiðum áður en stöðugleikaskilyrðin væru fullmótuð,“ segir Bjarni. Hann segir aðspurður að Lee Buchheit og Glenn Kim hafi verið í hópi ráðgjafa íslenskra stjórnvalda í þessum samtölum. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það velta á því hvaða leið er farin við afnám hafta hversu mikið skuldir ríkissjóðir muni lækka í kjölfarið. „Þetta eru háar upp- hæðir og töluvert flókið mál. Menn hafa miðað við að skuldir ríkissjóðs gætu lækkað um 30%. Í kostnaðar- mati fjármálaráðuneytisins við frum- varpið er bent á að árleg vaxtabyrði ríkisins gæti jafnvel lækkað um 45 milljarða króna.“ Enginn efi um lagahliðina Spurður um lagalega stöðu Íslands og lagaleg ágreiningsmál sem gætu komið upp segir Sigmundur Davíð að það sé vel yfirfarið. „Við höfum auðvitað skoðað þetta atriði mjög mikið. Þetta hefur ekki að- eins verið efnahagsleg greining heldur líka lagaleg greining allan tímann og við höfum engar efasemdir um að þessar aðgerðir standist lagalega. Hins vegar höfum við séð það frá því í lok árs 2008 og í byrjun árs 2009 að menn láta reyna á ýmislegt lagalega sem telst til afleiðinga fjármálahruns- ins. Ég á allt eins von á því að menn geti látið reyna á eitthvað í þessu. Á móti kemur þó að þessir aðilar, kröfu- hafar slitabúanna, hafa líka mjög ríka hagsmuni af því að klára þessi mál, frekar en að vera með þau í óvissu og málaferlum árum saman. Þess vegna finnst mér allt eins lík- legt að þeir muni vilja klára nauða- samninga og að eigin frumkvæði leggja það af mörkum sem þarf til, frekar en að vera í málaferlum til langs tíma … Það hafa borist skilaboð frá stórum kröfuhöfum – þótt þeir séu að vísu ekki margir – um að þeir muni frekar stefna á þá leið að klára nauða- samninga en fara skattaleiðina,“ sagði Sigmundur Davíð, en samtalið við hann fór fram eftir kynninguna í Hörpu um hádegisbilið í gær. Kynntu kröfuhöfum áherslurnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Bjarni Benediktsson  Fjármálaráðherra segir kröfuhafa hafa vitað hvað til stæði og því getað mótað afstöðu til aðgerðanna  Segir lykilhópa kröfuhafa styðja samningsleiðina  Forsætisráðherra segir lagahliðina vel ígrundaða Baldur Arnarson baldura@mbl.is Svonefndar aflandskrónur teljast nú um 300 milljarðar, en þær eru eftir- stöðvar vaxtamunarviðskipta á ár- unum 2005 til 2008. Fram kemur í ritinu Drög að uppgjöri að Seðla- bankinn hafi áætlað við setningu hafta að aflandskrónurnar væru þá samtals um 650 milljarðar króna. Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri segir eigendur aflandskróna munu geta valið nokkrar leiðir. „Þeir munu fá valkosti. Þeir geta valið að taka þátt í gjaldeyrisútboði með sínar krónur eða að festa þessar krónur til lengri tíma, annaðhvort í krónum eða í erlendri mynt. Þá er sá hluti ekki lengur orðinn snjóhengja sem skríður fram þegar við losum höftin,“ segir Már og tekur fram að þriðji möguleikinn sé að féð fari á vaxtalausa og læsta reikninga. Mun ráðast af útboðinu „Þeir geta valið að fara út með krónurnar í gegnum útboð þar sem við leggjum til gjaldeyrinn. Í hvaða mæli það verður á eftir að koma í ljós og ræðst líka í útboðinu. Við eig- um eftir að hanna útboðið í smá- atriðum í sam- vinnu við erlenda sérfræðinga.“ Már segir það munu skýrast hvernig Seðla- bankinn er í stakk búinn að fara þessa leið m.t.t. gjaldeyrisforðans. „Nú er sá hluti forðans sem er ekki fjármagnaður með erlendum lánum kominn yfir 100 milljarða og heldur áfram að vaxa. Svo verður auðvitað til skoðunar að ríkissjóður þarf að endurfjármagna eitthvað af erlendum lánum sem fara að koma á gjalddaga. Nú verður lagt mat á þessi atriði. Það er á það að líta að sá gjaldeyrir sem yrði ráðstafað í þetta bætir líka lausafjárstöðu þjóðar- búsins eftir afnám hafta. Það er vegna þess að stór hluti snjóhengj- unnar er í formi skammtímaskulda. Hún myndi lækka verulega við út- boðið. Þannig að hlutfallið milli forða og skammtímaskulda gæti batnað, þótt við notum forðann. En þetta á eftir að koma í ljós,“ segir Már. Snjóhengjan brædd í útboði  Seðlabankastjóri útskýrir leiðirnar Már Guðmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.